Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Talsverð snjókoma er á svæðinu og mikið hvassviðri. Á þriðja hundruð hafa þurft að rýma heimili sín.
Donald Trump sór í dag embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. Trump hyggst skrifa undir metfjölda forsetatilskipana í dag, meðal annars til að náða þá sem fengu dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið fyrir fjórum árum.
Forstjóri Landspítalans segir ljóst að þörf fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast. Skynsamlegra sé að gera ráð fyrir sjúkrahússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúabyggð, eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi.
Við verðum í beinni útsendingu frá Zagreb, þar sem strákarnir okkar mæta Slóvenum í lokaleik sínum í riðlakeppni HM í handbolta.