Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 10:52 Ben Gvir og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, á ísraelska þinginu í vetur. EPA/ABIR SULTAN Ben Gvir, fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael, viðurkenndi á myndbandi að hann hefði ítrekað komið í veg fyrir frið á Gasaströndinni á undanförnu ári. Í myndbandinu sagðist hann ætla að yfirgefa ríkisstjórn Ísraels, ef friðarsamkomulag yrði gert við Hamas-samtökin. Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04