Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2025 08:00 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist ekki fara á taugum þótt fylgi Framsóknarflokksins sé mjög lítið þessa dagana. Árangur flokksins í borginni muni skila sér að lokum í auknu fylgi. Vísir/Rax Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. Áður en Einar leiddi flokkinn til stórsigurs í borgarstjórnarkosningunum 2022, hafði Framsókn átt langa eyðimerkurgöngu í borginni. Flokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða 2014 og 3,2 prósent 2018 og engan kjörinn borgarfulltrúa. Undir forystu Einars fékk flokkurinn hins vegar 18,7 prósent í kosningunum 2022 og fjóra borgarfulltrúa sem nú hefur fært Einari borgarstjórastólinn. Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum aþingiskosningum og missti átta þingmenn af þrettán, þar af þrjá fyrrverandi ráðherra. Næsta landsþing flokksins á ekki að fara fram fyrr en árið 2026 en einhverjir hafa kallað eftir því að miðstjórn sem kemur skaman bráðlega ákveði að flýta landsþinginu. Finnst þér kominn tími til að skipta um fólk í forystuliði Framsóknarflokksins? „Ég treysti Sigurði Inga vel til að gegna formannsembættinu og forystunni allri.“ Þú ert ekki að hugsa um að bjóða þig fram til formanns? „Nei, ég hef nóg með mitt í borginni. Ég held að það skipti máli að formaðurinn sé á þingi. Tel að það sé lang farsælast,“ sagði Einar í Samtalinu. Fólk væri nú að átta sig á að Framsóknarflokkurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi misst mjög öflugt fólk af Alþingi. Ásmund Einar ráðherra barnamála og menntamála og Lilju menningar- og viðskiptaráðherrann í Reykjavík og svo heilbrigðisráðherrann fyrrverandi Willum Þór í Suðvesturkjördæmi. Fólk í sjokki „Ég fer hér um borgina og fólk er í smá sjokki. Við misstum þarna ansi öflugt fólk. Nú þarf flokkurinn að fara í þá vinnu og sem formaðurinn er að gera núna, að fara um allt land og eiga samtal við flokksfólk og íbúa um hvað gerðist. Af hverju náðum við ekki eyrum kjósenda. Það er vinnan núna,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt könnun Maskínu frá í nóvember var fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík komið niður í þrjú prósent, sem er ansi langt frá þeim 18,7 prósentum sem hann fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hvað þarf að gera, sumir hvísla því að þú hugleiðir að sprengja meirihlutasamstarfið og sért farinn að horfa til Sjálfstæðisflokksins? „Nei, nei það þýðir ekkert að fara á taugum. Þetta fer bara eftir málefnunum og hvaða árangri við erum að ná,“ segir Einar. Meirihlutinn með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum muni halda út kjörtímabilið. „Fylgi á miðju kjörtímabili getur sveiflast mjög mikið. Auðvitað er það áhyggjuefni að við séum ekki að mælast hátt. Ég sá traustmælingar í einhverri könnun. Þar voru fleiri sem treysta mér og eru ánægðir með mín störf heldur en síðasta borgarstjóra. En í grunninn snýst þetta bara um verkefnin, að ná þeim árangri sem við lofuðum í kosningabaráttunni,“ segir borgarstjóri. Tekið til í rekstri borgarinnar Einar segir hann og Framsókn hafa lofað að taka til í rekstri borgarinnar. Það hafi tekist á því eina ári sem liðið væri frá því hann tók við sem borgarstjóri. Nú væri borgin að skila afgangi. Einar segir marga hafi haldið að sér höndum á húsnæðismarkaði undanfarna 18 mánuði vegna vaxtastigsins.Vísir/RAX „Við erum líka að berjast á húsnæðismarkaði þar sem byggingarhraðinn hefur dregist mjög mikið saman vegna vaxtastigsins. Það héldu allir að sér höndum síðustu átján mánuði og það er hrikalega alvarlegt. Þess vegna erum við að reyna að finna nýjar leiðir til að bæta úr því,“ segir borgarstjóri. Hann hafi trú á að það muni takast á þessu ári og næsta. Það ætti einnig við um leik- og grunnskólamálin þar sem unnið væri að því að brúa bilið á skólastigum. „Við errum að finna upp á nýjum lausnum til að mæta væntingum foreldra. Við erum að leita út fyrir borgarkerfið, leita eftir samstarfi við aðila. Efla dagforeldrakerfið. Við erum að gera nákvæmlega það sem við sögðumst ætla að gera,“ segir Einar. Er annar andi í borgarstjórn eftir að Dagur fór, var hann orðinn heimavanur þar eftir tuttugu og þrjú ár? „Hann fór nú bara á þriðjudaginn og það er fimmtudagur,“ svarar Einar sposkur en vissulega eru að verða tveir mánuðir frá kosningum til Alþingis þar sem Dagur náði kjöri. „Það var viðbúið að hann væri að fara. Það hefur verið mjög gott að starfa með Degi. Farsælt og gott samstarf við hann. Hann er lunkinn í samskiptum í sínum meirihluta. Þótt andstæðingarnir séu ekki alltaf ánægðir með hann þá er hann góður í samskiptum og ég óska honum velfarnaðar á Alingi,“ segir Einar. Stefnir þú á að leiða Framsóknarflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum eða horfir þú eins og sumir til þings? „Ég geri ráð fyrir því að bjóða mig aftur fram. Mér finnst þetta starf það skemmtilegasta sem ég hef nokkru sinni gert og ég tel að við séum að ná góðum árangri. Þótt við séum ekki alveg að ná í gegn með það og fylgiskannanir séu eins og þær eru. Þá hef ég trú á að við séum að gera rétta hluti fyrir Reykjavík,“ segir Einar. Vill ekki safna stórum hópi hælisleitenda á einn stað Einar segist fyrst hafa heyrt af vandræðagangi með vistun hælilsleitenda í JL-húsinu í fjölmiðlum eftir að leyfi skipulagsfulltrúa var fellt úr gildi. Þá voru sextíu konur í hælisleit þegar fluttar í húsið. Það hafi verið Vinnumálastofnun fyrir hönd ríkisins sem staðið hafi að þessu úrræði fyrir hælilsleitendur. „Það er ríkið sem tekur þá ákvörðun í raun og veru að koma upp þessu úrræði sem er fjölmennt. Þetta eru hátt í fjögurhundruð einstaklingar. Konur með börn og fleiri. Ég hef haft áhyggjur af því að þetta sé svona stórt samfélag þarna af fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Sú ákvörðun var tekin alveg án samráðs við Reykjavíkurborg,“ segir borgarstjóri. Málið hafi ekki komið beint inn á hans borð en honum skiljist að það sem snúið hafi að skipulagsfulltrúa borgarinnar varði fyrirhugaðar breytingar á húsinu innandyra. Hvort þær væru háðar leyfum og svo framvegis. „Stóra málið sem mér finnst að við ættum að tala um er hvort það sé skynsamlegt að setja hátt í fjögur hundruð hælisleitendur á þennan blett. Í þessu sama húsi erum við einnig með úrræði fyrir konur með fjölþættan vanda. Sem glíma við fíkn og geðræn vandamál. Þannig að það er ekki sjálfgefið að þetta sé skynsamleg leið,“ sagði Einar í Samtalinu. Einar telur ekki heppilegt að koma allt að 400 hælisleitendum fyrir á einum stað í JL-húsinu í bland við aðra þjónustu sem þar er rekin. Það þurfi að huga að skólamálum barna hælisleitenda og fleiri atriðum og standa almennt vel að aðbúnaði þeirra.Vísir/RAX Þróunin sýndi að það væri að fækka í hópi hælisleitenda vegna þess að verið væri að senda fólk úr landi og taka á móti færri. Hann hefði því viljað sjá færri einstaklinga á þessum stað. Borgarskipulagið gengi út á félagslega blöndun. „Það sé ekki þannig að þeim efnaminni og þeim sem eru í viðkvæmri stöðu væri hrúað á einn stað. Ég hef áhyggjur af þessu,“ segir Einar. Borgin hafi komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri við ráðuneyti og Vinnumálastofnun. „Það er okkar almenna afstaða að við viljum að það sé vel hlúð að fólki í viðkvæmri stöðu. Hælisleitendur hafa komið hingað um langan veg og það er kannski ekki skynsamlegt að búa til svona stórt úrræði á þessum stað. Án þess að eiga ítarlegt samtal við borgina um hvernig börnin sem eru þarna með í för rúmist inn í skólunum, leik- og grunnskólum. Að það sé til staðar öll félagsleg þjónusta og allt sem þarf, það fari vel um fólk og því líði vel,“ segir Einar. Hann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri og líti svo á að málið væri enn í vinnslu. „Ég hef líka heyrt í nágrönnum sem hafa einnig áhyggjur af þessu. Ekki vegna þess að neinum sé illa við þennan hóp. Þvert á móti viljum við standa vel að móttöku fólks sem er að leita hér að skjóli og ég er ekki viss um að rétta leiðin sé að búa til svona stórt úrræði,“ segir borgarstjóri. Reiðin er ekki góður húsbóndi Einar lýsir einnig miklum áhyggjum á stöðunni í kjaradeilu kennara sem staðið hefur mánuðum saman og er algerlega komin í strand. Ríkissáttasemjari lýsti því yfir á fimmtudag að hann sæi ekki ástæðu til frekari fundarhalda í deilunni og framundan eru boðaðar verkfallsaðgerðir í völdum leik- og grunnskólum. Sýnist þér að kennarar séu að fara fram á hluti sem ekki er hægt að verða við? „Ég hef heyrt frá samningaborðinu að það sé dálítið erfitt að átta sig á kröfum kennara þar til alveg nýlega. Þetta er grafalvarlegt mál. Við sáum hvaða áhrif verkföllin fyrir jól höfðu. Vöktu upp mikla reiði hjá foreldrum. Það er líka mikil reiði í kennarastéttinni. Þetta er bara vont ástand. Reiðin er ekki góður húsbóndi segir máltækið. Nú, ef það yrði gengið að kröfum kennara er alveg viðbúið að þeir samningar sem hafa verið gerðir undanfarin misseri myndu rakna upp,“ segir Einar. Samningar á almenna vinnumarkaðnum og við stærstan hluta opinberra starfsmanna hefðu miðað við hófsamar launahækkanir til að ná niður vöxtum og verðbólgu. Staðan væri því mjög snúin. „Ég skora á samninganefndirnar að reyna að ná lausn í þessu máli.“ Kennarar hafa fyllt Háskólabíó á baráttufundum og engan bilbug á þeim að finna.Vísir/Anton Brink Kjaradeila kennara á meðal annars rætur að rekja til þess þegar lífeyriskjör opinberra starfsmanna voru samræmd lífeyriskjörum á almennum vinnumarkaði árið 2016. Þá gaf ríkið þau fyrirheit að unnið yrði að jöfnun launakjara á næstu tíu áru. Samkvæmt heimildum krefjast kennarar þess að laun þeirra hækki um tugi prósenta á samningstíma nýrra samninga. Ert þú að heyra svona tölur, svona stórt stökk? „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerist við samningaborðið. Ég sit ekki við það og held að það sé mikilvægt að þeir sem eru í jaðrinum á þessu máli gæti orða sinna. Treysti því að það sé raunverulega verið að reyna að ná samningi. Að menn séu tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til þess. Hvað varðar launajöfnun milli markaða þá þarf að finna leiðina til að meta þessi störf og samningsaðilar verða að finna hana,“ segir borgarstjóri. Hann hefði hins vegar áhyggjur af stöðu kennarastéttarinnar og það væru of fáir sem horfi á kennslu sem framtíðarstarf og það vantaði fleiri kennara. „Við verðum að búa þannig um þeirra starfsaðstæður og kjör að þeim líði vel í starfi. Aðeins þannig getum við búið til gott menntakerfi, náð meiri árangri og öllu því sem við höfum verið að fjalla um á síðustu árum.“ Aftur á móti yrði það grafalvarlegt mál ef verkföll skelli á um mánaðamótin. Samfélagið þoli það augljóslega ekki að kennarar fari í verkfall vikum og jafnvel mánuðum saman. Hann vilji spara stóru orðin þegar talið berst að þeim möguleika að deilan verði sett í farveg með lagasetningu. „Börn eiga rétt á að fara í skóla og fólk hefur einnig rétt til að semja um sín laun. Ábyrgðin er núna niðri í Karphúsi, hjá viðsemjendum okkar.“ Verkföll kennara ekki sanngjörn Foreldrar minntu reglulega á sig í Ráðhúsinu þegar síðustu verkföll kennara stóðu yfir í undir lok síðasta árs. Nú hefur hópur foreldra boðað málaferli gegn Kennarasambandinu vegna þess ójafnræðis sem felst í því að verkfallsaðgerðir beinist einungis gegn tilteknum leik- og grunnskólum. Sýnist þér vera rök fyrir þeim málflutningi, það sé verið að mismuna börnum? „Ég hitti foreldra sem urðu fyrir verkföllum fyrir jól sem var mjög þungt í brjósti yfir því hvernig verkföllin voru útfærð fyrir jól. Bara einn og einn leikskóli var valinn og aðrir sigldu einhvern veginn í gegnum vikurnar án þess að finna nokkuð fyrir þessu. Ég held að fólk hafi upplifað mikið óréttlæti í þessu og það var alveg skiljanlegt. Það var ekki sanngjarnt hvernig þessi verkföll voru framkvæmd. Það væri þá réttara að fara í allsherjarverkfall. Þá bitnar þetta á öllum jafnt,“ segir borgarstjóri. Hann ætli aftur á móti ekki að segja verkalýðshreyfingunni hvernig hún eigi að haga sinni launabaráttu. Hann styðji að kjör- og starfsaðstæður kennara verði bætt. Best færi á því að deilan verði leyst við samningaborðið. Borgarstjóri segir ekki sanngjarnt hvernig verkfallsaðgerðir kennara komi mismunandi niður á fólki.Vísir/RAX Kjör- og starfsaðstæður kennara, sérstaklega í leikskólakerfinu, hafi verið bætt á síðasta kjörtimabili og hann ætli ekki að eigna sér það. „Það skilaði hins vegar ekki mikilli nýliðun í leikskólakennarastéttina,“ segir Einar. Borgin hafi komið snemma með yfirlýsingu inn í síðustu almennu kjaraviðræður um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum til að greiða fyrir samningum á hófsömum nótum. „Við erum líka að verja miklum fjármunum í gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem gagnast öllum heimilum sem eiga börn í grunnskólnum. Þannig að við höfum verið að leggja okkur fram um að styðja kjarasamninga á þessum hófsömu nótum til að við náum niður vöxtunum og verðbólgunni. Því það er langmesta kjarabótin fyrir heimilisbókhaldið,“ segir borgarstjóri. Lilja Alfreðsdóttir hafi sem ráðherra menntamála beitt sér fyrir átaki í kennaranáminu sem hafi skilað sér í fjölgun umsókna í kennaranámið. Núverandi stjórnvöld ættu að halda því starfi áfram og stuðla að áframhaldandi sókn í kennaranámið. „Kennarar eru grundvallarstétt í landinu. Við verðum að hafa fagmenntað fólk í þessum störfum.“ Skeytasendingar um skógarhögg í Öskjuhlíð Undanfarna viku eða svo hefur sprottið upp deila milli Reykjavíkurborgar og Ísavia um tré á tilteknu svæði í Öskjuhlíð. Ísavía gefur í skyn að borgin hafi ekki staðið við að fella tré sem orðin væru of há fyrir aðflug að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar en borgin segist hafa staðið við sitt. Deilan fer ýmist fram með bréfasendingum og skeytasendingum í fjölmiðlum. Er þetta hluti af því að hálfu borgarinnar að draga úr umfangi Reykjavíkurfklugvallar? „Nei alls ekki. Reykjavíkurflugvöllur er þar sem hann er og verður hér í Reykjavík um ókomna tíð,“ segir. Einar. Gerð hafi verið skýrsla um Hvassahraun og þótt fýsilegt að flytja flugvallarstarfsemina þangað út frá veðurfarsskilyrðum. Síðan hafi eldgos hafist á Reykjanesi og nú væri verið að vinna áhættumat fyrir allt höfuðborgarsvæðið. „Á meðan það er þessi óvissa varðandi jarðhrærirnar á Reykjanesskaganum skil ég vel að það sé enginn áhugi á að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Þannig að Reykjavíkurflugvöllur er lykilsamgöngumannvirki fyrir landsmenn alla. Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér eigum við að vernda flugvöllinn og tryggja að hann sé í fullum rekstri þangað til búið er að byggja annan flugvöll einhvers staðar annars staðar. Ef það verður einhvern tíma að því,“ segir Einar. Hér er horft úr suðri til norðurs eftir aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar sem mest er notuð. Fyrir miðri mynd sést hvar austur-vestur flugbrautin sker aðalflugbrautina og hluti skógarins í Öskjuhlíð er til hægri á myndinni.Vísir/Vilhelm „Það sem ég hef sagt um þessi tré er að við fellum þau tré sem þarf til að tryggja öryggi. Við höfum gert það, nú bara síðast í september samkvæmt þeim viðmiðunum sem við höfum gert á undanförnum árum varðandi tré sem vaxið hafa upp í þennan aðflugsgeira,“ segir borgarstjóri. Síðan berist bréf frá Ísavia þar sem farið væri fram á miklu umfangsmeira skógarhögg en áður og þá út frá nýjum viðmiðunum. Standa verði rétt að málum svo borgin verði ekki kærð „Ég hef ekki alveg fengið rök fyrir þessum nýju viðmiðunum, þessu nýja mati.“ Reykjavíkurborg væri stjórnvald sem þyrfti að byggja ákvarðanir á lögum og reglum. Það væri hverfisvernd á þessum trjám og svæðið skilgreint sem borgargarður. „Til þess að við fáum ekki á okkur kærur frá einhverju öðru stjórnvaldi, umhverfisstofnun, almenningi, eða félagasamtökum vegna þess að við séum að ganga of hart fram gagnvart vernduðu svæði, þá verðum við einfaldlega að vera með stjórnsýsluna í lagi,“ segir borgarstjóri. Þetta verði einfaldlega allt að vera rétt gert. Í samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson þáverandi borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi innviðaráðherra skrifuðu undir á sínum tíma heitir borgin því að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar á meðan hann er þar sem hann er. Er þetta ekki mál sem þú og yfirmaður Ísavia ættuð að geta sest niður með og afgreitt? Þess í stað leiðist þetta út í bréfasamskipti og verður allt mjög stofnanalegt. Er þetta ekki mál sem menn geta afgreitt með einu samtali? „Ég hélt það og hef átt samtal við Ísavia nákvæmlega á þessum nótum. Er ekki hægt að fella þau tré sem þarf, sem er lágmark, og svo gerum við bara plan um fleiri og að planta einhverju í staðinn sem vex ekki jafn hátt,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði líka óskað eftir nýrri mælingu á hæð trjánna til hafa þetta allt á hreinu. „Ég er bara til í þetta hvenær sem er en ég verð að segja að þessi krafa um 2.900 tré kom mér dálítið á óvart. Því hún var ekki í anda þeirra samtala sem ég hafði átt við Ísavia um leið og ég heyrði að það stæði til að loka brautinni," segir Einar. Mest notaða flugbraut Reykjavíkurflugvallar er norður-suður brautin og hún er líka lengri en hin umtalaða vestur-austur flugbraut. Ekki liggur ljóst fyrir hvort sú flugbraut er opin allan sólahringinn eða ekki eða hvort hún er lokuð á kvöldin vegna trjánna. „Ísavia verður að svara þessu. Ég átta mig nú ekki á því hvort hún er opin eða lokuð. Þetta hefur verið svo óljóst í þessum samskiptum. Daginn eftir að ég fékk þetta bréf óskaði ég formlega eftir skýru erindi frá Samgöngustofu um hvernig borgin gæti uppfyllt kröfur Ísavia,“ segir borgarstjóri. Borgarstjóri segir að það muni kosta nokkurn hundruð milljónir að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Skógurinn væri skilgreindur sem borgargarður og það verði að standa rétt að málum við skógarhögg.Vísir/RAX Því hafi verið svarað með ósk um að borgin gerði aðgerðaáætlun um fellingu trjánna. Borgin væri til í að gera slíka áætlun. „Síðan þarf að ræða aðeins kostnaðinn við þetta því þetta mun hlaupa á hundruðum milljóna.“ Að fella nokkur tré? „Þetta eru ekki nokkur tré. Þetta eru fjórtán hundruð tré og það þarf að fella, þau, draga þau út úr skóginum og farga þeim. Síðan þarf náttúrlega að planta einhverju í staðinn til að gera þetta áfram að fallegum borgargarði.“ Hvar er málið statt í dag? „Það eru fundir í dag á milli embættismanna. Ég á fund á morgun (föstudag) með nýjum flugvallamálaráðherra. Vonandi leysum við þetta.“ Mér finnst að það ætti að vera svo auðvelt að leysa þetta? „Já en þessi flugvallarmál eru svo pólitísk. Það er svo merkilegt hvernig allt sem snertir flugvöllinn verður að heitiri kartöflu. Ég er bara þeirrar skoðunar að við grípum til þeirra ráðstafana og fellum þau tré sem þarf. Til þess að tryggja í fyrsta lagi að sjúkraflug sé óskert. Það sé alltaf hægt að fljúga hingað mé sjúklinga. Það er algert lykilatriði. Áætlunarflugið skiptir líka gríðarlega miklu máli. Þetta er mín afstaða og við munum passa upp á þetta,“ segir Einar. Hins vegar verði að gæta að lögum og reglum. Þegar menn væru að fara fram á að stór blettur verði algerlega hreinsaður af trjám í Öskjuhlíðinni sé eðlilegt að fólk tali um það heima hjá sér og á kaffistofum vinnustaða. „Fólk elskar grænu svæðin sín þannig að við þurfum að gera þetta vandlega.“ Það skorti ekki vilja hjá borginni til að fella tré en það þurfi að standa rétt að því. Hringekja með lóðir ríkis og borgar Annað mál sem lýtur að skipulagsmálum borgarinnar eru stórar lóðir annars vegar sunnan gamla Borgarspítalans í Fossvogi og síðan vestan nýja Landspítalans þar sem BSÍ er í dag og N1 rekur bensínstöð. Borgin er nú með deiliskipulag í undirbúningi fyrir neðan Landspítalann í Fossvogi fyrir á bilinu 250 til 400 íbúðir. Mjög stór lóð er sunnan við gamla Borgarspítalann sem borgin fyrirhugar íbúðabyggð á en forstjóri spítalans vill að helguð verði spítalastarfsemi í framtíðinni.Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson forstjór Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að huga þyrfti að skipulagi fyrir spítalabyggingar áratugi fram í tímann. Menn hefðu brennt sig illa á að gera það ekki. Ljóst væri að spítalinn í Fossvogi verði notaður áfram og verið væri að leita að staðsetningu fyrir nýja byggingu fyrir geðheilbrigðisþjónustuna. Honum þætti því að helga ætti lóðina í Fossvogi undir spítalastarfsemi. Einar segir borgina opna fyrir þessu samtali. Reykjavíkurborg hafi hins vegar fengið lóðina í Fossvogi í skiptum frá ríkinu fyrir lóð við Klepp á Sundahafnarsvæðinu undir nýja sameiginlega Björgunarmiðstöð. Þótt skiptin hefðu ekki enn átt sér stað formlega. „Þar var lóð sem borgin keypti fyrir nokkur hundruð milljónir af Faxaflóahöfnum. Henni átti þá að úthluta til ríkissins til að byggja björgunarmiðstöð og við fengum lóðina hjá Borgarspítalanum í staðinn til að byggja þar húsnæði,“ segir Einar. Síðan hafi byggingu björgunarmiðstöðvarinnar verið frestað til að bæta hag ríkissjóðs. Þetta væri allt ein hringekja. „Nú er alla vega ekki útlit fyrir að hún verði byggð. Þessi viðbragðsmiðstöð fyrir lögregluna, björgunarsveitirnar, slökkviliðið og fleiri aðila,“ segir borgarstjóri. „Þetta er langt svar við einfaldri spurning en stutta svarið er jú. Ég held að það sé skynsamlegt að eiga samtal við Landspítalann um framtíðaruppbyggingu og þarfir þeirra. Nýi Landspítalinn við Hringbraut er í fullri uppbyggingu. Við erum nú að leita í samvinnu við nýja Landspítalann að lóð undir geðheilbrigðiskjarna. Þannig að það er eðlilegt að skoða þetta í samhengi,“ segir Einar. Bjartsýnn á uppbyggingu í Grafarvogi þrátt fyrir deilur Hann er einnig bjartsýnn á framtíðar uppbyggingu í Grafarvogi þar sem hópur íbúa reis upp á síðasta ári gegn áformum sem borgin kynnti um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á auðum lóðum þar. „Við hlustum. Grafarvogsverkefnið var dálítið áhugavert þar sem við bættum við skrefi áður en við hófum vinnu við deiliskipulagstillögu. Við sýndum aðeins á spilin og sögðum þetta er það sem við erum að hugsa um að gera,“ segir Einar. Íbúar hafi því betur getað áttað sig á með hvaða hugmyndir borgin var að vinna. „Þetta fór í voðalegt pólitískt þref og miskilning um umfangið. Það hljóp í þetta pólitík enda stutt í kosningar en gott og vel,“ segir borgarstjóri. Borgin hlusti á þær fjölmörgu athugasemdir sem komu fram. Einar segir hægt að skipuleggja og úthluta lóðum mjög hratt þar sem innviðir væru þegar til staðar, eins og í Grafarvogi, Breiðholti og Úlfarsárdal.Vísir/Vilhelm „Við erum núna að skera niður byggingamagn á einstaka lóðum, hætta við sumt og breyta og bæta. Við stefnum að því að koma fram með endurnýjað plan í deiliskipulagstillögu á næstunni. Mér finnst bara mikilvægt að Grafarvogsbúar viti að þetta ferli, að stilla þessu upp svona áður en við förum inn með tillögur, var til að gefa þeim tækifæri til að hafa skoðun á þessari uppbyggingu,“ segir Einar. Það verði þvi búið að taka tillit til athugasemda þegar deiliskipulagið birtist. Síðan verði aftur tekið upp samtal þegar deiliskipulagstillagan komi fram og íbúar fái þá aftur tækifæri til að setja fram athugasemdir. „Lykilatriðið er þetta: Við erum að leita leiða til að fjölga lóðum í Reykjavík. Það hefur nú dálítið verið talað um að það þurfi lóðir til að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði. Og ég hét kjósendum því að leita nýrra leiða til að byggja húsnæði í Reykjavík. Ekki bara þétting. Við viljum líka nýjar lóðir fyrir fjölbreytta verktaka og aðila. Líka einstaklinga sem vilja byggja.“ Þessar lóðir væru að koma fram í Grafarvogi. Einnig væru tækifæri í Breiðholti og Úlfarsárdal og svo væru risavaxin tækifæri til uppbyggingar á Keldum. Þetta væru lóðir sem væri auðvelt að skipuleggja vegna þess að þær stæðu nú þegar við götur sem ekki þyrfti þá að leggja og svo framvegis. Það væri því hægt að gera margar lóðir byggingarhæfar mjög hratt. Nauðsynlegt að stöðva lóðabraskið „Af því að við verðum að auka hraðann í lóðaúthlutunum,“ segir borgarstjóri. Og þá líka að byggt sé á lóðunum, það er ekki nóg að úthluta þeim? Þarf ekki að breyta kerfinu því margir fá úthlutað lóðum og svo er ekkert byggt á þeim? „Ég myndi vilja selja þessar lóðir með þeirri kvöð að það verði að byggja á þeim innan tiltekins tíma eftir að þær eru afhentar byggingarhæfar.“ Getur borgin gert það án þess að lögum verði breytt? „Við látum bara á það reyna. Ég held það og ég held að allir kalli eftir því. Við viljum stoppa braskið með lóðir,“ segir borgarstjóri. Einar segir nauðsynlegt að stöðva lóðabraskið og setja tímamörk á hvenær byggingarframkvæmdir hefjast eftir að lóðum hefur verið úthlutað.Vísir/RAX Þrátt fyrir allt horfir Einar björtum augum til framtíðarinnar. Þótt tíminn væri fljótur að líða hafi hann trú á að Framsóknarflokknum muni takast að koma árangri sínum á framfæri fyrir næstu kosningar sem langt væri í. „Ég brenn fyrir þessu starfi. Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt þrátt fyrir að það séu alls konar eldar til að orna sér við. Græna gímaldið og alls konar leiðindarmál sem taka á og taka mikinn tíma. Þú nefnir „græna gímaldið“ er ekki hægt að segja að það hafi verið skipulagsslys? Kemur til greina að fara fram á að þessi bygging verði stytt? „Ég gerðist nú svo djarfur í upphafi þessa máls að segja það sem mér fannst. Kannski ætti maður í svona embætti ekki að tala svona. Mér finnst bara eðlilegt að við könnum hvort það sé hægt. Er hægt að ná samkomulagi við þessa aðila um að breyta húsinu. Skera ofan af því eða skera af endanum og reyna að laga þetta, já mér finnst það. Mér finnst þetta alveg óboðlegt. Að svona bygging sé byggð, alveg gluggalaus fyrir framan aðra byggingu,“ segir Einar. Sem betur fer væri þetta undantekningartilvik. „Ég ætla ekki að hlaupa í vörn fyrir það kerfi sem leyfði þessu að gerast. Er bara ekki þannig gerður," segir borgarstjóri. Nú færi fram stjórnsýsluúttekt á málinu til að kanna hvað gerðist og gefa okkur vegvísi um hvernig loma megi í veg fyrir að svona gerist aftur. „Hitt er svo að reyna að finna leiðir til að leysa úr þessu einstaka máli til framtíðar. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn en þetta byggir á því að allir vilji spila með. Þeir sem byggja þetta hús, þeir sem eru að fara að leigja það. Líka þeir sem búa í Árskógum,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudag. Samtalið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. 14. desember 2024 08:02 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Erlent Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Fleiri fréttir „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Sjá meira
Áður en Einar leiddi flokkinn til stórsigurs í borgarstjórnarkosningunum 2022, hafði Framsókn átt langa eyðimerkurgöngu í borginni. Flokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða 2014 og 3,2 prósent 2018 og engan kjörinn borgarfulltrúa. Undir forystu Einars fékk flokkurinn hins vegar 18,7 prósent í kosningunum 2022 og fjóra borgarfulltrúa sem nú hefur fært Einari borgarstjórastólinn. Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum aþingiskosningum og missti átta þingmenn af þrettán, þar af þrjá fyrrverandi ráðherra. Næsta landsþing flokksins á ekki að fara fram fyrr en árið 2026 en einhverjir hafa kallað eftir því að miðstjórn sem kemur skaman bráðlega ákveði að flýta landsþinginu. Finnst þér kominn tími til að skipta um fólk í forystuliði Framsóknarflokksins? „Ég treysti Sigurði Inga vel til að gegna formannsembættinu og forystunni allri.“ Þú ert ekki að hugsa um að bjóða þig fram til formanns? „Nei, ég hef nóg með mitt í borginni. Ég held að það skipti máli að formaðurinn sé á þingi. Tel að það sé lang farsælast,“ sagði Einar í Samtalinu. Fólk væri nú að átta sig á að Framsóknarflokkurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi misst mjög öflugt fólk af Alþingi. Ásmund Einar ráðherra barnamála og menntamála og Lilju menningar- og viðskiptaráðherrann í Reykjavík og svo heilbrigðisráðherrann fyrrverandi Willum Þór í Suðvesturkjördæmi. Fólk í sjokki „Ég fer hér um borgina og fólk er í smá sjokki. Við misstum þarna ansi öflugt fólk. Nú þarf flokkurinn að fara í þá vinnu og sem formaðurinn er að gera núna, að fara um allt land og eiga samtal við flokksfólk og íbúa um hvað gerðist. Af hverju náðum við ekki eyrum kjósenda. Það er vinnan núna,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt könnun Maskínu frá í nóvember var fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík komið niður í þrjú prósent, sem er ansi langt frá þeim 18,7 prósentum sem hann fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hvað þarf að gera, sumir hvísla því að þú hugleiðir að sprengja meirihlutasamstarfið og sért farinn að horfa til Sjálfstæðisflokksins? „Nei, nei það þýðir ekkert að fara á taugum. Þetta fer bara eftir málefnunum og hvaða árangri við erum að ná,“ segir Einar. Meirihlutinn með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum muni halda út kjörtímabilið. „Fylgi á miðju kjörtímabili getur sveiflast mjög mikið. Auðvitað er það áhyggjuefni að við séum ekki að mælast hátt. Ég sá traustmælingar í einhverri könnun. Þar voru fleiri sem treysta mér og eru ánægðir með mín störf heldur en síðasta borgarstjóra. En í grunninn snýst þetta bara um verkefnin, að ná þeim árangri sem við lofuðum í kosningabaráttunni,“ segir borgarstjóri. Tekið til í rekstri borgarinnar Einar segir hann og Framsókn hafa lofað að taka til í rekstri borgarinnar. Það hafi tekist á því eina ári sem liðið væri frá því hann tók við sem borgarstjóri. Nú væri borgin að skila afgangi. Einar segir marga hafi haldið að sér höndum á húsnæðismarkaði undanfarna 18 mánuði vegna vaxtastigsins.Vísir/RAX „Við erum líka að berjast á húsnæðismarkaði þar sem byggingarhraðinn hefur dregist mjög mikið saman vegna vaxtastigsins. Það héldu allir að sér höndum síðustu átján mánuði og það er hrikalega alvarlegt. Þess vegna erum við að reyna að finna nýjar leiðir til að bæta úr því,“ segir borgarstjóri. Hann hafi trú á að það muni takast á þessu ári og næsta. Það ætti einnig við um leik- og grunnskólamálin þar sem unnið væri að því að brúa bilið á skólastigum. „Við errum að finna upp á nýjum lausnum til að mæta væntingum foreldra. Við erum að leita út fyrir borgarkerfið, leita eftir samstarfi við aðila. Efla dagforeldrakerfið. Við erum að gera nákvæmlega það sem við sögðumst ætla að gera,“ segir Einar. Er annar andi í borgarstjórn eftir að Dagur fór, var hann orðinn heimavanur þar eftir tuttugu og þrjú ár? „Hann fór nú bara á þriðjudaginn og það er fimmtudagur,“ svarar Einar sposkur en vissulega eru að verða tveir mánuðir frá kosningum til Alþingis þar sem Dagur náði kjöri. „Það var viðbúið að hann væri að fara. Það hefur verið mjög gott að starfa með Degi. Farsælt og gott samstarf við hann. Hann er lunkinn í samskiptum í sínum meirihluta. Þótt andstæðingarnir séu ekki alltaf ánægðir með hann þá er hann góður í samskiptum og ég óska honum velfarnaðar á Alingi,“ segir Einar. Stefnir þú á að leiða Framsóknarflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum eða horfir þú eins og sumir til þings? „Ég geri ráð fyrir því að bjóða mig aftur fram. Mér finnst þetta starf það skemmtilegasta sem ég hef nokkru sinni gert og ég tel að við séum að ná góðum árangri. Þótt við séum ekki alveg að ná í gegn með það og fylgiskannanir séu eins og þær eru. Þá hef ég trú á að við séum að gera rétta hluti fyrir Reykjavík,“ segir Einar. Vill ekki safna stórum hópi hælisleitenda á einn stað Einar segist fyrst hafa heyrt af vandræðagangi með vistun hælilsleitenda í JL-húsinu í fjölmiðlum eftir að leyfi skipulagsfulltrúa var fellt úr gildi. Þá voru sextíu konur í hælisleit þegar fluttar í húsið. Það hafi verið Vinnumálastofnun fyrir hönd ríkisins sem staðið hafi að þessu úrræði fyrir hælilsleitendur. „Það er ríkið sem tekur þá ákvörðun í raun og veru að koma upp þessu úrræði sem er fjölmennt. Þetta eru hátt í fjögurhundruð einstaklingar. Konur með börn og fleiri. Ég hef haft áhyggjur af því að þetta sé svona stórt samfélag þarna af fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Sú ákvörðun var tekin alveg án samráðs við Reykjavíkurborg,“ segir borgarstjóri. Málið hafi ekki komið beint inn á hans borð en honum skiljist að það sem snúið hafi að skipulagsfulltrúa borgarinnar varði fyrirhugaðar breytingar á húsinu innandyra. Hvort þær væru háðar leyfum og svo framvegis. „Stóra málið sem mér finnst að við ættum að tala um er hvort það sé skynsamlegt að setja hátt í fjögur hundruð hælisleitendur á þennan blett. Í þessu sama húsi erum við einnig með úrræði fyrir konur með fjölþættan vanda. Sem glíma við fíkn og geðræn vandamál. Þannig að það er ekki sjálfgefið að þetta sé skynsamleg leið,“ sagði Einar í Samtalinu. Einar telur ekki heppilegt að koma allt að 400 hælisleitendum fyrir á einum stað í JL-húsinu í bland við aðra þjónustu sem þar er rekin. Það þurfi að huga að skólamálum barna hælisleitenda og fleiri atriðum og standa almennt vel að aðbúnaði þeirra.Vísir/RAX Þróunin sýndi að það væri að fækka í hópi hælisleitenda vegna þess að verið væri að senda fólk úr landi og taka á móti færri. Hann hefði því viljað sjá færri einstaklinga á þessum stað. Borgarskipulagið gengi út á félagslega blöndun. „Það sé ekki þannig að þeim efnaminni og þeim sem eru í viðkvæmri stöðu væri hrúað á einn stað. Ég hef áhyggjur af þessu,“ segir Einar. Borgin hafi komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri við ráðuneyti og Vinnumálastofnun. „Það er okkar almenna afstaða að við viljum að það sé vel hlúð að fólki í viðkvæmri stöðu. Hælisleitendur hafa komið hingað um langan veg og það er kannski ekki skynsamlegt að búa til svona stórt úrræði á þessum stað. Án þess að eiga ítarlegt samtal við borgina um hvernig börnin sem eru þarna með í för rúmist inn í skólunum, leik- og grunnskólum. Að það sé til staðar öll félagsleg þjónusta og allt sem þarf, það fari vel um fólk og því líði vel,“ segir Einar. Hann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri og líti svo á að málið væri enn í vinnslu. „Ég hef líka heyrt í nágrönnum sem hafa einnig áhyggjur af þessu. Ekki vegna þess að neinum sé illa við þennan hóp. Þvert á móti viljum við standa vel að móttöku fólks sem er að leita hér að skjóli og ég er ekki viss um að rétta leiðin sé að búa til svona stórt úrræði,“ segir borgarstjóri. Reiðin er ekki góður húsbóndi Einar lýsir einnig miklum áhyggjum á stöðunni í kjaradeilu kennara sem staðið hefur mánuðum saman og er algerlega komin í strand. Ríkissáttasemjari lýsti því yfir á fimmtudag að hann sæi ekki ástæðu til frekari fundarhalda í deilunni og framundan eru boðaðar verkfallsaðgerðir í völdum leik- og grunnskólum. Sýnist þér að kennarar séu að fara fram á hluti sem ekki er hægt að verða við? „Ég hef heyrt frá samningaborðinu að það sé dálítið erfitt að átta sig á kröfum kennara þar til alveg nýlega. Þetta er grafalvarlegt mál. Við sáum hvaða áhrif verkföllin fyrir jól höfðu. Vöktu upp mikla reiði hjá foreldrum. Það er líka mikil reiði í kennarastéttinni. Þetta er bara vont ástand. Reiðin er ekki góður húsbóndi segir máltækið. Nú, ef það yrði gengið að kröfum kennara er alveg viðbúið að þeir samningar sem hafa verið gerðir undanfarin misseri myndu rakna upp,“ segir Einar. Samningar á almenna vinnumarkaðnum og við stærstan hluta opinberra starfsmanna hefðu miðað við hófsamar launahækkanir til að ná niður vöxtum og verðbólgu. Staðan væri því mjög snúin. „Ég skora á samninganefndirnar að reyna að ná lausn í þessu máli.“ Kennarar hafa fyllt Háskólabíó á baráttufundum og engan bilbug á þeim að finna.Vísir/Anton Brink Kjaradeila kennara á meðal annars rætur að rekja til þess þegar lífeyriskjör opinberra starfsmanna voru samræmd lífeyriskjörum á almennum vinnumarkaði árið 2016. Þá gaf ríkið þau fyrirheit að unnið yrði að jöfnun launakjara á næstu tíu áru. Samkvæmt heimildum krefjast kennarar þess að laun þeirra hækki um tugi prósenta á samningstíma nýrra samninga. Ert þú að heyra svona tölur, svona stórt stökk? „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerist við samningaborðið. Ég sit ekki við það og held að það sé mikilvægt að þeir sem eru í jaðrinum á þessu máli gæti orða sinna. Treysti því að það sé raunverulega verið að reyna að ná samningi. Að menn séu tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til þess. Hvað varðar launajöfnun milli markaða þá þarf að finna leiðina til að meta þessi störf og samningsaðilar verða að finna hana,“ segir borgarstjóri. Hann hefði hins vegar áhyggjur af stöðu kennarastéttarinnar og það væru of fáir sem horfi á kennslu sem framtíðarstarf og það vantaði fleiri kennara. „Við verðum að búa þannig um þeirra starfsaðstæður og kjör að þeim líði vel í starfi. Aðeins þannig getum við búið til gott menntakerfi, náð meiri árangri og öllu því sem við höfum verið að fjalla um á síðustu árum.“ Aftur á móti yrði það grafalvarlegt mál ef verkföll skelli á um mánaðamótin. Samfélagið þoli það augljóslega ekki að kennarar fari í verkfall vikum og jafnvel mánuðum saman. Hann vilji spara stóru orðin þegar talið berst að þeim möguleika að deilan verði sett í farveg með lagasetningu. „Börn eiga rétt á að fara í skóla og fólk hefur einnig rétt til að semja um sín laun. Ábyrgðin er núna niðri í Karphúsi, hjá viðsemjendum okkar.“ Verkföll kennara ekki sanngjörn Foreldrar minntu reglulega á sig í Ráðhúsinu þegar síðustu verkföll kennara stóðu yfir í undir lok síðasta árs. Nú hefur hópur foreldra boðað málaferli gegn Kennarasambandinu vegna þess ójafnræðis sem felst í því að verkfallsaðgerðir beinist einungis gegn tilteknum leik- og grunnskólum. Sýnist þér vera rök fyrir þeim málflutningi, það sé verið að mismuna börnum? „Ég hitti foreldra sem urðu fyrir verkföllum fyrir jól sem var mjög þungt í brjósti yfir því hvernig verkföllin voru útfærð fyrir jól. Bara einn og einn leikskóli var valinn og aðrir sigldu einhvern veginn í gegnum vikurnar án þess að finna nokkuð fyrir þessu. Ég held að fólk hafi upplifað mikið óréttlæti í þessu og það var alveg skiljanlegt. Það var ekki sanngjarnt hvernig þessi verkföll voru framkvæmd. Það væri þá réttara að fara í allsherjarverkfall. Þá bitnar þetta á öllum jafnt,“ segir borgarstjóri. Hann ætli aftur á móti ekki að segja verkalýðshreyfingunni hvernig hún eigi að haga sinni launabaráttu. Hann styðji að kjör- og starfsaðstæður kennara verði bætt. Best færi á því að deilan verði leyst við samningaborðið. Borgarstjóri segir ekki sanngjarnt hvernig verkfallsaðgerðir kennara komi mismunandi niður á fólki.Vísir/RAX Kjör- og starfsaðstæður kennara, sérstaklega í leikskólakerfinu, hafi verið bætt á síðasta kjörtimabili og hann ætli ekki að eigna sér það. „Það skilaði hins vegar ekki mikilli nýliðun í leikskólakennarastéttina,“ segir Einar. Borgin hafi komið snemma með yfirlýsingu inn í síðustu almennu kjaraviðræður um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum til að greiða fyrir samningum á hófsömum nótum. „Við erum líka að verja miklum fjármunum í gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem gagnast öllum heimilum sem eiga börn í grunnskólnum. Þannig að við höfum verið að leggja okkur fram um að styðja kjarasamninga á þessum hófsömu nótum til að við náum niður vöxtunum og verðbólgunni. Því það er langmesta kjarabótin fyrir heimilisbókhaldið,“ segir borgarstjóri. Lilja Alfreðsdóttir hafi sem ráðherra menntamála beitt sér fyrir átaki í kennaranáminu sem hafi skilað sér í fjölgun umsókna í kennaranámið. Núverandi stjórnvöld ættu að halda því starfi áfram og stuðla að áframhaldandi sókn í kennaranámið. „Kennarar eru grundvallarstétt í landinu. Við verðum að hafa fagmenntað fólk í þessum störfum.“ Skeytasendingar um skógarhögg í Öskjuhlíð Undanfarna viku eða svo hefur sprottið upp deila milli Reykjavíkurborgar og Ísavia um tré á tilteknu svæði í Öskjuhlíð. Ísavía gefur í skyn að borgin hafi ekki staðið við að fella tré sem orðin væru of há fyrir aðflug að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar en borgin segist hafa staðið við sitt. Deilan fer ýmist fram með bréfasendingum og skeytasendingum í fjölmiðlum. Er þetta hluti af því að hálfu borgarinnar að draga úr umfangi Reykjavíkurfklugvallar? „Nei alls ekki. Reykjavíkurflugvöllur er þar sem hann er og verður hér í Reykjavík um ókomna tíð,“ segir. Einar. Gerð hafi verið skýrsla um Hvassahraun og þótt fýsilegt að flytja flugvallarstarfsemina þangað út frá veðurfarsskilyrðum. Síðan hafi eldgos hafist á Reykjanesi og nú væri verið að vinna áhættumat fyrir allt höfuðborgarsvæðið. „Á meðan það er þessi óvissa varðandi jarðhrærirnar á Reykjanesskaganum skil ég vel að það sé enginn áhugi á að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Þannig að Reykjavíkurflugvöllur er lykilsamgöngumannvirki fyrir landsmenn alla. Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér eigum við að vernda flugvöllinn og tryggja að hann sé í fullum rekstri þangað til búið er að byggja annan flugvöll einhvers staðar annars staðar. Ef það verður einhvern tíma að því,“ segir Einar. Hér er horft úr suðri til norðurs eftir aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar sem mest er notuð. Fyrir miðri mynd sést hvar austur-vestur flugbrautin sker aðalflugbrautina og hluti skógarins í Öskjuhlíð er til hægri á myndinni.Vísir/Vilhelm „Það sem ég hef sagt um þessi tré er að við fellum þau tré sem þarf til að tryggja öryggi. Við höfum gert það, nú bara síðast í september samkvæmt þeim viðmiðunum sem við höfum gert á undanförnum árum varðandi tré sem vaxið hafa upp í þennan aðflugsgeira,“ segir borgarstjóri. Síðan berist bréf frá Ísavia þar sem farið væri fram á miklu umfangsmeira skógarhögg en áður og þá út frá nýjum viðmiðunum. Standa verði rétt að málum svo borgin verði ekki kærð „Ég hef ekki alveg fengið rök fyrir þessum nýju viðmiðunum, þessu nýja mati.“ Reykjavíkurborg væri stjórnvald sem þyrfti að byggja ákvarðanir á lögum og reglum. Það væri hverfisvernd á þessum trjám og svæðið skilgreint sem borgargarður. „Til þess að við fáum ekki á okkur kærur frá einhverju öðru stjórnvaldi, umhverfisstofnun, almenningi, eða félagasamtökum vegna þess að við séum að ganga of hart fram gagnvart vernduðu svæði, þá verðum við einfaldlega að vera með stjórnsýsluna í lagi,“ segir borgarstjóri. Þetta verði einfaldlega allt að vera rétt gert. Í samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson þáverandi borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi innviðaráðherra skrifuðu undir á sínum tíma heitir borgin því að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar á meðan hann er þar sem hann er. Er þetta ekki mál sem þú og yfirmaður Ísavia ættuð að geta sest niður með og afgreitt? Þess í stað leiðist þetta út í bréfasamskipti og verður allt mjög stofnanalegt. Er þetta ekki mál sem menn geta afgreitt með einu samtali? „Ég hélt það og hef átt samtal við Ísavia nákvæmlega á þessum nótum. Er ekki hægt að fella þau tré sem þarf, sem er lágmark, og svo gerum við bara plan um fleiri og að planta einhverju í staðinn sem vex ekki jafn hátt,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði líka óskað eftir nýrri mælingu á hæð trjánna til hafa þetta allt á hreinu. „Ég er bara til í þetta hvenær sem er en ég verð að segja að þessi krafa um 2.900 tré kom mér dálítið á óvart. Því hún var ekki í anda þeirra samtala sem ég hafði átt við Ísavia um leið og ég heyrði að það stæði til að loka brautinni," segir Einar. Mest notaða flugbraut Reykjavíkurflugvallar er norður-suður brautin og hún er líka lengri en hin umtalaða vestur-austur flugbraut. Ekki liggur ljóst fyrir hvort sú flugbraut er opin allan sólahringinn eða ekki eða hvort hún er lokuð á kvöldin vegna trjánna. „Ísavia verður að svara þessu. Ég átta mig nú ekki á því hvort hún er opin eða lokuð. Þetta hefur verið svo óljóst í þessum samskiptum. Daginn eftir að ég fékk þetta bréf óskaði ég formlega eftir skýru erindi frá Samgöngustofu um hvernig borgin gæti uppfyllt kröfur Ísavia,“ segir borgarstjóri. Borgarstjóri segir að það muni kosta nokkurn hundruð milljónir að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Skógurinn væri skilgreindur sem borgargarður og það verði að standa rétt að málum við skógarhögg.Vísir/RAX Því hafi verið svarað með ósk um að borgin gerði aðgerðaáætlun um fellingu trjánna. Borgin væri til í að gera slíka áætlun. „Síðan þarf að ræða aðeins kostnaðinn við þetta því þetta mun hlaupa á hundruðum milljóna.“ Að fella nokkur tré? „Þetta eru ekki nokkur tré. Þetta eru fjórtán hundruð tré og það þarf að fella, þau, draga þau út úr skóginum og farga þeim. Síðan þarf náttúrlega að planta einhverju í staðinn til að gera þetta áfram að fallegum borgargarði.“ Hvar er málið statt í dag? „Það eru fundir í dag á milli embættismanna. Ég á fund á morgun (föstudag) með nýjum flugvallamálaráðherra. Vonandi leysum við þetta.“ Mér finnst að það ætti að vera svo auðvelt að leysa þetta? „Já en þessi flugvallarmál eru svo pólitísk. Það er svo merkilegt hvernig allt sem snertir flugvöllinn verður að heitiri kartöflu. Ég er bara þeirrar skoðunar að við grípum til þeirra ráðstafana og fellum þau tré sem þarf. Til þess að tryggja í fyrsta lagi að sjúkraflug sé óskert. Það sé alltaf hægt að fljúga hingað mé sjúklinga. Það er algert lykilatriði. Áætlunarflugið skiptir líka gríðarlega miklu máli. Þetta er mín afstaða og við munum passa upp á þetta,“ segir Einar. Hins vegar verði að gæta að lögum og reglum. Þegar menn væru að fara fram á að stór blettur verði algerlega hreinsaður af trjám í Öskjuhlíðinni sé eðlilegt að fólk tali um það heima hjá sér og á kaffistofum vinnustaða. „Fólk elskar grænu svæðin sín þannig að við þurfum að gera þetta vandlega.“ Það skorti ekki vilja hjá borginni til að fella tré en það þurfi að standa rétt að því. Hringekja með lóðir ríkis og borgar Annað mál sem lýtur að skipulagsmálum borgarinnar eru stórar lóðir annars vegar sunnan gamla Borgarspítalans í Fossvogi og síðan vestan nýja Landspítalans þar sem BSÍ er í dag og N1 rekur bensínstöð. Borgin er nú með deiliskipulag í undirbúningi fyrir neðan Landspítalann í Fossvogi fyrir á bilinu 250 til 400 íbúðir. Mjög stór lóð er sunnan við gamla Borgarspítalann sem borgin fyrirhugar íbúðabyggð á en forstjóri spítalans vill að helguð verði spítalastarfsemi í framtíðinni.Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson forstjór Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að huga þyrfti að skipulagi fyrir spítalabyggingar áratugi fram í tímann. Menn hefðu brennt sig illa á að gera það ekki. Ljóst væri að spítalinn í Fossvogi verði notaður áfram og verið væri að leita að staðsetningu fyrir nýja byggingu fyrir geðheilbrigðisþjónustuna. Honum þætti því að helga ætti lóðina í Fossvogi undir spítalastarfsemi. Einar segir borgina opna fyrir þessu samtali. Reykjavíkurborg hafi hins vegar fengið lóðina í Fossvogi í skiptum frá ríkinu fyrir lóð við Klepp á Sundahafnarsvæðinu undir nýja sameiginlega Björgunarmiðstöð. Þótt skiptin hefðu ekki enn átt sér stað formlega. „Þar var lóð sem borgin keypti fyrir nokkur hundruð milljónir af Faxaflóahöfnum. Henni átti þá að úthluta til ríkissins til að byggja björgunarmiðstöð og við fengum lóðina hjá Borgarspítalanum í staðinn til að byggja þar húsnæði,“ segir Einar. Síðan hafi byggingu björgunarmiðstöðvarinnar verið frestað til að bæta hag ríkissjóðs. Þetta væri allt ein hringekja. „Nú er alla vega ekki útlit fyrir að hún verði byggð. Þessi viðbragðsmiðstöð fyrir lögregluna, björgunarsveitirnar, slökkviliðið og fleiri aðila,“ segir borgarstjóri. „Þetta er langt svar við einfaldri spurning en stutta svarið er jú. Ég held að það sé skynsamlegt að eiga samtal við Landspítalann um framtíðaruppbyggingu og þarfir þeirra. Nýi Landspítalinn við Hringbraut er í fullri uppbyggingu. Við erum nú að leita í samvinnu við nýja Landspítalann að lóð undir geðheilbrigðiskjarna. Þannig að það er eðlilegt að skoða þetta í samhengi,“ segir Einar. Bjartsýnn á uppbyggingu í Grafarvogi þrátt fyrir deilur Hann er einnig bjartsýnn á framtíðar uppbyggingu í Grafarvogi þar sem hópur íbúa reis upp á síðasta ári gegn áformum sem borgin kynnti um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á auðum lóðum þar. „Við hlustum. Grafarvogsverkefnið var dálítið áhugavert þar sem við bættum við skrefi áður en við hófum vinnu við deiliskipulagstillögu. Við sýndum aðeins á spilin og sögðum þetta er það sem við erum að hugsa um að gera,“ segir Einar. Íbúar hafi því betur getað áttað sig á með hvaða hugmyndir borgin var að vinna. „Þetta fór í voðalegt pólitískt þref og miskilning um umfangið. Það hljóp í þetta pólitík enda stutt í kosningar en gott og vel,“ segir borgarstjóri. Borgin hlusti á þær fjölmörgu athugasemdir sem komu fram. Einar segir hægt að skipuleggja og úthluta lóðum mjög hratt þar sem innviðir væru þegar til staðar, eins og í Grafarvogi, Breiðholti og Úlfarsárdal.Vísir/Vilhelm „Við erum núna að skera niður byggingamagn á einstaka lóðum, hætta við sumt og breyta og bæta. Við stefnum að því að koma fram með endurnýjað plan í deiliskipulagstillögu á næstunni. Mér finnst bara mikilvægt að Grafarvogsbúar viti að þetta ferli, að stilla þessu upp svona áður en við förum inn með tillögur, var til að gefa þeim tækifæri til að hafa skoðun á þessari uppbyggingu,“ segir Einar. Það verði þvi búið að taka tillit til athugasemda þegar deiliskipulagið birtist. Síðan verði aftur tekið upp samtal þegar deiliskipulagstillagan komi fram og íbúar fái þá aftur tækifæri til að setja fram athugasemdir. „Lykilatriðið er þetta: Við erum að leita leiða til að fjölga lóðum í Reykjavík. Það hefur nú dálítið verið talað um að það þurfi lóðir til að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði. Og ég hét kjósendum því að leita nýrra leiða til að byggja húsnæði í Reykjavík. Ekki bara þétting. Við viljum líka nýjar lóðir fyrir fjölbreytta verktaka og aðila. Líka einstaklinga sem vilja byggja.“ Þessar lóðir væru að koma fram í Grafarvogi. Einnig væru tækifæri í Breiðholti og Úlfarsárdal og svo væru risavaxin tækifæri til uppbyggingar á Keldum. Þetta væru lóðir sem væri auðvelt að skipuleggja vegna þess að þær stæðu nú þegar við götur sem ekki þyrfti þá að leggja og svo framvegis. Það væri því hægt að gera margar lóðir byggingarhæfar mjög hratt. Nauðsynlegt að stöðva lóðabraskið „Af því að við verðum að auka hraðann í lóðaúthlutunum,“ segir borgarstjóri. Og þá líka að byggt sé á lóðunum, það er ekki nóg að úthluta þeim? Þarf ekki að breyta kerfinu því margir fá úthlutað lóðum og svo er ekkert byggt á þeim? „Ég myndi vilja selja þessar lóðir með þeirri kvöð að það verði að byggja á þeim innan tiltekins tíma eftir að þær eru afhentar byggingarhæfar.“ Getur borgin gert það án þess að lögum verði breytt? „Við látum bara á það reyna. Ég held það og ég held að allir kalli eftir því. Við viljum stoppa braskið með lóðir,“ segir borgarstjóri. Einar segir nauðsynlegt að stöðva lóðabraskið og setja tímamörk á hvenær byggingarframkvæmdir hefjast eftir að lóðum hefur verið úthlutað.Vísir/RAX Þrátt fyrir allt horfir Einar björtum augum til framtíðarinnar. Þótt tíminn væri fljótur að líða hafi hann trú á að Framsóknarflokknum muni takast að koma árangri sínum á framfæri fyrir næstu kosningar sem langt væri í. „Ég brenn fyrir þessu starfi. Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt þrátt fyrir að það séu alls konar eldar til að orna sér við. Græna gímaldið og alls konar leiðindarmál sem taka á og taka mikinn tíma. Þú nefnir „græna gímaldið“ er ekki hægt að segja að það hafi verið skipulagsslys? Kemur til greina að fara fram á að þessi bygging verði stytt? „Ég gerðist nú svo djarfur í upphafi þessa máls að segja það sem mér fannst. Kannski ætti maður í svona embætti ekki að tala svona. Mér finnst bara eðlilegt að við könnum hvort það sé hægt. Er hægt að ná samkomulagi við þessa aðila um að breyta húsinu. Skera ofan af því eða skera af endanum og reyna að laga þetta, já mér finnst það. Mér finnst þetta alveg óboðlegt. Að svona bygging sé byggð, alveg gluggalaus fyrir framan aðra byggingu,“ segir Einar. Sem betur fer væri þetta undantekningartilvik. „Ég ætla ekki að hlaupa í vörn fyrir það kerfi sem leyfði þessu að gerast. Er bara ekki þannig gerður," segir borgarstjóri. Nú færi fram stjórnsýsluúttekt á málinu til að kanna hvað gerðist og gefa okkur vegvísi um hvernig loma megi í veg fyrir að svona gerist aftur. „Hitt er svo að reyna að finna leiðir til að leysa úr þessu einstaka máli til framtíðar. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn en þetta byggir á því að allir vilji spila með. Þeir sem byggja þetta hús, þeir sem eru að fara að leigja það. Líka þeir sem búa í Árskógum,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudag.
Samtalið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. 14. desember 2024 08:02 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Erlent Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Fleiri fréttir „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03
Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. 14. desember 2024 08:02
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03
Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02
Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28
Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02
Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02
Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02
Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent