Golf

Gunn­laugur í besta sæti Ís­lendings

Sindri Sverrisson skrifar
Gunnlaugur Árni Sveinsson með högg í Bonallack-bikarnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, fyrr í þessum mánuði.
Gunnlaugur Árni Sveinsson með högg í Bonallack-bikarnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, fyrr í þessum mánuði. Getty/David Cannon

Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að rita nýja kafla í íslenska golfsögu, etir að hafa fyrstur íslenskra kylfinga verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack-bikarinn sem fram fór í þessum mánuði.

Frammistaða Gunnlaugs á mótinu skilaði honum upp um þrjú sæti á heimslista áhugakylfinga, upp í 96. sæti.

Þar með hefur enginn Íslendingur, hvorki karl né kona, verið ofar á heimslista áhugakylfinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Gísli Sveinbergsson áttu metið. Guðrún Brá náði best 99. sæti áður en hún gerðist atvinnukylfingur vorið 2018 og Gísli komst í 99. sæti undir lok árs 2014.

Gunnlaugur gjörsamlega flaug upp heimslistann á síðasta ári en í mars var hann í sæti 1.096. Hann safnaði mörgum stigum með því að vinna háskólamót í Bandaríkjunum í haust, og verða í 2. sæti á öðru móti, en Gunnlaugur hóf nám og að spila fyrir LSU háskólann í ágúst síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði

Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun.

Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu

Gunnlaugur Árni Sveinsson og Hulda Clara Gestsdóttir hafa verið útnefnd kylfingar ársins á Íslandi, í fyrsta sinn. Árið endar því heldur betur vel hjá þeim og sérstaklega hinum 19 ára Gunnlaugi sem nú hefur verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack Trophy mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×