Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 14. janúar 2025 22:02 Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm. Dugnaður sé það eina sem komi þér í betri stöðu. Þú getur bara treyst á þig, þannig verður hlutverk hins opinbera að veita hjálp til sjálfshjálpar, eins og það er kallað. Kenna þessum fátæklingum fjármálalæsi, koma þeim í virkni, þá vænkist hagur þeirra. Ráðamenn hafa nýtt sér þessa orðræðu í áratugi til þess að koma ábyrgðinni frá sér, fela að þeir hafi klúðrað því að byggja upp gott og réttlátt samfélag. Ef þú ert heima hjá þér í maski gagnvart því að hafa ekki byrjað að spara fyrr fyrir útborgun á íbúð, að hafa ekki breytt séreignasparnaðinum úr 2% í 4%, að hafa keypt þér tilbúið kaffi með sýrópi, að hafa leyft þér að versla í búðinni sem var næst þér en ekki þeirri ódýrustu og splæst í tannlæknaferð, þá ertu sennilega búin að tileinka þér hugmyndafræðina um að þú ein berir ábyrgð á þinni stöðu. Þú þurfir að standa þig betur. Svamlandi um í samviskubiti gagnvart útgjöldum á munaði líkt og kaffi, mat og viðgerð á skemmdum tönnum, gerir það að verkum að þú ferð ekki að líta á skattleysi fjármagnseigenda sem vandamál, þú ferð ekki að greina skattalækkanir fyrri áratuga á ríkt fólk og stórfyrirtæki sem vandamál. Samviskubitið sannfærir þig um að halda betra bókhald, borða minni mat og sleppa félagslegum viðburðum. Hvernig væri að virkja þennan kraft út á við og skella skuldinni þangað sem hún á raunverulega heima? Á fjárfesta sem sópa til sín íbúðum og þar með ræna fjölskyldum möguleika á að skapa sér gott heimili. Á banka sem græða og græða á vaxtagjöldum sem þú greiðir fyrir að vera ekki nógu hagsýn húsmóðir með himinháa yfirdráttarheimild til að komast í gegnum mánuðinn. Á ójöfnuðinn í samfélaginu þar sem þau sem eiga mest taka sífellt meira til sín á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Þú ert nefnilega ekki vandamálið, heldur misskipting auðs og stjórnvöld sem leyfa þeirri misskiptingu að viðgangast. En það er kannski erfitt fyrir ráðamenn með eina og hálfa milljón í laun á mánuði og einkabílstjóra að sjá það? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm. Dugnaður sé það eina sem komi þér í betri stöðu. Þú getur bara treyst á þig, þannig verður hlutverk hins opinbera að veita hjálp til sjálfshjálpar, eins og það er kallað. Kenna þessum fátæklingum fjármálalæsi, koma þeim í virkni, þá vænkist hagur þeirra. Ráðamenn hafa nýtt sér þessa orðræðu í áratugi til þess að koma ábyrgðinni frá sér, fela að þeir hafi klúðrað því að byggja upp gott og réttlátt samfélag. Ef þú ert heima hjá þér í maski gagnvart því að hafa ekki byrjað að spara fyrr fyrir útborgun á íbúð, að hafa ekki breytt séreignasparnaðinum úr 2% í 4%, að hafa keypt þér tilbúið kaffi með sýrópi, að hafa leyft þér að versla í búðinni sem var næst þér en ekki þeirri ódýrustu og splæst í tannlæknaferð, þá ertu sennilega búin að tileinka þér hugmyndafræðina um að þú ein berir ábyrgð á þinni stöðu. Þú þurfir að standa þig betur. Svamlandi um í samviskubiti gagnvart útgjöldum á munaði líkt og kaffi, mat og viðgerð á skemmdum tönnum, gerir það að verkum að þú ferð ekki að líta á skattleysi fjármagnseigenda sem vandamál, þú ferð ekki að greina skattalækkanir fyrri áratuga á ríkt fólk og stórfyrirtæki sem vandamál. Samviskubitið sannfærir þig um að halda betra bókhald, borða minni mat og sleppa félagslegum viðburðum. Hvernig væri að virkja þennan kraft út á við og skella skuldinni þangað sem hún á raunverulega heima? Á fjárfesta sem sópa til sín íbúðum og þar með ræna fjölskyldum möguleika á að skapa sér gott heimili. Á banka sem græða og græða á vaxtagjöldum sem þú greiðir fyrir að vera ekki nógu hagsýn húsmóðir með himinháa yfirdráttarheimild til að komast í gegnum mánuðinn. Á ójöfnuðinn í samfélaginu þar sem þau sem eiga mest taka sífellt meira til sín á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Þú ert nefnilega ekki vandamálið, heldur misskipting auðs og stjórnvöld sem leyfa þeirri misskiptingu að viðgangast. En það er kannski erfitt fyrir ráðamenn með eina og hálfa milljón í laun á mánuði og einkabílstjóra að sjá það? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun