Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar 23. janúar 2025 12:00 Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun