Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Svava Marín Óskarsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 16. janúar 2025 17:25 Katrín Halldóra lýsti ferð sinni til Tenerife með skoplegum hætti í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Katrín Halldóra ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó ekki til Tenerife og sagði í viðtali við Elísabetu Gunnarsdóttur, í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars, hafa slæma reynslu af umræddu ferðalagi. Í staðinn langar hana til Ítalíu eða Spánar. Mikil umræða myndaðist á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem fólk var ýmist móðgaðir eða sammála og tengdu við upplifun Katrínar. Þá virðist sem einhverjir hafi ekki gert sér grein fyrir því að frásögnin hafi verið sögð með kómískum hætti, líkt og sannri leikkonu sæmir. „Hressandi og skemmtilegt viðtal“ Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, er ein þeirra sem virðist hafa tekið ummælum Katrínar um nærri sér. Í færslu Önnu á Facebook segir hún meðal annars að eyjan hafi mun meira upp á að bjóða en sól, sand og diskótek, það sé aðeins lítill hluti af stóru sveitarfélagi. Egill Helgason menningarviti blandaði sér í umræðuna og skrifaði færslu á Facebook sem hefur vakið töluverð viðbrögð. Egill Helgason furðar sig á viðbrögðunum.Vísir/Vilhelm „Þekkt leikkona talaði illa um Tene í viðtali, sagði það skelfilegan stað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það var eins og hún hefði móðgað íslenskt sveitarfélag eða hrepp – já, þess vegna bara Akureyri – slík er viðkvæmnin,“ segir Egill í færslunni. Fjölmargir tóku til máls á þræðinum við færsluna. Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus, sagði það lýsandi fyrir íslenskt samfélag að þegar einhver lýsti skoðun sem væri á skjön við normið færi maður strax að pæla í því hvernig viðkomandi myndi reiða af í kjölfarið. Óttar Proppé segir viðtalið við Katrínu hafa verið hressandi. „Mér fannst þetta hressandi og skemmtilegt viðtal við frænku. En var strax hugsað til þess að nú gæti hún ekki látið sjá sig í sundi, á facebook eða kringlunni næstu 6-7 mánuði og hvað það væri mikið óhagræði fyrir aktívan þjóðfélagsþegn. Ekki það að ef einhverjum dirfist að tala illa um Manhattan, Beirut eða Hafnir á suðurnesjum verður mér að mæta…“ skrifaði Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus. Frí fyrir alvöru úttekt Ummælin vakti mikla athygli þar á meðal hjá forsvarsmönnum Play. Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi félagsins hafði meðal annars þetta að segja: „Þetta var svo hressileg frásögn hjá Katrínu og hún er greinilega óhrædd við að segja sína skoðun. Við ákváðum þess vegna að bjóða henni að fara á aðra staði innan leiðakerfis PLAY til að fá alvöru úttekt frá henni,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Vísi er ekki kunnugt um það hvort Katrín Halldóra hafi þegið boð flugfélagsins. Spánn Play Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Katrín Halldóra ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó ekki til Tenerife og sagði í viðtali við Elísabetu Gunnarsdóttur, í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars, hafa slæma reynslu af umræddu ferðalagi. Í staðinn langar hana til Ítalíu eða Spánar. Mikil umræða myndaðist á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem fólk var ýmist móðgaðir eða sammála og tengdu við upplifun Katrínar. Þá virðist sem einhverjir hafi ekki gert sér grein fyrir því að frásögnin hafi verið sögð með kómískum hætti, líkt og sannri leikkonu sæmir. „Hressandi og skemmtilegt viðtal“ Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, er ein þeirra sem virðist hafa tekið ummælum Katrínar um nærri sér. Í færslu Önnu á Facebook segir hún meðal annars að eyjan hafi mun meira upp á að bjóða en sól, sand og diskótek, það sé aðeins lítill hluti af stóru sveitarfélagi. Egill Helgason menningarviti blandaði sér í umræðuna og skrifaði færslu á Facebook sem hefur vakið töluverð viðbrögð. Egill Helgason furðar sig á viðbrögðunum.Vísir/Vilhelm „Þekkt leikkona talaði illa um Tene í viðtali, sagði það skelfilegan stað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það var eins og hún hefði móðgað íslenskt sveitarfélag eða hrepp – já, þess vegna bara Akureyri – slík er viðkvæmnin,“ segir Egill í færslunni. Fjölmargir tóku til máls á þræðinum við færsluna. Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus, sagði það lýsandi fyrir íslenskt samfélag að þegar einhver lýsti skoðun sem væri á skjön við normið færi maður strax að pæla í því hvernig viðkomandi myndi reiða af í kjölfarið. Óttar Proppé segir viðtalið við Katrínu hafa verið hressandi. „Mér fannst þetta hressandi og skemmtilegt viðtal við frænku. En var strax hugsað til þess að nú gæti hún ekki látið sjá sig í sundi, á facebook eða kringlunni næstu 6-7 mánuði og hvað það væri mikið óhagræði fyrir aktívan þjóðfélagsþegn. Ekki það að ef einhverjum dirfist að tala illa um Manhattan, Beirut eða Hafnir á suðurnesjum verður mér að mæta…“ skrifaði Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus. Frí fyrir alvöru úttekt Ummælin vakti mikla athygli þar á meðal hjá forsvarsmönnum Play. Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi félagsins hafði meðal annars þetta að segja: „Þetta var svo hressileg frásögn hjá Katrínu og hún er greinilega óhrædd við að segja sína skoðun. Við ákváðum þess vegna að bjóða henni að fara á aðra staði innan leiðakerfis PLAY til að fá alvöru úttekt frá henni,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Vísi er ekki kunnugt um það hvort Katrín Halldóra hafi þegið boð flugfélagsins.
Spánn Play Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp