Eftir að búið var gera upp dánarbú Erikssons kom í ljós að hann átti eignir upp á 66 milljónir sænskra króna. Skuldirnar voru hins vegar 118 milljónir sænskra króna. Það gera tæplega 1,5 milljarða íslenskra króna. Stærsti hlutinn af skuldunum eru skattaskuldir. Expressen í Svíþjóð fjallar um.
Í erfðaskrá sinni ánafnaði Eriksson börnum sínum, Linu og Johan, eignum sínum. Þau áttu svo að sjá til þess að faðir hans, sem er 95 ára, hefði það gott.
Eriksson vildi einnig ánafna kærustu sinni, Yaniseth, tíu milljónum sænskra króna, að því gefnu að eignir hans næmu meira en hundrað milljónum. Eignir hans voru hins vegar aðeins 66 milljónir þannig að Yaniseth fékk ekki milljónirnar tíu.
Þá vildi Eriksson einnig láta bróður sinn, Lars-Erik, fá eina milljón sænskra króna fyrir að sjá um foreldra þeirra.
Eriksson viðurkenndi fyrir nokkrum árum að hann hefði lítið peningavit. „Ég hef ekki hugmynd um hversu mikinn pening ég á og hvar hann er,“ sagði hann við Expressen 2017.
Eriksson lést 26. ágúst í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára þegar hann féll frá.