Innlent

Farinn af vett­vangi en fannst með á­verka stuttu síðar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Meintur árásarmaður var farinn þegar lögreglu bar að garði. Hann fannst þó stuttu síðar.
Meintur árásarmaður var farinn þegar lögreglu bar að garði. Hann fannst þó stuttu síðar. Vísir/Vilhelm

Lögregla hefur handtekið þrjá, vegna gruns um stórfelldrar líkamsárásar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar fyrir verkefni gærvköldsins og næturinnar.

Þar segir að lögreglan á lögreglustöð númer eitt, sem sinnir austur-, mið- og vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, hafi verið kölluð til vegna slagsmála þriggja. 

Þegar lögregla hafi komið á vettvang hafi meintur árásarmaður verið farinn. Hann hafi fundist stuttu síðar með áverka eftir slagsmálin. Þrír hafi verið handteknir vegna málsins, grunaðir um stórfellda líkamsárás.

Sex gistu fangageymslur í morgun samkvæmt dagbókarfærslu lögreglu, og 43 mál skráð í málakerfi lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×