Íbúafundur um áform Carbfix um að reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi stendur nú yfir í Þorlákshöfn. Við verðum í beinni þaðan og heyrum hljóðið í fólki.
Þá verður rætt við framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum sem segir að umsóknir um íbúðarlán vegna húsnæðis í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun en þeirra sem eru í þéttbýli. Auk þess sjáum við myndir frá athöfn í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Auschwitz og förum í útsýnisflug um Grænland með Kristjáni Má Unnarssyni.
Í Sportpakkanum verður meðal annars fjallað um fjölgun fyrrverandi NBA-leikmanna í Bónus deildinni og í Íslandi í dag ræðir Kristín Ólafsdóttir við móður sem missti son sinn úr krabbameini einungis nokkrum dögum eftir greiningu.