Mbappé skoraði reyndar þriðja markið líka en það var dæmt af vegna rangstöðu.
„Ég virkilega ánægður,“ sagði Kylian Mbappé við Real Madrid TV eftir leikinn. ESPN segir frá.
„Ég er búinn að aðlagast liðinu núna og nú get ég spilað eins og ég vil. Ég þekki orðið liðsfélagana og þeirra persónuleika. Við erum að allir að njóta þess að spila saman,“ sagði Mbappé.
Mbappé hefur fengið talsverða gagnrýni í vetur en hann er núna búinn að skora átján mörk í öllum keppnum á fyrsta tímabili sínu með Real Madrid.
Real Madrid nýtti sér það að Atletico Madrid tapaði sínum leik og Barcelona náði bara jafntefli á móti Getafe.
„Þetta var mikilvægur leikur. Við vissum vel hvað gerðist í gær hjá Atletico og Barcelona,“ sagði Mbappé. Real Madrid lenti undir í byrjun leiks en svaraði því frábærlega og vann á endanum 4-1 sigur.
„Við vildum vinna og við unnum leikinn. Við byrjuðum samt ekki vel en svöruðu því á besta mögulegan hátt,“ sagði Mbappé.
„Við gáfum bara í, spiluðum hraðan bolta og sóttum í réttu svæðin með okkar gæðum. Við skoruðum fullt af mörkum og við erum ánægðir því við erum komnir í toppsætið,“ sagði Mbappé.