„Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. janúar 2025 07:01 Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills, segir að hvatann til að vilja hagræða virðist vanta hjá sumum stofnunum. Jafnvel þótt ríkið gæti grætt fjárhagslega á breytingunum. 50skills er meðal þeirra fyrirtækja sem sendi sparnaðartillögu í samráðsgátt stjórnvalda. Vísir/Einar Árnason „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. Sem vinnur við það að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að sjálfvirknivæða ferla, meðal annars með því að sjálfvirknivæða vinnuna sem felst í því að sækja og senda gögn til hins opinbera. Það er eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða og hjá öðrum virðist ekki greið leið til að koma nýjum tæknilausnum í framkvæmd. Þess vegna komast verkefni eins og vefþjónustur ekki á dagskrá, jafnvel þótt fyrirtæki og aðrar stofnanir væru tilbúnar til að greiða fyrir þjónustuna því hún sparar þeim vinnu. Sem þýðir að þótt ríkið gæti jafnvel grætt fjárhagslega á breytingunum, er samt ekki áhugi.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag fjöllum við um sparnaðartillögur til ríkistjórnarinnar og heyrum í fyrirtækjum sem hafa sent inn tillögur. Dæmi um sparnað Sparnaðartillagan sem 50skills sendi inn í samráðsgáttina snýst um að ná fram hagræðingu með því að nýta tæknina til að spara tíma. Sem Kristín segir mun fleiri stofnanir geta gert miðað við það sem nú er. Þetta þekkir 50skills vel því þar er unnið með fyrirtækjum og stofnunum að því að setja upp alls kyns sjálfvirk ferli þannig að tæknin leysi af hólmi ýmsa handavinnu. Það að gögn séu aðgengileg úr tölvukerfum er einnig mikilvæg forsenda þess að nýta nýja tækni eins og gervigreind að fullu. Tíminn sem sparast segir Kristín geta verið gífurlegan. Ekki aðeins fyrir ríkið heldur marga aðra líka! Sem dæmi nefnir Kristín. „Í hverjum mánuði fara mörg hundruð einstaklingar í fæðingarorlof. Tæknin getur auðveldlega séð um að vinnuveitandinn fái upplýsingar um fæðingarorlof starfsmanna sinna á þann hátt að launakerfið uppfærist í samræmi og svo framvegis. Það eina sem þarf er vefþjónusta sem gerir kerfum kleift að tala saman og sækja upplýsingarnar rafrænt,“ segir Kristín. „Svörin sem vinnuveitendur fá eru hins vegar: Þú þarft að fá upplýsingarnar í tölvupósti, muna að áframsenda póstinn strax á launadeildina sem þarf síðan að passa upp á að ná að færa upplýsingarnar handvirkt inn í launakerfið fyrir mánaðamót. Sem samanlagt þýðir ofboðslega mikinn tíma, villuhættu og óþarfa handavinnu hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem þurfa þessar upplýsingar þegar starfsfólkið þeirra fer í orlof.“ Fleiri dæmi má nefna. Til dæmis hvernig tæknin gæti auðveldað vinnuveitendum að sækja sakarvottorð einstaklinga gegn rafænu samþykki viðkomandi. Eða stofnanir að sækja upplýsingar til útreikninga á dagpeningum ríkisstarfsmanna. Eða fyrirtæki að sækja skuldleysisvottorð fyrirtækja, sem skila þarf með útboðsgögnum. En nú hefur ríkið tæknivæðst með mjög margt eftir að Stafrænt Ísland hóf sína starfsemi. Er þetta ekki bara í farvatninu? „Stafrænt Ísland er frábært framtak en minn skilningur er sá að Stafrænt Ísland vinni með þeim stofnunum sem leita til þeirra. Mögulega þyrfti þetta að vera á hinn veginn; Að Stafrænt Ísland sé miðlæg starfstöð sem gengur í það með stofnunum að sjálfvirknivæða ferla því stofnanirnar hafa ekki hvatann til þess að gera það sjálfar. Þannig væri hægt að forgangsraða verðmætustu verkefnunum.“ Sparnaðartillaga 50skills gengur út á að hið opinbera nýti sér tæknina til að hagræða og spara tíma. Kristín nefnir nokkur dæmi og segir oft vanta hvata hjá stofnunum til þess að sjálfvirknivæða því að þær finni ekki fyrir því að fólk sé út í bæ í marga klukkutíma að fylla út formin þeirra á netinu.Vísir/Einar Árnason Einkageirinn á fleygiferð Kristín, sem sjálf er hugbúnaðar- og iðnaðarverkfræðingur, segir íslenskt atvinnulíf afar metnaðarfullt þegar kemur að því að nýta sér þá hagræðingu sem tæknilausnir feli í sér. Hraðinn sé mikill í heimi tækniþróunar og nýsköpunar, ekki síst nú þegar gervigreindin er komin til sögunnar. „Helstu verkefnin okkar núna eru að aðstoða fyrirtæki að sjálfvirknivæða ferlana sína með gervigreind. Það getur til dæmis falist mikill tímasparnaður í því að nýta gervigreindina til að yfirfara upplýsingar, útbúa skjöl og svo framvegis,“ segir Kristín en bætir við: „Núna eru líka margir að hugsa um rekjanleika gervigreindarinnar. Þannig að notendur sjái hvar og hvernig hún var notuð, geti sjálfir áttað sig á því hvað leiddi til þess að gervigreindin komst að ákveðinni niðurstöðu og þá aðlagað eða breytt leiðbeiningum gervigreindarinnar ef eitthvað á að vera öðruvísi.“ Allt snúist þetta um að spara í rekstri með því að spara tíma. En er þetta sparnaður fyrir ríkið eða er þetta sparnaðartillaga þar sem þið eruð bara að plögga ykkur sjálf? „Nei reyndar ekki,“ svarar Kristín og hlær. „Við sendum inn aðra tillögu sem er meira plögg fyrir notkun 50skills hjá ríkinu en sú tillaga var ekki birt opinberlega. Þessi tillaga felur í sér mjög mikla hagræðingu fyrir ríkið sem og aðra. Þetta vitum við vegna þess að við erum svo oft að rekast á veggi þegar við erum að vinna fyrir fyrirtæki og aðrar stofnanir, sem þurfa að sækja eða senda gögn til hins opinbera.“ En hvað veldur því að einkageirinn og vissar stofnanir eru með tæknimálin í forgangi, á meðan aðrar stofnanir eru það augljóslega ekki? Kristín veltir upp nokkrum líklegum skýringum. Til dæmis eru margar stofnanir fastar í gömlum og þungum kerfum því of lengi hefur ríkið látið smíða kerfin frá grunni. Þetta myndi einkageirinn aldrei gera enda mun hagkvæmara að nota kerfi sem aðrir sérhæfðari aðilar hafa smíðað og þróað. Sem betur fer hefur orðið breyting á þessari stefnu hjá ríkinu en gömlu kerfin eru ennþá til staðar.“ Annað dæmi sé þekking. „Það er líklegt að hjá minni stofnunum vanti tækniteymi og það skýri að hluta hvers vegna þessi mál komast ekki á dagskrá.“ Loks er það sá þáttur sem oftast er stærsta hindrunin á endanum: Ég held að hluti vandans felist einfaldlega í hvatanum til að breyta, því stofnanirnar finna ekki fyrir því að fyrirtæki út í bæ séu með manneskju að eyða mörgum klukkustundum á mánuði í að fylla út form hjá þeim á netinu.“ Kristín segir að gagnsæi verkefna hjá stofnunum myndi gera mikið og þá helst að það væri þannig að fólk gæti séð með auðveldum hætti hvaða verkefni eru ofar á forgangslistanum sem réttlæta að ekki er verið að vinna í þessum málum. Vísir/Einar Árnason Ekkert af ofangreindu sé þó óvinnandi vegur að leysa úr. Gagnsæi myndi gera mikið og ég myndi þá vilja hafa það þannig að ef þessi verkefni eru ekki ofarlega á blaði, ætti maður auðvelt með að sjá hver skýringin væri á því; Hvaða verkefni væru ofar á forgangslistanum sem réttlæta það að ekki er verið að vinna að þessum málum.“ Því aftur nefnir Kristín að kostnaðurinn getur ekki verið fyrirstaðan. „Það er sjálfsagt að bjóða fyrirtækjum og stofnunum að greiða einhverskonar gjald eða áskrift fyrir tæknilausnir gegn því að þær fari ofar í forgangsröðunina, líkt og tíðkast hjá einkafyrirtækjum. Að sækja gögn með vefþjónustu sparar einfaldlega svo mikinn tíma fyrir fyrirtæki og aðrar stofnanir að oft er það vel þess virði að greiða fyrir það.“ Hvaða væntingar hefur þú til ríkistjórnarinnar hvað varðar þessar sparnaðartillögur sem fólk og fyrirtæki hafa nú sent inn? „Ég vona náttúrulega bara að þær verði yfirfarnar af alvöru og forgangsraðað miðað við hagræðinguna sem þær skila og hversu raunhæfar þær eru í framkvæmd. Síðan myndi ég vilja sjá áætlun með tímalínum um hvenær ætti að ráðast í þær tillögur sem verða valdar og auðvitað fylgist ég spennt með hvar okkar tillaga fer á listann.“ Tækni Stjórnun Stjórnsýsla Nýsköpun Tengdar fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. 22. janúar 2025 07:02 „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Það er mikilvægt að detta ekki ofan í þá gryfju að ein leið hentar öllum; þetta snýst allt um fólk og ef þau eru að skila sínum verkefnum vel, eru að vinna vel með sínu teymi og öll eru sátt við vinnuumhverfið, þá er markmiðinu náð,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. 17. janúar 2025 07:02 „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00 Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara „Ég segi oft að ég hafi verið í tuttugu ár hjá fjárfestingabönkum en síðan farið að vinna í raunhagkerfinu,“ segir Hrafn Árnason stofnandi og meðeigandi Skara ráðgjöf. Sumsé: Hrafn er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. 9. janúar 2025 07:01 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sem vinnur við það að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að sjálfvirknivæða ferla, meðal annars með því að sjálfvirknivæða vinnuna sem felst í því að sækja og senda gögn til hins opinbera. Það er eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða og hjá öðrum virðist ekki greið leið til að koma nýjum tæknilausnum í framkvæmd. Þess vegna komast verkefni eins og vefþjónustur ekki á dagskrá, jafnvel þótt fyrirtæki og aðrar stofnanir væru tilbúnar til að greiða fyrir þjónustuna því hún sparar þeim vinnu. Sem þýðir að þótt ríkið gæti jafnvel grætt fjárhagslega á breytingunum, er samt ekki áhugi.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag fjöllum við um sparnaðartillögur til ríkistjórnarinnar og heyrum í fyrirtækjum sem hafa sent inn tillögur. Dæmi um sparnað Sparnaðartillagan sem 50skills sendi inn í samráðsgáttina snýst um að ná fram hagræðingu með því að nýta tæknina til að spara tíma. Sem Kristín segir mun fleiri stofnanir geta gert miðað við það sem nú er. Þetta þekkir 50skills vel því þar er unnið með fyrirtækjum og stofnunum að því að setja upp alls kyns sjálfvirk ferli þannig að tæknin leysi af hólmi ýmsa handavinnu. Það að gögn séu aðgengileg úr tölvukerfum er einnig mikilvæg forsenda þess að nýta nýja tækni eins og gervigreind að fullu. Tíminn sem sparast segir Kristín geta verið gífurlegan. Ekki aðeins fyrir ríkið heldur marga aðra líka! Sem dæmi nefnir Kristín. „Í hverjum mánuði fara mörg hundruð einstaklingar í fæðingarorlof. Tæknin getur auðveldlega séð um að vinnuveitandinn fái upplýsingar um fæðingarorlof starfsmanna sinna á þann hátt að launakerfið uppfærist í samræmi og svo framvegis. Það eina sem þarf er vefþjónusta sem gerir kerfum kleift að tala saman og sækja upplýsingarnar rafrænt,“ segir Kristín. „Svörin sem vinnuveitendur fá eru hins vegar: Þú þarft að fá upplýsingarnar í tölvupósti, muna að áframsenda póstinn strax á launadeildina sem þarf síðan að passa upp á að ná að færa upplýsingarnar handvirkt inn í launakerfið fyrir mánaðamót. Sem samanlagt þýðir ofboðslega mikinn tíma, villuhættu og óþarfa handavinnu hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem þurfa þessar upplýsingar þegar starfsfólkið þeirra fer í orlof.“ Fleiri dæmi má nefna. Til dæmis hvernig tæknin gæti auðveldað vinnuveitendum að sækja sakarvottorð einstaklinga gegn rafænu samþykki viðkomandi. Eða stofnanir að sækja upplýsingar til útreikninga á dagpeningum ríkisstarfsmanna. Eða fyrirtæki að sækja skuldleysisvottorð fyrirtækja, sem skila þarf með útboðsgögnum. En nú hefur ríkið tæknivæðst með mjög margt eftir að Stafrænt Ísland hóf sína starfsemi. Er þetta ekki bara í farvatninu? „Stafrænt Ísland er frábært framtak en minn skilningur er sá að Stafrænt Ísland vinni með þeim stofnunum sem leita til þeirra. Mögulega þyrfti þetta að vera á hinn veginn; Að Stafrænt Ísland sé miðlæg starfstöð sem gengur í það með stofnunum að sjálfvirknivæða ferla því stofnanirnar hafa ekki hvatann til þess að gera það sjálfar. Þannig væri hægt að forgangsraða verðmætustu verkefnunum.“ Sparnaðartillaga 50skills gengur út á að hið opinbera nýti sér tæknina til að hagræða og spara tíma. Kristín nefnir nokkur dæmi og segir oft vanta hvata hjá stofnunum til þess að sjálfvirknivæða því að þær finni ekki fyrir því að fólk sé út í bæ í marga klukkutíma að fylla út formin þeirra á netinu.Vísir/Einar Árnason Einkageirinn á fleygiferð Kristín, sem sjálf er hugbúnaðar- og iðnaðarverkfræðingur, segir íslenskt atvinnulíf afar metnaðarfullt þegar kemur að því að nýta sér þá hagræðingu sem tæknilausnir feli í sér. Hraðinn sé mikill í heimi tækniþróunar og nýsköpunar, ekki síst nú þegar gervigreindin er komin til sögunnar. „Helstu verkefnin okkar núna eru að aðstoða fyrirtæki að sjálfvirknivæða ferlana sína með gervigreind. Það getur til dæmis falist mikill tímasparnaður í því að nýta gervigreindina til að yfirfara upplýsingar, útbúa skjöl og svo framvegis,“ segir Kristín en bætir við: „Núna eru líka margir að hugsa um rekjanleika gervigreindarinnar. Þannig að notendur sjái hvar og hvernig hún var notuð, geti sjálfir áttað sig á því hvað leiddi til þess að gervigreindin komst að ákveðinni niðurstöðu og þá aðlagað eða breytt leiðbeiningum gervigreindarinnar ef eitthvað á að vera öðruvísi.“ Allt snúist þetta um að spara í rekstri með því að spara tíma. En er þetta sparnaður fyrir ríkið eða er þetta sparnaðartillaga þar sem þið eruð bara að plögga ykkur sjálf? „Nei reyndar ekki,“ svarar Kristín og hlær. „Við sendum inn aðra tillögu sem er meira plögg fyrir notkun 50skills hjá ríkinu en sú tillaga var ekki birt opinberlega. Þessi tillaga felur í sér mjög mikla hagræðingu fyrir ríkið sem og aðra. Þetta vitum við vegna þess að við erum svo oft að rekast á veggi þegar við erum að vinna fyrir fyrirtæki og aðrar stofnanir, sem þurfa að sækja eða senda gögn til hins opinbera.“ En hvað veldur því að einkageirinn og vissar stofnanir eru með tæknimálin í forgangi, á meðan aðrar stofnanir eru það augljóslega ekki? Kristín veltir upp nokkrum líklegum skýringum. Til dæmis eru margar stofnanir fastar í gömlum og þungum kerfum því of lengi hefur ríkið látið smíða kerfin frá grunni. Þetta myndi einkageirinn aldrei gera enda mun hagkvæmara að nota kerfi sem aðrir sérhæfðari aðilar hafa smíðað og þróað. Sem betur fer hefur orðið breyting á þessari stefnu hjá ríkinu en gömlu kerfin eru ennþá til staðar.“ Annað dæmi sé þekking. „Það er líklegt að hjá minni stofnunum vanti tækniteymi og það skýri að hluta hvers vegna þessi mál komast ekki á dagskrá.“ Loks er það sá þáttur sem oftast er stærsta hindrunin á endanum: Ég held að hluti vandans felist einfaldlega í hvatanum til að breyta, því stofnanirnar finna ekki fyrir því að fyrirtæki út í bæ séu með manneskju að eyða mörgum klukkustundum á mánuði í að fylla út form hjá þeim á netinu.“ Kristín segir að gagnsæi verkefna hjá stofnunum myndi gera mikið og þá helst að það væri þannig að fólk gæti séð með auðveldum hætti hvaða verkefni eru ofar á forgangslistanum sem réttlæta að ekki er verið að vinna í þessum málum. Vísir/Einar Árnason Ekkert af ofangreindu sé þó óvinnandi vegur að leysa úr. Gagnsæi myndi gera mikið og ég myndi þá vilja hafa það þannig að ef þessi verkefni eru ekki ofarlega á blaði, ætti maður auðvelt með að sjá hver skýringin væri á því; Hvaða verkefni væru ofar á forgangslistanum sem réttlæta það að ekki er verið að vinna að þessum málum.“ Því aftur nefnir Kristín að kostnaðurinn getur ekki verið fyrirstaðan. „Það er sjálfsagt að bjóða fyrirtækjum og stofnunum að greiða einhverskonar gjald eða áskrift fyrir tæknilausnir gegn því að þær fari ofar í forgangsröðunina, líkt og tíðkast hjá einkafyrirtækjum. Að sækja gögn með vefþjónustu sparar einfaldlega svo mikinn tíma fyrir fyrirtæki og aðrar stofnanir að oft er það vel þess virði að greiða fyrir það.“ Hvaða væntingar hefur þú til ríkistjórnarinnar hvað varðar þessar sparnaðartillögur sem fólk og fyrirtæki hafa nú sent inn? „Ég vona náttúrulega bara að þær verði yfirfarnar af alvöru og forgangsraðað miðað við hagræðinguna sem þær skila og hversu raunhæfar þær eru í framkvæmd. Síðan myndi ég vilja sjá áætlun með tímalínum um hvenær ætti að ráðast í þær tillögur sem verða valdar og auðvitað fylgist ég spennt með hvar okkar tillaga fer á listann.“
Tækni Stjórnun Stjórnsýsla Nýsköpun Tengdar fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. 22. janúar 2025 07:02 „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Það er mikilvægt að detta ekki ofan í þá gryfju að ein leið hentar öllum; þetta snýst allt um fólk og ef þau eru að skila sínum verkefnum vel, eru að vinna vel með sínu teymi og öll eru sátt við vinnuumhverfið, þá er markmiðinu náð,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. 17. janúar 2025 07:02 „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00 Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara „Ég segi oft að ég hafi verið í tuttugu ár hjá fjárfestingabönkum en síðan farið að vinna í raunhagkerfinu,“ segir Hrafn Árnason stofnandi og meðeigandi Skara ráðgjöf. Sumsé: Hrafn er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. 9. janúar 2025 07:01 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. 22. janúar 2025 07:02
„Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Það er mikilvægt að detta ekki ofan í þá gryfju að ein leið hentar öllum; þetta snýst allt um fólk og ef þau eru að skila sínum verkefnum vel, eru að vinna vel með sínu teymi og öll eru sátt við vinnuumhverfið, þá er markmiðinu náð,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. 17. janúar 2025 07:02
„Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00
Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara „Ég segi oft að ég hafi verið í tuttugu ár hjá fjárfestingabönkum en síðan farið að vinna í raunhagkerfinu,“ segir Hrafn Árnason stofnandi og meðeigandi Skara ráðgjöf. Sumsé: Hrafn er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. 9. janúar 2025 07:01
Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02