„Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2025 22:42 Steinar Smári segir útköllum vegna veggjalúsar hafa fjölgað verulega. Vísir/Einar og Getty Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir henni fjölga um allan heim en Íslendingar séu ekki endilega bara að taka hana heim að utan. „Þetta er í mörgum sumarbústöðum og víðs vegar á heimilum hjá fólki,“ segir Steinar Smári. Hann segir veggjalúsina algengasta á gististöðum eins og hótelum, hostelum og bústöðum. Veggjalúsinni sé alveg sama um uppruna, hún komi sér fyrir hvar sem er. Steinar Smári segir marga rugla saman veggjatítlu og veggjalús. „Veggjatítlan étur timbur en veggjalúsin étur okkur.“ Steinar Smári segist alltaf ganga í skugga um það þegar hann fer erlendis að það sé ekki veggjalús. Það geti verið erfitt að finna þær þegar þær eru kannski nýkomnar. Hann segist byrja á því að leita á hornum rúmanna og við lappir gaflanna. Á hornum rúma sé oft að finna efnisbút sem er heftaður við rúmið og þar eigi þær til að fela sig. „Það er felustaðurinn sem hún elskar að fela sig á.“ Þá segir hann einnig höfuðgaflinn vinsælan felustað. Sé ekki höfuðgafl þá finni þær sér annan stað. Þær geti líka falið sig í gardínum, undir gólfi, í náttborði, bakvið slökkvara eða bakvið mynd á vegg. „Hún finnur alltaf einhvern felustað.“ Hringja þegar þau verða bitin Hann segir ekki endilega tilefni til að leita að þeim reglulega en segir þó tilfellunum hafa fjölgað mikið síðustu mánuði. Fyrir rúmu ári hafi hann verið að fara í útköll vegna veggjalúsa um einu sinni í viku en um síðustu áramót hafi útköllum skyndilega fjölgað og verið fjögur eða fimm á viku í janúar í fyrra. „Núna eru komin níu í þessari viku.“ Hann segir bitin oftast ástæðuna fyrir því að fólk hringir. Hann fari þá á heimili fólks til að kanna málið. „Þetta er örugglega það ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga,“ segir Steinar Smári. Hann segir veggjalúsina ekki það litla að hún fari framhjá fólki og það sé auðvelt að finna hana. Hann segir nauðsynlegt að kalla til sérfræðinga vilji fólk losna við hana. Steinar Smári mælir ekki með því að reyni sjálft að eitra. Það sé hægt að nota þurrgufuvél á pöddurnar en líka ýmis efni eins og kísilkúr. Dugar ekki að henda fötunum út í frostið „Það dugar ekki að henda fötunum eða húsgögnum út í frostið á Íslandi. Pöddurnar drepast við fjóra eða fimm í mínus en eggin lifa alveg upp í mínus 18 gráður,“ segir Steinar Smári og því þurfi að setja dótið í frystigám eigi að bjarga því. Veggjalúsin getur falið sig víða. Steinar Smári mælir með því að setja föt ekki í skáp á hótelum fyrr en eftir tvær nætur í fyrsta lagi. Séu veggjalýs væru þær búnar að bíta á þeim tíma.Vísir/Getty Hann segir eggin líka drepast við 50 gráðu hita og það þurfi því mikið til. Í Bandaríkjunum sé hitinn notaður til að drepa hana. Til að koma í veg fyrir það að taka hana með sér heim mælir Steinar Smári með því að fólk leiti að henni við höfðagafl eða á hornum rúma sé það að gista á hóteli. Finni það ekkert eigi það samt ekki slaka á. Það eigi að hafa ferðatöskuna sem lengst frá rúminu og ekki opna hana nema í stutta stund. „Ég hef hana jafnvel inni á baði,“ segir Steinar Smári og að hann setji fötin ekki inn í skáp nema eftir fyrstu tvær næturnar. Eftir það megi fólk verða kærulaust. „Þá væru þær búnar að bíta þig.“ Skordýr Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03 Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. 12. janúar 2023 10:34 Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Ofbýður ráðleggingar á netinu og eitrar innanhúss fyrir lúsmý „Þegar þú ert að eiga við svona kvikindi þá er lágmarkið að þekkja vel til,“ segir Jóhann Ragnarsson meindýraeyðir í samtali við Vísi. 14. júlí 2022 06:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Hann segir henni fjölga um allan heim en Íslendingar séu ekki endilega bara að taka hana heim að utan. „Þetta er í mörgum sumarbústöðum og víðs vegar á heimilum hjá fólki,“ segir Steinar Smári. Hann segir veggjalúsina algengasta á gististöðum eins og hótelum, hostelum og bústöðum. Veggjalúsinni sé alveg sama um uppruna, hún komi sér fyrir hvar sem er. Steinar Smári segir marga rugla saman veggjatítlu og veggjalús. „Veggjatítlan étur timbur en veggjalúsin étur okkur.“ Steinar Smári segist alltaf ganga í skugga um það þegar hann fer erlendis að það sé ekki veggjalús. Það geti verið erfitt að finna þær þegar þær eru kannski nýkomnar. Hann segist byrja á því að leita á hornum rúmanna og við lappir gaflanna. Á hornum rúma sé oft að finna efnisbút sem er heftaður við rúmið og þar eigi þær til að fela sig. „Það er felustaðurinn sem hún elskar að fela sig á.“ Þá segir hann einnig höfuðgaflinn vinsælan felustað. Sé ekki höfuðgafl þá finni þær sér annan stað. Þær geti líka falið sig í gardínum, undir gólfi, í náttborði, bakvið slökkvara eða bakvið mynd á vegg. „Hún finnur alltaf einhvern felustað.“ Hringja þegar þau verða bitin Hann segir ekki endilega tilefni til að leita að þeim reglulega en segir þó tilfellunum hafa fjölgað mikið síðustu mánuði. Fyrir rúmu ári hafi hann verið að fara í útköll vegna veggjalúsa um einu sinni í viku en um síðustu áramót hafi útköllum skyndilega fjölgað og verið fjögur eða fimm á viku í janúar í fyrra. „Núna eru komin níu í þessari viku.“ Hann segir bitin oftast ástæðuna fyrir því að fólk hringir. Hann fari þá á heimili fólks til að kanna málið. „Þetta er örugglega það ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga,“ segir Steinar Smári. Hann segir veggjalúsina ekki það litla að hún fari framhjá fólki og það sé auðvelt að finna hana. Hann segir nauðsynlegt að kalla til sérfræðinga vilji fólk losna við hana. Steinar Smári mælir ekki með því að reyni sjálft að eitra. Það sé hægt að nota þurrgufuvél á pöddurnar en líka ýmis efni eins og kísilkúr. Dugar ekki að henda fötunum út í frostið „Það dugar ekki að henda fötunum eða húsgögnum út í frostið á Íslandi. Pöddurnar drepast við fjóra eða fimm í mínus en eggin lifa alveg upp í mínus 18 gráður,“ segir Steinar Smári og því þurfi að setja dótið í frystigám eigi að bjarga því. Veggjalúsin getur falið sig víða. Steinar Smári mælir með því að setja föt ekki í skáp á hótelum fyrr en eftir tvær nætur í fyrsta lagi. Séu veggjalýs væru þær búnar að bíta á þeim tíma.Vísir/Getty Hann segir eggin líka drepast við 50 gráðu hita og það þurfi því mikið til. Í Bandaríkjunum sé hitinn notaður til að drepa hana. Til að koma í veg fyrir það að taka hana með sér heim mælir Steinar Smári með því að fólk leiti að henni við höfðagafl eða á hornum rúma sé það að gista á hóteli. Finni það ekkert eigi það samt ekki slaka á. Það eigi að hafa ferðatöskuna sem lengst frá rúminu og ekki opna hana nema í stutta stund. „Ég hef hana jafnvel inni á baði,“ segir Steinar Smári og að hann setji fötin ekki inn í skáp nema eftir fyrstu tvær næturnar. Eftir það megi fólk verða kærulaust. „Þá væru þær búnar að bíta þig.“
Skordýr Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03 Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. 12. janúar 2023 10:34 Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Ofbýður ráðleggingar á netinu og eitrar innanhúss fyrir lúsmý „Þegar þú ert að eiga við svona kvikindi þá er lágmarkið að þekkja vel til,“ segir Jóhann Ragnarsson meindýraeyðir í samtali við Vísi. 14. júlí 2022 06:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30
Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03
Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. 12. janúar 2023 10:34
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00
Ofbýður ráðleggingar á netinu og eitrar innanhúss fyrir lúsmý „Þegar þú ert að eiga við svona kvikindi þá er lágmarkið að þekkja vel til,“ segir Jóhann Ragnarsson meindýraeyðir í samtali við Vísi. 14. júlí 2022 06:00