Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar 28. janúar 2025 13:33 Á undanförnum árum hafa víða heyrst fullyrðingar um að rafmagn á Íslandi sé að verða upp urið og að jafnvel þurfi að skerða rafmagn til heimila í landinu verði ekki virkjað hið snarasta. Áróður af þessu tagi hefur í raun verið gengdarlaus með þeim afleiðingum að fólk veit ekki lengur hverju á að trúa. En hver er hin raunverulega staða? Í þessum skrifum leitast ég við að svara því og nokkrum spurningum að auki. Ég er alls ekki andsnúinn virkjunum og hef aldrei verið. Ég held að auka megi rafmagnsvinnslu um helming, úr rúmlega 20 Terawattstundum, sem við vinnum nú, í um 30 Twst á ári. Þetta tel ég að megi gera án þess að ganga freklega á náttúru landsins. Íslendingar vinna nú meiri raforku á hvern einstakling en nokkur önnur þjóð. Norðmenn koma næstir en þeir eru hálfdrættingar og aðrar þjóðir eru þar langt á eftir. Um 80% raforku okkar fara til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins. Í hópi stóriðjunnar eru meðal annars þrjú álver, kísilver og járnblendiver og gagnaver sem grafa eftir rafmynt. Aðrar þarfir samfélagsins, sem nota 20% af rafmagninu, saman standa af; öllum heimilum í landinu, öllum léttum iðnaði, fiskiðnaði og landbúnaði, og einnig í vaxandi mæli, rafbílunum okkar. Segja mætti að Íslendingar búi við meira rafmagnsöryggi en aðrar þjóðir því við framleiðum fimm sinnum meira rafmagn en þarf til grunnþarfa samfélagsins. Ég tel að uppbygging stóriðju hafi verið farsælt skref á sínum tíma. Með þeim hætti tókst okkur að byggja upp mjög öflugt raforkukerfi. Álver hafa, eins og önnur mannanna verk, endanlegan líftíma, sennilega um 50 til 60 ár. Við lokun þeirra losnar mikið rafmagn sem nýta mætti með öðrum hætti þegar að því kemur. Íslendingar vinna meiri orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum en aðrar þjóðir því hlutfallið nemur um 85%. Jarðhitinn leggur þar langmest til í frumorku. Nýtni jarðhitans er hins vegar mun lakari en vatnsaflsins, sérstaklega til rafmagnsvinnslu. Kol eru um 2% af frumorku á Íslandi en þau eru notuð við álvinnslu og í kísil- og járnblendiverksmiðjum. Annað jarðefnaeldsneyti, bensín og olíur, nemur um 13% af heildinni. Skiptingin hér er nánast hnífjöfn milli samgangna á landi; skipaflotans og flugsins. En eru orkulindir Íslands óþrjótandi og getum við leyft okkur hvað sem er? Vatnsaflið Engar stórar vatnsaflsvirkjanir eru nú til skoðunar nema þær sem eru í neðri hluta Þjórsár; Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Urriðafossvirkjun er þeirra stærst, um 1 TWst á ári. Samtals gætu þær framleitt um 2,2 TWst á ári sem næmi þá ríflega 10% aukningu raforkuvinnslu í landinu. Jarðvarminn Ísland er af eldi sprottið og án eldvirkninnar risi landið ekki úr sæ. Urmull lághitasvæða er á Íslandi en auk þess um 30 megineldstöðvar. Háhitinn er þeirrar náttúru að bora þarf í lifandi eldstöðvar sem geta gosið með skömmum fyrirvara. Þetta sýndi sig áþreifanlega í Kröflueldum og aftur nú við orkuverið í Svartsengi. Ólíklegt er að virkjað verði á Reykjanesi í bráð og hugsanlega ekki næstu 100 til 200 árin. Háhitasvæði á Reykjanesi eru hugsanlega úr leik um fyrirsjáanlega framtíð. Talið er að þarfir hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu, sem nema um 1.200 MW í afltoppum, muni tvöfaldast til ársins 2060. Þörfin verður þá orðin um 2.400 MW sem nemur þremur og hálfri Kárahnjúkavirkjun að afli. Gera má ráð fyrir að allar fyrirhugaðar háhitavirkjanir Orku náttúrunnar fari til þess verðuga verkefnis að sjá hitaveitu höfuðborgarsvæðisins fyrir auknu afli. Nýtni háhita til rafmagnsvinnslu nemur aðeins um 13% en í blandaðri virkjun, sem vinnur einnig vatn fyrir hitaveitu, er nýtnin um 52%. Jarðhita má víða finna á hálendinu en einnig nálægt byggð, svo sem í Mývatnssveit, Hengilssvæðinu og á Reykjanesi. Vindorka Um vindorku hefur mikið verið rætt og ritað á undanförnum árum. Athyglisverð er grein eftir Sveinulf Vågene orkuráðgjafa um það „Hvernig Norðmenn voru blekktir til að byggja vindorkuver“ (https://heimildin.is/grein/20005/). Því hefur verið haldið fram að umhverfisáhrif vindorkuvera séu afturkræf að fullu. Svo er alls ekki. Undirstaða hverrar vindmyllu er risastór steinsteypuklossi, hugsanlega um 1000 tonn, sem bera þarf vindálag 200 metra hárrar myllu. Slóða þarf að hverri myllu sem ber mikinn þunga, stórt plan þarf til reisa hverja myllu sem þolir gríðarmikinn þunga. Grafa eða sprengja þarf fyrir jarðstrengjum frá hverri myllu um þriggja metra breiðan skurð svo dæmi sé tekið. Að auki þarf gríðarstórt aðfanga- og athafnaplan. Samkvæmt ýtrustu fyrirætlunum sýnist mér að stefni í 30 til 40 vindorkuver á landinu með 3.000 til 5.000 MW rafafli. Það þýðir um 1.000 vindmyllur sem hver yrði á bilinu 150 til 250 metra há. Hver vill sjá „ósnortin víðerni“ með 1000 vindmyllum. Svo háttar á til Íslandi að loftið er tært svo sjá má um langan veg. Hugmyndin er að reisa vinorkuver á fjöllum og fjallsöxlum og enginn er skógurinn til að hindra sýn. Norðmenn hafa valið þá leið að tengjast meginlandi Evrópu með rafstrengjum til að flytja út rafmagn þegar lón eru full og vindurinn blæs. Þá geta þeir jafnframt flutt inn rafmagn þegar sverfur að. Íslenska raforkukerfið er ekki tengt með sæstreng við aðrar álfur. Sem betur fer segi ég því myndi grunnverðið á rafmagni myndi hækka verulega og verðsveiflur margfaldast. Er rafmagnsskortur í landinu? Meðan við Íslendingar seljum meira rafmagn en við getum framleitt mun ríkja rafmagnskortur í landinu. Svo einfalt er það. Erlend fyrirtæki hafa ekki sjálfgefinn rétt til að kaupa rafmagn á Íslandi. Við ættum hins vegar að huga vel að innlendri starfsemi og tryggja að ávallt sé til nægt rafmagn til að fullnægja þörfum heimila og atvinnulífs í íslenskri eigu. Nú er svo komið að við gætum virkjað allt sem eftir er af jarðgufu og vatnsafli á tíu árum. Verkfræðikunnátta er komin á það stig og vinnuvélar eru svo stórtækar að þær myndu auðveldlega ráða við verkefnið. Auk þess er mjög auðvelt að afla fjár til að virkja græna og endurnýjanlega orku. Framtíðin Í umfjöllun um orkumál er stundum látið að því liggja að þjóðinni beri skylda til að virkja allt sem rennur og kraumar - og svo vindinn að auki. Þannig geti Íslendingar lagt sinn skerf af mörkum í heimi sem skortir endurnýjanlega orku. En rösum ekki um ráð fram. Stórfelld spjöll á náttúru landsins vegna flumbrugangs í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin. Höfundur er jarðfræðingur og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Umhverfismál Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa víða heyrst fullyrðingar um að rafmagn á Íslandi sé að verða upp urið og að jafnvel þurfi að skerða rafmagn til heimila í landinu verði ekki virkjað hið snarasta. Áróður af þessu tagi hefur í raun verið gengdarlaus með þeim afleiðingum að fólk veit ekki lengur hverju á að trúa. En hver er hin raunverulega staða? Í þessum skrifum leitast ég við að svara því og nokkrum spurningum að auki. Ég er alls ekki andsnúinn virkjunum og hef aldrei verið. Ég held að auka megi rafmagnsvinnslu um helming, úr rúmlega 20 Terawattstundum, sem við vinnum nú, í um 30 Twst á ári. Þetta tel ég að megi gera án þess að ganga freklega á náttúru landsins. Íslendingar vinna nú meiri raforku á hvern einstakling en nokkur önnur þjóð. Norðmenn koma næstir en þeir eru hálfdrættingar og aðrar þjóðir eru þar langt á eftir. Um 80% raforku okkar fara til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins. Í hópi stóriðjunnar eru meðal annars þrjú álver, kísilver og járnblendiver og gagnaver sem grafa eftir rafmynt. Aðrar þarfir samfélagsins, sem nota 20% af rafmagninu, saman standa af; öllum heimilum í landinu, öllum léttum iðnaði, fiskiðnaði og landbúnaði, og einnig í vaxandi mæli, rafbílunum okkar. Segja mætti að Íslendingar búi við meira rafmagnsöryggi en aðrar þjóðir því við framleiðum fimm sinnum meira rafmagn en þarf til grunnþarfa samfélagsins. Ég tel að uppbygging stóriðju hafi verið farsælt skref á sínum tíma. Með þeim hætti tókst okkur að byggja upp mjög öflugt raforkukerfi. Álver hafa, eins og önnur mannanna verk, endanlegan líftíma, sennilega um 50 til 60 ár. Við lokun þeirra losnar mikið rafmagn sem nýta mætti með öðrum hætti þegar að því kemur. Íslendingar vinna meiri orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum en aðrar þjóðir því hlutfallið nemur um 85%. Jarðhitinn leggur þar langmest til í frumorku. Nýtni jarðhitans er hins vegar mun lakari en vatnsaflsins, sérstaklega til rafmagnsvinnslu. Kol eru um 2% af frumorku á Íslandi en þau eru notuð við álvinnslu og í kísil- og járnblendiverksmiðjum. Annað jarðefnaeldsneyti, bensín og olíur, nemur um 13% af heildinni. Skiptingin hér er nánast hnífjöfn milli samgangna á landi; skipaflotans og flugsins. En eru orkulindir Íslands óþrjótandi og getum við leyft okkur hvað sem er? Vatnsaflið Engar stórar vatnsaflsvirkjanir eru nú til skoðunar nema þær sem eru í neðri hluta Þjórsár; Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Urriðafossvirkjun er þeirra stærst, um 1 TWst á ári. Samtals gætu þær framleitt um 2,2 TWst á ári sem næmi þá ríflega 10% aukningu raforkuvinnslu í landinu. Jarðvarminn Ísland er af eldi sprottið og án eldvirkninnar risi landið ekki úr sæ. Urmull lághitasvæða er á Íslandi en auk þess um 30 megineldstöðvar. Háhitinn er þeirrar náttúru að bora þarf í lifandi eldstöðvar sem geta gosið með skömmum fyrirvara. Þetta sýndi sig áþreifanlega í Kröflueldum og aftur nú við orkuverið í Svartsengi. Ólíklegt er að virkjað verði á Reykjanesi í bráð og hugsanlega ekki næstu 100 til 200 árin. Háhitasvæði á Reykjanesi eru hugsanlega úr leik um fyrirsjáanlega framtíð. Talið er að þarfir hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu, sem nema um 1.200 MW í afltoppum, muni tvöfaldast til ársins 2060. Þörfin verður þá orðin um 2.400 MW sem nemur þremur og hálfri Kárahnjúkavirkjun að afli. Gera má ráð fyrir að allar fyrirhugaðar háhitavirkjanir Orku náttúrunnar fari til þess verðuga verkefnis að sjá hitaveitu höfuðborgarsvæðisins fyrir auknu afli. Nýtni háhita til rafmagnsvinnslu nemur aðeins um 13% en í blandaðri virkjun, sem vinnur einnig vatn fyrir hitaveitu, er nýtnin um 52%. Jarðhita má víða finna á hálendinu en einnig nálægt byggð, svo sem í Mývatnssveit, Hengilssvæðinu og á Reykjanesi. Vindorka Um vindorku hefur mikið verið rætt og ritað á undanförnum árum. Athyglisverð er grein eftir Sveinulf Vågene orkuráðgjafa um það „Hvernig Norðmenn voru blekktir til að byggja vindorkuver“ (https://heimildin.is/grein/20005/). Því hefur verið haldið fram að umhverfisáhrif vindorkuvera séu afturkræf að fullu. Svo er alls ekki. Undirstaða hverrar vindmyllu er risastór steinsteypuklossi, hugsanlega um 1000 tonn, sem bera þarf vindálag 200 metra hárrar myllu. Slóða þarf að hverri myllu sem ber mikinn þunga, stórt plan þarf til reisa hverja myllu sem þolir gríðarmikinn þunga. Grafa eða sprengja þarf fyrir jarðstrengjum frá hverri myllu um þriggja metra breiðan skurð svo dæmi sé tekið. Að auki þarf gríðarstórt aðfanga- og athafnaplan. Samkvæmt ýtrustu fyrirætlunum sýnist mér að stefni í 30 til 40 vindorkuver á landinu með 3.000 til 5.000 MW rafafli. Það þýðir um 1.000 vindmyllur sem hver yrði á bilinu 150 til 250 metra há. Hver vill sjá „ósnortin víðerni“ með 1000 vindmyllum. Svo háttar á til Íslandi að loftið er tært svo sjá má um langan veg. Hugmyndin er að reisa vinorkuver á fjöllum og fjallsöxlum og enginn er skógurinn til að hindra sýn. Norðmenn hafa valið þá leið að tengjast meginlandi Evrópu með rafstrengjum til að flytja út rafmagn þegar lón eru full og vindurinn blæs. Þá geta þeir jafnframt flutt inn rafmagn þegar sverfur að. Íslenska raforkukerfið er ekki tengt með sæstreng við aðrar álfur. Sem betur fer segi ég því myndi grunnverðið á rafmagni myndi hækka verulega og verðsveiflur margfaldast. Er rafmagnsskortur í landinu? Meðan við Íslendingar seljum meira rafmagn en við getum framleitt mun ríkja rafmagnskortur í landinu. Svo einfalt er það. Erlend fyrirtæki hafa ekki sjálfgefinn rétt til að kaupa rafmagn á Íslandi. Við ættum hins vegar að huga vel að innlendri starfsemi og tryggja að ávallt sé til nægt rafmagn til að fullnægja þörfum heimila og atvinnulífs í íslenskri eigu. Nú er svo komið að við gætum virkjað allt sem eftir er af jarðgufu og vatnsafli á tíu árum. Verkfræðikunnátta er komin á það stig og vinnuvélar eru svo stórtækar að þær myndu auðveldlega ráða við verkefnið. Auk þess er mjög auðvelt að afla fjár til að virkja græna og endurnýjanlega orku. Framtíðin Í umfjöllun um orkumál er stundum látið að því liggja að þjóðinni beri skylda til að virkja allt sem rennur og kraumar - og svo vindinn að auki. Þannig geti Íslendingar lagt sinn skerf af mörkum í heimi sem skortir endurnýjanlega orku. En rösum ekki um ráð fram. Stórfelld spjöll á náttúru landsins vegna flumbrugangs í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin. Höfundur er jarðfræðingur og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar