Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. janúar 2025 06:53 Margir leigjendur virðast frekar vilja búa annars staðar. Fimmti hver leigjandi á leigumarkaði býr í hverfi eða á stað þar sem viðkomandi myndi helst ekki kjósa að búa á. Meðal leigjenda með tvö börn eða fleiri er hlutfallið 30 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að meðal húseigenda sé hlutfallið aðeins sjö prósent, sem bendi til þess að framboð á hentugu leiguhúsnæði sé mun takmarkaðra en framboð á húsnæði til eignar. Um helmingur leigjenda telur líklegt að hann skipti um húsnæði á næstu tólf mánuðum. Kaupþrýstingur er enn mikill á fasteignamarkaði þrátt fyrir að margar íbúðir séu til sölu, segir í samantekt um mánaðarskýrsluna. Tæplega 900 kaupsamningum var þinglýst í nóvember, samanborið við 950 í október. Um 15,5 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði í mánuðinum en hlutfallið var um tíu prósent árið 2019 þegar framboð var álíka mikið og nú. Líkt og greint var frá í síðustu mánaðarskýrslu er áætlað að á landinu séu yfir 10 þúsund tómar íbúðir, það er að segja íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um fasta búsetu. HMS er komin í samstarf við 25 sveitarfélög til að fá betri yfirsýn yfir umrætt húsnæði og benda fyrstu niðurstöður til þess að stór hluti íbúðanna sé nýttur sem orlofshús eða í gististarfsemi. „Tæplega þrjár af hverjum fjórum íbúðum sem HMS metur sem tómar í Dalabyggð eru nýttar sem orlofshús, en í Grýtubakkahreppi er tæplega helmingur slíkra íbúða nýttur sem orlofshús. Orlofshús nema aftur á móti fimmtungi af metnum heildarfjölda tómra íbúða í Langanesbyggð og um þriðjungur í Mýrdalshreppi,“ segir í samantekt HMS. Húsnæðismál Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að meðal húseigenda sé hlutfallið aðeins sjö prósent, sem bendi til þess að framboð á hentugu leiguhúsnæði sé mun takmarkaðra en framboð á húsnæði til eignar. Um helmingur leigjenda telur líklegt að hann skipti um húsnæði á næstu tólf mánuðum. Kaupþrýstingur er enn mikill á fasteignamarkaði þrátt fyrir að margar íbúðir séu til sölu, segir í samantekt um mánaðarskýrsluna. Tæplega 900 kaupsamningum var þinglýst í nóvember, samanborið við 950 í október. Um 15,5 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði í mánuðinum en hlutfallið var um tíu prósent árið 2019 þegar framboð var álíka mikið og nú. Líkt og greint var frá í síðustu mánaðarskýrslu er áætlað að á landinu séu yfir 10 þúsund tómar íbúðir, það er að segja íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um fasta búsetu. HMS er komin í samstarf við 25 sveitarfélög til að fá betri yfirsýn yfir umrætt húsnæði og benda fyrstu niðurstöður til þess að stór hluti íbúðanna sé nýttur sem orlofshús eða í gististarfsemi. „Tæplega þrjár af hverjum fjórum íbúðum sem HMS metur sem tómar í Dalabyggð eru nýttar sem orlofshús, en í Grýtubakkahreppi er tæplega helmingur slíkra íbúða nýttur sem orlofshús. Orlofshús nema aftur á móti fimmtungi af metnum heildarfjölda tómra íbúða í Langanesbyggð og um þriðjungur í Mýrdalshreppi,“ segir í samantekt HMS.
Húsnæðismál Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira