Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Lovísa Arnardóttir skrifar 14. janúar 2025 08:53 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðað aukið hagræði í ríkisrekstri. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað. Flestir sjá tækifæri til hagræðingar í tæknivæðingu eða nútímaferlum. Þá segja mörg að ríkið greiði of mikið fyrir vörur og þjónustu og að aðkeypt þjónusta sé algeng þó að það megi nýta mannauð innanhúss. Þetta kemur fram í könnun sem stéttarfélagið Viska framkvæmdi meðal félagsfólks sem eru sérfræðingar hjá ríkinu. Af þeim 85 prósentum sem sjá svigrúm, telja 60 prósent svigrúmið vera frekar eða mjög lítið og 24 prósent meta það sem frekar eða mjög mikið. 86 prósent eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Meirihluti segir óhagræði hafa aukist frá því sem áður var. Ekki er þó tilgreint frá því hvenær.Viska Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Þetta er meðal þess sem lesa má úr könnun meðal félagsfólks Visku stéttarfélags sem fór fram í upphafi janúar. Alls svöruðu um 400 sérfræðingar hjá ríkinu könnuninni. Samráð skorti sárlega Í tilkynningu segir að svör bendi til þess að starfsfólk sjái mörg tækifæri en samráð skorti sárlega: „Ég tel að það séu víða tækifæri til að fara betur með fé án þess að það komi niður á þjónustu eða starfsfólki...“ bendir einn á. Annar segir samtal og langtímasýn skorta: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnun.. raunverulegt samtal sparar mikla fjármuni“ og „verkefnið verður ekki leyst á einni nóttu en það eru tækifæri til langtímasparnaðar“. Flestir opinberir starfsmenn sem tóku þátt eru hlynntir auknu hagræði í ríkisrekstri.Viska Í tilkynningu um greiningu Visku segir að flatur og ómarkviss niðurskurður hafi leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum. Starfsfólk á mörgum stofnunum hefur þannig áhyggjur af auknu álagi ef stjórnvöld forgangsraða ekki þeim hagræðingaraðgerðum sem þau ætla í. Þá kemur fram í greiningunni að aðeins 41 prósent telji að óhagræði hafi minnkað á síðustu árum þrátt fyrir fjölmörg tækifæri. Það bendi til þess að verulega hafi skort á samráð. Kallað er eftir skýrri sýn og auknu samráði við starfsfólk stofnana ríkisins um leiðir til úrbóta. Flestir sjá tækifæri til hagræðingar í tæknilausnum eða verkferlum. Fæstir í starfsmannahaldi.Viska Í greiningu Visku kemur fram að flestir sjái tækifæri til hagræðingar í tæknivæðingu og nútímaferlum, eða alls 56 prósent. Þá sjá 34 til 35 prósent tækifæri í innkaupum og öðrum rekstrarkostnaði. Minni möguleikar eru taldir í húsnæðismálum en þar sjá 31 prósent þó tækifæti til hagræðingar og í starfsmannahaldi en þar sjá 24 prósent tækifæri til hagræðingar. Þörf á nýráðningum, ekki aðkeyptri þjónustu Í tilkynningu segir að í svörunum megi lesa að samhliða því að álag og undirmönnun hafi stóraukist og það hafi skapast þörf fyrir nýráðningar á stofnunum. „Sumar stofnanir hafa þurft að fylgja nokkurra prósenta hagræðingarkröfu um árabil sem komið hefur sterkt fram í auknu álagi á starfsfólk og frestun nauðsynlegra verkefna…mikill spekileki hefur skapast“. Flestir sjá eitthvað svigrúm en meirihluti frekar eða mjög lítið. 24 prósent sjá þó tækifæri fyrir mjög eða frekar mikið hagræði í rekstri.Viska Þá kemur einnig fram í greiningu Visku að úrelt tækni kalli á brýnar úrbætur eins og tveir svarendur lýsa því: „Kerfin sem ríkið er að nota eru afar óhagkvæm“… „Gamlar tæknilausnir valda því að pappírsstimplanir og músaklikk eru fleiri en þurfa þyrfti. Það kostar að breyta en ávinningurinn mikill til lengri tíma litið.“ Ríkið er þá sagt greiða of mikið fyrir vörur og þjónustu: „… söluaðilar eru sammála um að það gildi oft á tíðum hærri verð (í innkaupum) en (lægsta verð) á einkamarkaði“. Mörg segja þá aðkeypta þjónustu algenga jafnvel þótt hægt sé að nýta mannauð innanhúss. Oft sé verið að reiða sig á aðkeypta sérfræðinga með tugþúsunda tímagjald að óþörfu Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var í viðtali hjá The Observer á vef Guardian. Þar ræðir hún um mótun nýrrar ríkisstjórnar, móteitrið við öfgahægristefnu og nýja leið til að stjórna. 12. janúar 2025 07:55 Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42 Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. 