Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2025 21:07 Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslunnar en hún er hér með lækninum Söru Líf Sigsteinsdóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá íbúum Sveitarfélagsins Voga því ný heilsugæslustöð var að opna í bæjarfélaginu en engin slík stöð hefur verið þar eftir Covid. Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga
Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent