Innlent

Vegalokanir lík­legar í Ör­æfa­sveit á morgun

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Hringvegurinn í Öræfasveit verður settur á óvissustig milli Skaftafells að vestan og Hnappavalla að austan klukkan 8 í fyrramálið vegna slæmrar veðurspár.

Líklegt er að grípa þurfi til vegalokana með stuttum fyrirvara á svæðinu vegna mikilla vinda. Gul veðurviðvörun er í gildi frá 05:00 í nótt til 12:00 á mánudag.

Vegir eru víða ófærir eða lokaðir á Vestfjörðum vegna slæmrar færðar. 

Vegur um Steingrímsfjarðarheiði er ófær sem og Dynjandisheiði. Þá er ófært um Reykhólasveit.

Þungfært er á Klettshálsi og þar er stórhríð.

Nánar á umferdin.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×