Handbolti

Engar Adidas-treyjur til sölu á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kempa fær áfram auglýsingu frá Íslendingum í stúkunni þó svo strákarnir okkar spili í Adidas.
Kempa fær áfram auglýsingu frá Íslendingum í stúkunni þó svo strákarnir okkar spili í Adidas. vísir/vilhelm

Það er nú orðið ljóst að stuðningsmenn Íslands á HM, sem og á Íslandi, geta ekki keypt sér nýja landsliðsbúninginn.

HSÍ fór í samstarf við Adidas í nóvember og hefur ekki gengið að koma treyjum í sölu fyrir áhugasama. Markmið HSÍ var að ná að selja treyjur í Króatíu en það mun ekki ganga.

Von er á fjölmörgum Íslendingum til Króatíu á næstu dögum og þeir verða flestir væntanlega í Kempa-treyjunum gömlu. Þetta verður Kempa-hafið í Króatíu.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Adidas á Íslandi vegna málsins.

„Því miður náðust nýjar adidas treyjur íslenska handboltalandsliðsins ekki í sölu fyrir heimsmeistaramótið – og verða það líklega ekki heldur strax eftir mót.

Við héldum í vonina allt til þessa, í von um að eitthvað kraftaverk myndi breyta stöðunni, en því miður varð það ekki raunin.

Okkur þykir þetta mjög leitt og biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Við munum láta vita um leið og treyjurnar verða fáanlegar í sölu.

HSÍ vinnur að því að láta merkja treyjur sem sambandið á hjá sér og fara þær til Zagreb í milliriðilinn fyrir stuðningsfólk Íslands þar.

Fyrir hönd Adidas á Íslandi,

Örvar Rudolfsson“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×