Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 10:52 Ben Gvir og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, á ísraelska þinginu í vetur. EPA/ABIR SULTAN Ben Gvir, fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael, viðurkenndi á myndbandi að hann hefði ítrekað komið í veg fyrir frið á Gasaströndinni á undanförnu ári. Í myndbandinu sagðist hann ætla að yfirgefa ríkisstjórn Ísraels, ef friðarsamkomulag yrði gert við Hamas-samtökin. Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04