Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 08:30 Birkir Már Sævarsson sendi Brann-fólki skemmtilega kveðju á Instagram, eftir að Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins. @birkir84/brann.no Norskir fjölmiðlar fjölmenntu á blaðamannafund í Bergen í gærkvöld þegar Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr aðalþjálfari fótboltaliðs Brann. Hann skrifaði undir samning sem gildir til næstu þriggja ára. Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst. Norski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst.
Norski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira