Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar 23. janúar 2025 12:00 Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun