Því jú; við erum nú öll í sama liði.
Það sem rannsóknir sýna er að fólk sem tekur sjálfan sig svo hátíðlega að það setur sig á of háan hest í vinnunni, er líklegast að skjóta sig í fótinn um leið.
Óháð því í hvaða stöðugildi þú ert.
Samkvæmt rannsóknum eru það einkum fimm atriði sem hafa neikvæð áhrif á þann sem lítur of stórt á sig. Þessi fimm atriði eru:
#1: Fólk treystir þér síður, er ekki að finna samsvörun við þig
#2: Þar sem þú ert ekki alveg í hópnum, má gera ráð fyrir því að þú missir af ýmsu. Til dæmis umræðum eða viðburðum sem aðrir í hópnum eru þó upplýstir um eða þátttakendur að
#3: Ef eitthvað kemur upp á hjá þér, jafnvel kulnun eða veikindi, er líklegt að samkenndin og skilningurinn í þinn garð eða gagnvart þínum aðstæðum séu minni en við aðra liðsfélaga
#4: Þessi hegðun á einfaldlega ekki við. Eða að minnsta kosti sjaldnast við. Þannig sýna rannsóknir að aðeins einstaka störf í embættisgeiranum eða stjórnmálum eru þess eðlis að fólki finnst eðlilegt að þú sért nokkuð formleg/ur í fasi og takir sjálfan þig hátíðlega. En að þessum störfum undanskildum á það einfaldlega ekki við að þú setjir sjálfan þig á hærri hest en aðra
#5: Eitt af því sem fólk sem lítur of hátíðlega á sig getur síðan líka brennt sig á er að þegar að því kemur að þú þarft á því að halda að fá vinnufélagana í lið með þér, þá gengur það síður. Því hópurinn er einfaldlega ekki að tengja við þig.
Þeir eiginleikar sem samstarfsfólk sækist hins vegar í hjá hvort öðru eru einlægni, staðfesta og samkennd.