2. janúar 2025 13:39 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Af þeim 85 prósentum sem sjá svigrúm, telja 60 prósent svigrúmið vera frekar eða mjög lítið og 24 prósent meta það sem frekar eða mjög mikið. 86 prósent eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Meirihluti segir óhagræði hafa aukist frá því sem áður var. Ekki er þó tilgreint frá því hvenær.Viska Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Þetta er meðal þess sem lesa má úr könnun meðal félagsfólks Visku stéttarfélags sem fór fram í upphafi janúar. Alls svöruðu um 400 sérfræðingar hjá ríkinu könnuninni. Samráð skorti sárlega Í tilkynningu segir að svör bendi til þess að starfsfólk sjái mörg tækifæri en samráð skorti sárlega: „Ég tel að það séu víða tækifæri til að fara betur með fé án þess að það komi niður á þjónustu eða starfsfólki...“ bendir einn á. Annar segir samtal og langtímasýn skorta: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnun.. raunverulegt samtal sparar mikla fjármuni“ og „verkefnið verður ekki leyst á einni nóttu en það eru tækifæri til langtímasparnaðar“. Flestir opinberir starfsmenn sem tóku þátt eru hlynntir auknu hagræði í ríkisrekstri.Viska Í tilkynningu um greiningu Visku segir að flatur og ómarkviss niðurskurður hafi leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum. Starfsfólk á mörgum stofnunum hefur þannig áhyggjur af auknu álagi ef stjórnvöld forgangsraða ekki þeim hagræðingaraðgerðum sem þau ætla í. Þá kemur fram í greiningunni að aðeins 41 prósent telji að óhagræði hafi minnkað á síðustu árum þrátt fyrir fjölmörg tækifæri. Það bendi til þess að verulega hafi skort á samráð. Kallað er eftir skýrri sýn og auknu samráði við starfsfólk stofnana ríkisins um leiðir til úrbóta. Flestir sjá tækifæri til hagræðingar í tæknilausnum eða verkferlum. Fæstir í starfsmannahaldi.Viska Í greiningu Visku kemur fram að flestir sjái tækifæri til hagræðingar í tæknivæðingu og nútímaferlum, eða alls 56 prósent. Þá sjá 34 til 35 prósent tækifæri í innkaupum og öðrum rekstrarkostnaði. Minni möguleikar eru taldir í húsnæðismálum en þar sjá 31 prósent þó tækifæti til hagræðingar og í starfsmannahaldi en þar sjá 24 prósent tækifæri til hagræðingar. Þörf á nýráðningum, ekki aðkeyptri þjónustu Í tilkynningu segir að í svörunum megi lesa að samhliða því að álag og undirmönnun hafi stóraukist og það hafi skapast þörf fyrir nýráðningar á stofnunum. „Sumar stofnanir hafa þurft að fylgja nokkurra prósenta hagræðingarkröfu um árabil sem komið hefur sterkt fram í auknu álagi á starfsfólk og frestun nauðsynlegra verkefna…mikill spekileki hefur skapast“. Flestir sjá eitthvað svigrúm en meirihluti frekar eða mjög lítið. 24 prósent sjá þó tækifæri fyrir mjög eða frekar mikið hagræði í rekstri.Viska Þá kemur einnig fram í greiningu Visku að úrelt tækni kalli á brýnar úrbætur eins og tveir svarendur lýsa því: „Kerfin sem ríkið er að nota eru afar óhagkvæm“… „Gamlar tæknilausnir valda því að pappírsstimplanir og músaklikk eru fleiri en þurfa þyrfti. Það kostar að breyta en ávinningurinn mikill til lengri tíma litið.“ Ríkið er þá sagt greiða of mikið fyrir vörur og þjónustu: „… söluaðilar eru sammála um að það gildi oft á tíðum hærri verð (í innkaupum) en (lægsta verð) á einkamarkaði“. Mörg segja þá aðkeypta þjónustu algenga jafnvel þótt hægt sé að nýta mannauð innanhúss. Oft sé verið að reiða sig á aðkeypta sérfræðinga með tugþúsunda tímagjald að óþörfu
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var í viðtali hjá The Observer á vef Guardian. Þar ræðir hún um mótun nýrrar ríkisstjórnar, móteitrið við öfgahægristefnu og nýja leið til að stjórna. 12. janúar 2025 07:55 Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42 Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. 2. janúar 2025 13:39 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var í viðtali hjá The Observer á vef Guardian. Þar ræðir hún um mótun nýrrar ríkisstjórnar, móteitrið við öfgahægristefnu og nýja leið til að stjórna. 12. janúar 2025 07:55
Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42
Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. 2. janúar 2025 13:39