Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Brimborg og Ragnheiður Tryggvadóttir 21. febrúar 2025 08:42 Stórskemmtilegur reynsluakstur í nánast öllum þeim útgáfum af vetrarveðri sem Ísland býður upp á á Peugeot E-3008. Ferðinni var heitið austur fyrir fjall og allt á kafi í snjó. Spáin lofaði þó hæglætis vetrarveðri og það var spenningur í mér. Ég var á Peugeot E-3008 GT, 100% rafbíl, framdrifnum og flottum með uppgefna allt að 525 km drægni (WLTP) Yfir kaffibollanum reyndi ég að setja mig í spor rafbílaeigenda á svona köldum morgnum. Vön mínum fjórhjóladrifna díseltrukk var ég reyndar aðeins skeptísk á framdrifið. Það hafði snjóað hressilega um nóttina og snjóaði reyndar enn. Hitastigið rétt um frostmark. Þetta yrði spennandi ferðalag. Ég kláraði kaffið, sópaði þrjátíu sentimetra snjólaginu af bílnum og skellti mér af stað, meira en til í slaginn. Þykkt snjólag lá yfir öllu í þegar ég lagði í hann austur fyrir fjall. Óvön hátæknivæddum ökutækjum þorði ég þó ekki annað en renna inn á bensínstöð, aðeins nokkrum mínútum eftir að ferðalagi hófst því tilkynningar tóku að birtast á skjánum. Krapinn á götunum límdist utan á bílinn og ísingin blokkaði skynjara en Peugeot E- 3008 er búinn allskonar nálægðarskynjurum, hraðaskynjurum, radar og fleiru sem ég og minn gamli dísiltrukkur kunnum ekkert á. Ég hljóp því einn hring og dustaði aðeins utan af bílnum. Þegar ég ók af stað aftur hafði hann tekið mig í sátt og við stefndum galvösk upp á heiðina. Peugeot E-3008 er búinn nálægðarskynjurum á öllum hliðum sem betra er að halda hreinum svo þeir skili hlutverki sínu. Vetrarferð Þetta með framdrifið og færið reyndust síðan óþarfa áhyggjur, þjóðvegurinn ágætlega skafinn og þó enn væri talsverð snjókoma rúllaði Pusjóinn þetta án nokkurra vandkvæða og reyndar bara nokkuð vel. Peugeot E-3008 er semsagt fyrsti bíll Peugeot á STLA undirvagni en þessi sérstaki rafbílaundirvagn er sérhannaður til að skila hágæða akstursupplifun. Þá verður fjórhjóladrifinn Peugeot E-3008 kynntur nú í febrúar. Peugeot E-3008 hlaut Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir framúrskarandi hönnun. Panorama-formið á stjórnskjánum ekki bara flott heldur afar praktískt. Á skjánum sést að ég er með kveikt á hita í stýri og sætum sem mér finnst frábær lúxus. Verðlaun fyrir hönnun Bíllinn er frekar flottur á veginum, hlaut Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir framúrskarandi hönnun og á þau skilið. Það er töff að setjast inn í Panoramic i-Cocpittinn, sem minnir kannski meira á stjórnklefa í annarskonar farartæki en bíl. Skilrúmið milli framsætanna er nokkuð hátt og alveg lokað á milli svo ökumaðurinn er boxaður inn, sem mér líkaði vel. Milli sætanna eru lokuð geymsluhólf, annað þeirra með kælingu fyrir drykki og bollahöldurum. Þráðlaus hleðslustöð er fyrir símann milli sætanna en einnig eru USB tengi bæði frammí og aftur í. Það er ansi mikill stíll yfir þessari nýju kynslóð af panoramic i-cockpit Aðgengilegur stjórnskjár og skilvirk akstursaðstoð Panorama-formið á stjórnskjánum eða víðmyndin er ekki bara svakalega flott heldur afar praktískt, allt er í sjónlínu ökumanns, stillingar og skipanir eru aðgengilegar og allir takkar í seilingarfjarlægð. Takkinn til að skipta á milli Drive og Reverse var reyndar uppi í innréttingunni en ekki milli sætanna, eins og vöðvaminnið í mér reiknaði með en það vandist. Stýrið er leðurklætt, lítið og nett, eins og í kappakstursbíl sem gerir aksturinn sérstaklega skemmtilegan. Í útgáfunni sem ég ók er boðið upp á hita í stýrið, sem ég nýtti mér sannarlega. Peugeot E-3008 er