Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2025 10:52 Sigurður Ragnar Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Tveir sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafa viðurkennt að hafa komið að innflutningi bíls hingað til lands, sem innihélt mikið magn af metamfetamín-kristöllum, en þeir segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að efnin væru í bílnum. Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Um er að ræða stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar, en aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu í einu máli hér á landi. Um er að ræða 5,7 kíló, en samkvæmt greiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands liggur fyrir að styrkur metamfetamínsbasans var 81 prósent, sem samsvarar hundrað prósent „metamfetamínklóíði“. Áður hefur verið greint frá því að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem áður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, sé á meðal sakborninga málsins. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu að fjórir þekktir menn séu grunaðir í málinu, en svo virðist sem fleiri séu grunaðir um aðild sem lögreglan viti ekki endilega hverjir eru. Lögreglan fylgdist vel með Í greinargerð lögreglu segir að áðurnefndur bíll mun hafa komið hingað til lands, sjóleiðis, 11. október síðastliðinn. Við skoðun Tollgæslunnar hafi efnin fundist og þeim verið skipt út fyrir gerviefni. Og í kjölfarið fylgdist lögreglan með sakborningunum. Þann 24. október sóttu tveir sakborningarnir, ásamt þriðja manni sem virðist ekki grunaður í málinu, bílinn og fluttu hann með bílaflutningabíl á ótilgreindan stað í Reykjavík. Þar tók þriðji sakborningurinn við bílnum. Síðar sama dag mun þessi þriðji maður hafa gert tilraun til að ná í fíkniefnin undan bílnum, en án árangurs. Daginn eftir hafi bíllinn svo verið fluttur á annan stað. Þar kemur fjórði sakborningurinn við sögu, en þar er hann sagður hafa losað efnin með aðstoð tveggja ætlaðra samverkamanna. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar ósannfærandi og hinn talaði um kvikmyndaverkefni Í úrskurði sem varðar gæsluvarðhald eins sakborningsins segir að hann hafi gefið „verulega ósannfærandi“ skýringar í tengslum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum. Hann hafi þó viðurkennt að hafa farið erlendis þar sem gegnið var frá kaupum á bílnum. Hann sagðist þó ekki hafa neina vitneskju um fíkniefni sem voru falin í bílnum. „Að mati lögreglu er ljóst að skýringar kærða eru ekki að fullu í samræmi við rannsóknargögn málsins, heldur ljóst að hlutverk hans sé verulegt í innflutningi fíkniefnanna,“ segir í úrskurðinum. Annar sakborningur hefur viðurkennt að hafa flogið erlendis að aðstoða hinn sakborninginn við að flytja bílinn til landsins. Hann sagði bílinn hafa verið fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í samskiptum við grunaða samverkamenn sem lítur að innflutningi bílsins. Hann neitar því líka að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Hann hafi ekki flutt inn, meðhöndlað eða notað fíkniefni. Lögreglan segir hins vegar að það sé ljóst, meðal annars frá því sem fram komi í hlustun lögreglu, að sakborningurinn hafi haft vitneskju um bæði tegund og magn efnana sem voru falin í bílnum. Greint var frá því í byrjun mánaðar að málið væri komið á borð Héraðssaksóknara. Í úrskurðunum segir að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tólf ára fangelsi.
Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira