Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 16:01 Blake Lively og Justin Baldoni á setti myndarinnar It ends with us. Jose Perez/Bauer-Griffin/GC Images Myndefni af þeim Justin Baldoni og Blake Lively á setti kvikmyndarinnar It Ends With Us sýnir fram á nauðsyn þess að svokallaðir nándarráðgjafar starfi á kvikmyndasettum. Þetta segir nándarráðgjafinn Ita O'Brien sem er frumkvöðull á þessu sviði. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Lively sakað Baldoni um kynferðislega áreitni og ætlar að stefna honum vegna þessa, sem og fyrir það sem hún kallar áróðursherferð hans gegn sér. Þá hefur Baldoni sjálfur stefnt Lively fyrir það sem hann kallar ófrægingarherferð og kúgunartilburði. Baldoni birti svo myndband af setti í síðustu viku þar sem má sjá þau vangadansa í rómantísku myndinni. Hann segir myndbandið styðja hans frásögn en Lively segir hið gagnstæða. „Dans getur algjörlega verið náinn og það á að vera sjálfsagt mál að vera með nándarráðgjafa á setti,“ segir Ita O'Brien í samtali við breska miðilinn. Nándarráðgjafar vinna með leikurum í rómantískum senum og í kynferðislegum senum. Hlutverk þeirra að sögn O'Brien er að tryggja að öllum aðilum máls lýði vel og að gera sér grein fyrir mögulegri valdadýnamík á settinu. Þannig hefur Lively bent á að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Það hafi sett hana í óþægilega aðstöðu í hvert einasta skipti sem þau hafi tekið upp rómantísk atriði. Myndbandið af setti má horfa á hér fyrir neðan. Segir valdaójafnvægið augljóst Þá ræðir Guardian við fleiri nándarráðgjafa vegna málsins. Einn þeirra Arielle Zadok segir augljóst á myndefninu að þau Baldoni og Lively hafi verið að rökræða sín á milli um atriðið á meðan þau léku það. Með nándarráðgjafa hefði það allt saman verið ákveðið fyrirfram. „Í þessu tilviki hefði ég átt samræður við Blake til þess að athuga hvað væri í gangi, biðja leikstjórann svo um nánari útskýringar á atriðinu og ganga úr skugga um að allt sé á hreinu og að öllum líði vel áður en tökur halda áfram.“ Arielle segir alveg ljóst að það feli í sér valdaójafnvægi að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Þá er haft eftir O'Brien að hún hvetji leikara til þess að skilja allt eftir úr persónulega lífinu á setti, þeir megi aldrei rugla þesssu tvennu saman. Vinna nándarráðgjafa hefjist um leið og leikhópurinn lesi handritið. „Frá þeim samræðum þá ræðum við nándina og líkamlegu snertinguna. Við fáum leikstjórann alltaf til þess að hugsa um hvað það er nákvæmlega sem þeir vilja ná fram. Við fáum þannig samþykki fyrir hverju einasta skrefi, hvort sem það eru leikarar að leiðast, hönd á háls eða fingur í gegnum hár einhvers.“ Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Lively sakað Baldoni um kynferðislega áreitni og ætlar að stefna honum vegna þessa, sem og fyrir það sem hún kallar áróðursherferð hans gegn sér. Þá hefur Baldoni sjálfur stefnt Lively fyrir það sem hann kallar ófrægingarherferð og kúgunartilburði. Baldoni birti svo myndband af setti í síðustu viku þar sem má sjá þau vangadansa í rómantísku myndinni. Hann segir myndbandið styðja hans frásögn en Lively segir hið gagnstæða. „Dans getur algjörlega verið náinn og það á að vera sjálfsagt mál að vera með nándarráðgjafa á setti,“ segir Ita O'Brien í samtali við breska miðilinn. Nándarráðgjafar vinna með leikurum í rómantískum senum og í kynferðislegum senum. Hlutverk þeirra að sögn O'Brien er að tryggja að öllum aðilum máls lýði vel og að gera sér grein fyrir mögulegri valdadýnamík á settinu. Þannig hefur Lively bent á að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Það hafi sett hana í óþægilega aðstöðu í hvert einasta skipti sem þau hafi tekið upp rómantísk atriði. Myndbandið af setti má horfa á hér fyrir neðan. Segir valdaójafnvægið augljóst Þá ræðir Guardian við fleiri nándarráðgjafa vegna málsins. Einn þeirra Arielle Zadok segir augljóst á myndefninu að þau Baldoni og Lively hafi verið að rökræða sín á milli um atriðið á meðan þau léku það. Með nándarráðgjafa hefði það allt saman verið ákveðið fyrirfram. „Í þessu tilviki hefði ég átt samræður við Blake til þess að athuga hvað væri í gangi, biðja leikstjórann svo um nánari útskýringar á atriðinu og ganga úr skugga um að allt sé á hreinu og að öllum líði vel áður en tökur halda áfram.“ Arielle segir alveg ljóst að það feli í sér valdaójafnvægi að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Þá er haft eftir O'Brien að hún hvetji leikara til þess að skilja allt eftir úr persónulega lífinu á setti, þeir megi aldrei rugla þesssu tvennu saman. Vinna nándarráðgjafa hefjist um leið og leikhópurinn lesi handritið. „Frá þeim samræðum þá ræðum við nándina og líkamlegu snertinguna. Við fáum leikstjórann alltaf til þess að hugsa um hvað það er nákvæmlega sem þeir vilja ná fram. Við fáum þannig samþykki fyrir hverju einasta skrefi, hvort sem það eru leikarar að leiðast, hönd á háls eða fingur í gegnum hár einhvers.“
Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“