„Ég get staðfest að engan sakaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er að störfum og fer að draga vélina af flugbraut.“
Fyrst var greint frá óhappinu á vef mbl.is en þar kemur einnig fram að vélin var af gerðinni Cessna, TF-FFL. Vélin eru í Flugklúbbsins Vængja. Vélin er fjögurra sæta.
Vélin var dregin burt af brautinni um klukkan 12.50 en var stopp þar að beiðni Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Rannsókn málsins er á borði nefndarinnar.
Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum. Uppfærð klukkan 14:38 þann 27.1.2025.