„Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. janúar 2025 13:34 Ráðherrar við ríkisráðsfund á Bessastöðum í desember. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að með bréfi til forstöðumanna hjá ríkinu sé verið að svæla upp á yfirborðið allar hugmyndir þeirra sem vel þekki til í kerfinu og þannig megi fara betur með fé. Slíkar umræður eigi ekki að koma neinum á óvart. Fram kom í gær að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Bréfið var sent í framhaldi af beiðni ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um hugmyndir um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu, nú með bréfi til forstöðumanna. „Því það eru ýmsar tillögur og hugmyndir í puttanum á fólkinu sem er að vinna í stjórnsýslunni,“ segir Kristrún. Ráðherrar beini einnig sjónum sínum að möguleika á hagræðingu. „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið, hvar hugmyndirnar liggja og geta markvisst skoðað þær.“ Þá verður á allra næstu dögum skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki allar hugmyndir saman. „Svo þarf að taka pólitískar ákvarðanir í kjölfarið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er dæmi um að forstöðufólk hafi áhyggjur af hvernig þeir komi tillögunum á framfæri. Slíkar tillögur geti verið viðkvæmar. „Við erum að óska eftir eðlilegum upplýsingum. Það er ekkert óeðlilegt við það að fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafi áhuga á að vita hvar hagræðingarmöguleikar eru, hvar má betur fara með fé. Þetta er fullkomlega eðlileg umræða. Þetta snýst ekki um ákvarðanatöku.“ Ríkisstjórnin hafi ákveðið að vinna ekki hver í sínu ráðuneyti heldur vinna saman. „Með þessum hætti náum við öllum góðu hugmyndunum upp á sama borð, getum tekið heildræna umræðu, við ríkisstjórnarborðið líka, í stað þess að hver og einn sé í sínu ráðuneyti.“ Hún hafi ekki fengið nein bein viðbrögð strax enda bréfið nýsent. „Ég veit til þess að allir sem eru að vinna hjá ríkinu og því opinbera eru í sinni daglegu vinnu að gera sitt allra besta. Sums staðar vantar meira fé, annars staðar verður fólk vitni að því að það er hægt að fara betur með fé. Þetta er partur af heilbrigðri umræðu um hvernig við höldum utan um ríkisreksturinn.“ Hún segir bréfið viðbót við fyrri úttektir hjá ríkisstofnunum. „Sumar hafa verið nýttar, aðrar ekki. Þetta eru heildrænar upplýsingar sem við erum að leitast eftir. Ég legg áherslu á að útgangspunkturinn er ekki niðurskurður. Hann er hvar er hægt að fara betur með fé. Víða snýst það líka um að bæta þjónustu, bæta flæði, bæta samskipti, auka skilvirkni.“ Ný ríkisstjórn sé að taka við keflinu. „Hún ætlar ekki bara að taka við ráðuneytunum eins og þau eru í dag og spyrja fólk hvernig höfum við hingað til gert hlutina og gera þá áfram þannig. Heldur ekki þannig að hver og einn er í sínu ráðuneyti og það verður ekki samtal á milli. Nú erum við að fá aðgengi að öllum þeim upplýsingum sem eðlilegt er og svo tökum við stöðuna í framhaldinu.“ Slíkar umræður eigi sér mjög eðlilega stað í einkafyrirtækjum eins og hjá hinu opinbera og ætti því ekki að koma neinum á óvart. „Núna erum við bara að reyna að nálgast þetta með skipulegum hætti.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Fram kom í gær að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Bréfið var sent í framhaldi af beiðni ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um hugmyndir um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu, nú með bréfi til forstöðumanna. „Því það eru ýmsar tillögur og hugmyndir í puttanum á fólkinu sem er að vinna í stjórnsýslunni,“ segir Kristrún. Ráðherrar beini einnig sjónum sínum að möguleika á hagræðingu. „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið, hvar hugmyndirnar liggja og geta markvisst skoðað þær.“ Þá verður á allra næstu dögum skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki allar hugmyndir saman. „Svo þarf að taka pólitískar ákvarðanir í kjölfarið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er dæmi um að forstöðufólk hafi áhyggjur af hvernig þeir komi tillögunum á framfæri. Slíkar tillögur geti verið viðkvæmar. „Við erum að óska eftir eðlilegum upplýsingum. Það er ekkert óeðlilegt við það að fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafi áhuga á að vita hvar hagræðingarmöguleikar eru, hvar má betur fara með fé. Þetta er fullkomlega eðlileg umræða. Þetta snýst ekki um ákvarðanatöku.“ Ríkisstjórnin hafi ákveðið að vinna ekki hver í sínu ráðuneyti heldur vinna saman. „Með þessum hætti náum við öllum góðu hugmyndunum upp á sama borð, getum tekið heildræna umræðu, við ríkisstjórnarborðið líka, í stað þess að hver og einn sé í sínu ráðuneyti.“ Hún hafi ekki fengið nein bein viðbrögð strax enda bréfið nýsent. „Ég veit til þess að allir sem eru að vinna hjá ríkinu og því opinbera eru í sinni daglegu vinnu að gera sitt allra besta. Sums staðar vantar meira fé, annars staðar verður fólk vitni að því að það er hægt að fara betur með fé. Þetta er partur af heilbrigðri umræðu um hvernig við höldum utan um ríkisreksturinn.“ Hún segir bréfið viðbót við fyrri úttektir hjá ríkisstofnunum. „Sumar hafa verið nýttar, aðrar ekki. Þetta eru heildrænar upplýsingar sem við erum að leitast eftir. Ég legg áherslu á að útgangspunkturinn er ekki niðurskurður. Hann er hvar er hægt að fara betur með fé. Víða snýst það líka um að bæta þjónustu, bæta flæði, bæta samskipti, auka skilvirkni.“ Ný ríkisstjórn sé að taka við keflinu. „Hún ætlar ekki bara að taka við ráðuneytunum eins og þau eru í dag og spyrja fólk hvernig höfum við hingað til gert hlutina og gera þá áfram þannig. Heldur ekki þannig að hver og einn er í sínu ráðuneyti og það verður ekki samtal á milli. Nú erum við að fá aðgengi að öllum þeim upplýsingum sem eðlilegt er og svo tökum við stöðuna í framhaldinu.“ Slíkar umræður eigi sér mjög eðlilega stað í einkafyrirtækjum eins og hjá hinu opinbera og ætti því ekki að koma neinum á óvart. „Núna erum við bara að reyna að nálgast þetta með skipulegum hætti.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira