Engin leit í gangi að leðurblökunni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2025 11:42 Leðurblakan flaug um Laugarnesið í gær. Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á dyr@reykjavik.is og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar. Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á dyr@reykjavik.is og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar.
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51