Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 18:05 Önnur flugbrautin er lokuð fyrir flugumferð. Vísir/Vilhelm Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur. Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur.
Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09
Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56