Fótbolti

Juventus lagði AC Milan

Siggeir Ævarsson skrifar
Timothy Weah skoraði seinna mark Juventus í dag. Hér er hann í baráttu við Mikael Egil Ellertsson, leikmann Venezia.
Timothy Weah skoraði seinna mark Juventus í dag. Hér er hann í baráttu við Mikael Egil Ellertsson, leikmann Venezia. Vísir/Getty

Juventus er áfram taplaust í Seríu A á Ítalíu en liðið lagði AC Milan 2-0 í dag.

Það tók heimamenn 59 mínútur að brjóta varnarmúr Mílanómanna á bak aftur en það var Samuel Mbangula sem braut ísinn. Skömmu seinna kom varamaðurinn Timothy Weah Juventus í 2-0 og þar við sat.

Juventus hefur enn ekki tapað leik í Seríu A þegar liðið hefur leikið 21 leik. Það er þó ekki á toppi deildarinnar þar sem jafnteflin eru fleiri en sigrarnir, 13 jafntefli og átta sigurleikir en fyrir leikinn í dag hafði liðið gert þrjú jafntefli í röð.

Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 37 stig en AC Milan í því 8. með 31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×