Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 23:51 Ása Steinars er með ríflega 700 þúsund fylgjendur á TikTok, þar af marga frá Bandaríkjunum. aðsend mynd Bann við samfélagsmiðlinum TikTok tekur að óbreyttu gildi í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Íslenskur áhrifavaldur býr sig undir að tapa fjölda fylgjenda en gerir ráð fyrir að notendur streymi inn á aðra miðla í staðinn. TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira