„Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. janúar 2025 15:01 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson vonast eftir heilsteyptari frammistöðu frá íslenska landsliðinu í handbolta en það sýndi gegn Grænhöfðaeyjum í fyrrakvöld er það mætir Kúbu í kvöld. Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti