„Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. janúar 2025 21:29 Til vinstri er Ragnar Þór Egilsson eigandi bílsins og til hægri er maðurinn sem hefur síendurtekið skitið á bíl hans. Vísir Grímuklæddur maður kúkaði á bíl Ragnars Þórs Egilssonar fyrir utan heimili hans á Álfhólsvegi í dag. Þetta er í fimmta skipti á tveimur árum sem skitið hefur verið á bíl hans. Hann kveðst ekki vita hver sé að verki eða hvað gangi honum til. Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira
Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar.
Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira
Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26