„Þau eru bara fyrir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2025 21:41 Þórhildur er samskiptastjóri Samgöngustofu. Vísir/Samsett Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira
Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09