Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2025 14:56 Carbfix dælir koltvísýringi niður í jörðin í borholum sem þessum við Hellisheiðarvirkjun. Kolefnisbindingartæknin var þróuð þar og hefur verið notuð í meira en áratug. Vísir/Arnar Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. Viljayfirlýsing sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarsjóðs Þorlákshafnar, Carbfix, Coda Terminal og Veitna um samstarf um úttekt á forsendum uppbyggingar og reksturs kolefnisförgunarstöðvar í Ölfusi var lögð fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Tók bæjarráðið jákvætt í erindið og lýsti yfir stuðningi við viljayfirlýsinguna sem verður gerð opinber íbúum til kynningar á næstunni. Áformin fela í sér að tekið yrði á móti koltvísýringi og honum dælt niður í jörðina og bundinn þar varanlega með Carbfix-tækninni. Carbfix stefnir að því að reisa slíka stöð við Straumsvík í Hafnarfirði sem fargaði koltvísýringi sem fluttur yrði til landsins. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar en ekki frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Carbfix-tæknin var þróuð við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi þar sem um 75.000 tonnum koltvísýrings hefur verið dælt niður á vinnslusvæði virkjunarinnar frá 2012. Með þeirri aðferð hefur tekist að binda meirihluta koltvísýrings- og brennisteinslosunar frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðin í Hafnarfirði, á að geta bundið að hámarki þrjár milljónir tonna af koltvísýringi á ári þegar hún verður fullbyggð. Loftslagsmál Ölfus Sveitarstjórnarmál Hafnarmál Tengdar fréttir Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Viljayfirlýsing sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarsjóðs Þorlákshafnar, Carbfix, Coda Terminal og Veitna um samstarf um úttekt á forsendum uppbyggingar og reksturs kolefnisförgunarstöðvar í Ölfusi var lögð fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Tók bæjarráðið jákvætt í erindið og lýsti yfir stuðningi við viljayfirlýsinguna sem verður gerð opinber íbúum til kynningar á næstunni. Áformin fela í sér að tekið yrði á móti koltvísýringi og honum dælt niður í jörðina og bundinn þar varanlega með Carbfix-tækninni. Carbfix stefnir að því að reisa slíka stöð við Straumsvík í Hafnarfirði sem fargaði koltvísýringi sem fluttur yrði til landsins. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar en ekki frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Carbfix-tæknin var þróuð við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi þar sem um 75.000 tonnum koltvísýrings hefur verið dælt niður á vinnslusvæði virkjunarinnar frá 2012. Með þeirri aðferð hefur tekist að binda meirihluta koltvísýrings- og brennisteinslosunar frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðin í Hafnarfirði, á að geta bundið að hámarki þrjár milljónir tonna af koltvísýringi á ári þegar hún verður fullbyggð.
Loftslagsmál Ölfus Sveitarstjórnarmál Hafnarmál Tengdar fréttir Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50
Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50