Að sögn Kára fjallar lagið um son geimfara sem bíður eftir því að pabbi sinn komi aftur heim. Lag og texti eru eftir Kára og er lagið unnið með upptökumanninum Alberti Finnbogasyni.
„Maður getur nálgast ýmsar tilfinningar í gegnum tónlistina, stundum góðar stundum slæmar,“ hefur tónlistarmaðurinn áður sagt í samtali við Vísi. Kári vakti athygli fyrir útgáfu plötunnar Palm Trees In The Snow, sem kom út árið 2023 og var hann valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024.
Kári sagði það mikinn heiður þó það hefði verið yfirþyrmandi á sama tíma. Hann er nú í námi við Berklee tónlistarháskólann í Boston og um helgina, á laugardagskvöld, mun hann halda tónleika í Iðnó með hljómsveit sinni áður en hann fer aftur út til Bandaríkjanna.