búinn sjálfvirkri neyðarhemlun með myndavél og radar, veglínustýringu, bakkmyndavél, nálægðarskynjurum, fjarlægðarstillanlegum hraðastilli með Stop & Go virkni, akreinaraðstoð og skynjara á hraðatakmörkunum. Bíllinn er búinn sjálfvirkri háuljósa-aðstoð svo ég þurfti ekkert að spá í að lækka ljósin þegar ég mætti bíl og rúðuþurrkurnar sáu algerlega um sig sjálfar. Ég þurfti ekki einu sinni að opna bílinn með lykli, það var nóg að hafa lykilinn í vasanum og bíllinn opnaði og læsti. Já og handbremsan, hún er líka sjálfvirk. Ljósin eru sjálfvirk og lækka sjálfkrafa þegar ég mæti bíl og hækka svo aftur. Hægra ljósið lýsir lengra fram á veginn þegar bílarnir mætast. Styrkinn á bláu lýsingunni inni í bílnum var hægt að stilla. Gegnum skafrenning á heiðinni, hálku í Kömbunum og hækkandi frost renndi ég loks í hlað á áfangastað. Það hafði gengið talsvert á hleðsluna en enn var nóg inni til að komast til baka. Sest inn í heitan bíl Fyrir heimferðina nýtti ég mér að geta tímastillt hitann í innra rýminu svo bílinn var hlýr og notalegur þegar ég lagði af stað, og ekki veitti af í þessu vetrarríki. Hægt er að tímastilla forhitun fyrir hvern dag vikunnar á skjánum og auðvitað líka hægt að græja það í gegnum MyPeugeot appið. Það er líka hægt að tímastilla hleðslu til dæmis á þann tíma sem ódýrast er að hlaða heima. Það kemur sér vel að tímastilla forhitun á bílnum og geta sest upp í heitan bílinn á frostköldum morgnum. Stóðst villta vestursprófið Það voru sömu veðurskilyrði á heimleiðinni, frost, fjúk og hálka en til baka runnum við án vandræða, upp Kamba og yfir heiði. Peugeot E-3008 hafði sannað sig sem lipran og þægilegan í akstri í langkeyrslu á þjóðveginum en hvernig skyldi hann reynast inni í borginni? Mér fannst hann nefnilega virka dálítið mikill um sig en bíllinn er 4.542 mm að lengd, 1.895 mm á breidd og 1.641 mm á hæð. En, hann er sagður hafa minnsta beygjuradíus bíla í sínum flokki og þar með þægilegur í snatt og snúninga . Ég ákvað að láta reyna á það í einum þeim mest krefjandi aðstæðum sem ég finn mig í borginni, Skeifunni. Skeifan og Faxafen, með sín pínulitlu hringtorg, þröngu bílastæði, innkeyrslur, útkeyrslur, beygjur og netta villta vesturs-stemming í gangi á annatíma eru áskorun hvenær sem er en sérstaklega í myrkri og slabbi. Veghæð bílsins er 19.8 sm svo hann rennur þokkalega yfir slabbið og á daginn kom að hann reyndist lipur eins og ballerína í hverri áskorun Skeifunnar. Stýrið lipurt, engu logið um beygjuradíusinn og nálægðaskynjararnir létu vita af hverri hindrun kringum bílinn. Bakkmyndavélin skilar víðu og góðu sjónarhorni sem kom sér vel á bílastæðunum og framdrifið var feykinóg, þrátt fyrir mjölkennda áferðina á söltuðum snjónum sem borgarbúar þekkja. Það sem stendur upp úr Þetta var stórskemmtileg helgarferð í nánast öllum þeim útgáfum af vetrarveðri sem Ísland býður upp á. Ef eitthvað mætti setja út á Peugeot E-3008 GT þá fannst mér hann kannski óþarflega viðkvæmur– í ferðinni komu nokkrum sinnum upp tilkynningar á skjáinn um að skynjararnir virkuðu ekki sem skyldi eða að ökumannsaðstoð væri ekki virk í bili. Það skrifast samt að öllum líkindum á snjó og krapa, sem er erfitt að komast hjá á íslenskum vegum. Á móti má segja að það sé jákvætt að bíllinn láti svo samviskusamlega vita um þessa hluti þó þreytandi sé. Þegar kom að drægninni tók hann mig reyndar aðeins á taugum. GT týpan sem ég ók hefur uppgefna allt að 525 km drægni (WLTP) og fæst reyndar einnig með allt að 700 km drægni (WLTP). Ég lagði af stað með 90% hleðslu og 420 km inni en 96 km seinna var staðan þó komin niður í 55 % og 220 kílómetra. Ytri aðstæður hafa líklega talsvert meiri áhrif á drægni bílsins en ég gerði mér grein fyrir því þetta var óneitanlega sannkölluð vetrarferð, snjóþekja á veginum, éljagangur, fjúk á heiðinni og hitastigið rokkaði frá 0 gráðum og niður í -4 stiga frost. Ég sló heldur ekkert af hitanum í sæti og stýri. Plúsar við Peugeot Mér fannst þessi bíll afar þægilegur í akstri, bæði á langkeyrslunni á þjóðveginum og ekki síður í snúningum innanbæjar. Eftir að ég vandist því hve stýrið er lítið fannst mér það kostur frekar en ekki. Sætin halda vel utan um mann og þó þau séu ekki rafdrifin í þeirri gerð sem ég ók er auðvitað hægt að stilla þau á alla kanta. Þess má geta að ef pantaður er lúxuspakkinn í aukabúnaði kemur Peugeot E-3008 GT með rafdrifnum sætum sem stilla má á 10 vegu, nuddkerfi og fleiri flottum fítusum. Eins gat ég stillt stýrið, togað það nær mér hækkað og lækkað. Þá verður hiti í stýri og sætum aldrei dásamaður nóg á vetrarferðum. Stjórnklefastemmingin kringum bílstjórasætið er virkilega vel heppnuð hönnun. Þrátt fyrir samviskusamlegar tilkynningarnar um blokkaða skynjara fannst mér akstursaðstoðin í þessum bíl frábær. Ekki of stjórnsöm og bara svo næs – veglínuaðstoðin gefur til dæmis til kynna með merki á skjánum en stýrið kippist ekki til. Eins blikkar hámarkshraðatalan í rauðu á skjánum ef ég var komin yfir og bíllinn lét vita með hógværu hljóðmerki í mjúkum tón. Það kunni ég virkilega vel að meta. Þá er verðið á Peugeot E-3008 bara ansi gott eða rétt undir sjö milljónum með rafbílastyrknum. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Yfir kaffibollanum reyndi ég að setja mig í spor rafbílaeigenda á svona köldum morgnum. Vön mínum fjórhjóladrifna díseltrukk var ég reyndar aðeins skeptísk á framdrifið. Það hafði snjóað hressilega um nóttina og snjóaði reyndar enn. Hitastigið rétt um frostmark. Þetta yrði spennandi ferðalag. Ég kláraði kaffið, sópaði þrjátíu sentimetra snjólaginu af bílnum og skellti mér af stað, meira en til í slaginn. Þykkt snjólag lá yfir öllu í þegar ég lagði í hann austur fyrir fjall. Óvön hátæknivæddum ökutækjum þorði ég þó ekki annað en renna inn á bensínstöð, aðeins nokkrum mínútum eftir að ferðalagi hófst því tilkynningar tóku að birtast á skjánum. Krapinn á götunum límdist utan á bílinn og ísingin blokkaði skynjara en Peugeot E- 3008 er búinn allskonar nálægðarskynjurum, hraðaskynjurum, radar og fleiru sem ég og minn gamli dísiltrukkur kunnum ekkert á. Ég hljóp því einn hring og dustaði aðeins utan af bílnum. Þegar ég ók af stað aftur hafði hann tekið mig í sátt og við stefndum galvösk upp á heiðina. Peugeot E-3008 er búinn nálægðarskynjurum á öllum hliðum sem betra er að halda hreinum svo þeir skili hlutverki sínu. Vetrarferð Þetta með framdrifið og færið reyndust síðan óþarfa áhyggjur, þjóðvegurinn ágætlega skafinn og þó enn væri talsverð snjókoma rúllaði Pusjóinn þetta án nokkurra vandkvæða og reyndar bara nokkuð vel. Peugeot E-3008 er semsagt fyrsti bíll Peugeot á STLA undirvagni en þessi sérstaki rafbílaundirvagn er sérhannaður til að skila hágæða akstursupplifun. Þá verður fjórhjóladrifinn Peugeot E-3008 kynntur nú í febrúar. Peugeot E-3008 hlaut Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir framúrskarandi hönnun. Panorama-formið á stjórnskjánum ekki bara flott heldur afar praktískt. Á skjánum sést að ég er með kveikt á hita í stýri og sætum sem mér finnst frábær lúxus. Verðlaun fyrir hönnun Bíllinn er frekar flottur á veginum, hlaut Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir framúrskarandi hönnun og á þau skilið. Það er töff að setjast inn í Panoramic i-Cocpittinn, sem minnir kannski meira á stjórnklefa í annarskonar farartæki en bíl. Skilrúmið milli framsætanna er nokkuð hátt og alveg lokað á milli svo ökumaðurinn er boxaður inn, sem mér líkaði vel. Milli sætanna eru lokuð geymsluhólf, annað þeirra með kælingu fyrir drykki og bollahöldurum. Þráðlaus hleðslustöð er fyrir símann milli sætanna en einnig eru USB tengi bæði frammí og aftur í. Það er ansi mikill stíll yfir þessari nýju kynslóð af panoramic i-cockpit Aðgengilegur stjórnskjár og skilvirk akstursaðstoð Panorama-formið á stjórnskjánum eða víðmyndin er ekki bara svakalega flott heldur afar praktískt, allt er í sjónlínu ökumanns, stillingar og skipanir eru aðgengilegar og allir takkar í seilingarfjarlægð. Takkinn til að skipta á milli Drive og Reverse var reyndar uppi í innréttingunni en ekki milli sætanna, eins og vöðvaminnið í mér reiknaði með en það vandist. Stýrið er leðurklætt, lítið og nett, eins og í kappakstursbíl sem gerir aksturinn sérstaklega skemmtilegan. Í útgáfunni sem ég ók er boðið upp á hita í stýrið, sem ég nýtti mér sannarlega. Peugeot E-3008 er búinn sjálfvirkri neyðarhemlun með myndavél og radar, veglínustýringu, bakkmyndavél, nálægðarskynjurum, fjarlægðarstillanlegum hraðastilli með Stop & Go virkni, akreinaraðstoð og skynjara á hraðatakmörkunum. Bíllinn er búinn sjálfvirkri háuljósa-aðstoð svo ég þurfti ekkert að spá í að lækka ljósin þegar ég mætti bíl og rúðuþurrkurnar sáu algerlega um sig sjálfar. Ég þurfti ekki einu sinni að opna bílinn með lykli, það var nóg að hafa lykilinn í vasanum og bíllinn opnaði og læsti. Já og handbremsan, hún er líka sjálfvirk. Ljósin eru sjálfvirk og lækka sjálfkrafa þegar ég mæti bíl og hækka svo aftur. Hægra ljósið lýsir lengra fram á veginn þegar bílarnir mætast. Styrkinn á bláu lýsingunni inni í bílnum var hægt að stilla. Gegnum skafrenning á heiðinni, hálku í Kömbunum og hækkandi frost renndi ég loks í hlað á áfangastað. Það hafði gengið talsvert á hleðsluna en enn var nóg inni til að komast til baka. Sest inn í heitan bíl Fyrir heimferðina nýtti ég mér að geta tímastillt hitann í innra rýminu svo bílinn var hlýr og notalegur þegar ég lagði af stað, og ekki veitti af í þessu vetrarríki. Hægt er að tímastilla forhitun fyrir hvern dag vikunnar á skjánum og auðvitað líka hægt að græja það í gegnum MyPeugeot appið. Það er líka hægt að tímastilla hleðslu til dæmis á þann tíma sem ódýrast er að hlaða heima. Það kemur sér vel að tímastilla forhitun á bílnum og geta sest upp í heitan bílinn á frostköldum morgnum. Stóðst villta vestursprófið Það voru sömu veðurskilyrði á heimleiðinni, frost, fjúk og hálka en til baka runnum við án vandræða, upp Kamba og yfir heiði. Peugeot E-3008 hafði sannað sig sem lipran og þægilegan í akstri í langkeyrslu á þjóðveginum en hvernig skyldi hann reynast inni í borginni? Mér fannst hann nefnilega virka dálítið mikill um sig en bíllinn er 4.542 mm að lengd, 1.895 mm á breidd og 1.641 mm á hæð. En, hann er sagður hafa minnsta beygjuradíus bíla í sínum flokki og þar með þægilegur í snatt og snúninga . Ég ákvað að láta reyna á það í einum þeim mest krefjandi aðstæðum sem ég finn mig í borginni, Skeifunni. Skeifan og Faxafen, með sín pínulitlu hringtorg, þröngu bílastæði, innkeyrslur, útkeyrslur, beygjur og netta villta vesturs-stemming í gangi á annatíma eru áskorun hvenær sem er en sérstaklega í myrkri og slabbi. Veghæð bílsins er 19.8 sm svo hann rennur þokkalega yfir slabbið og á daginn kom að hann reyndist lipur eins og ballerína í hverri áskorun Skeifunnar. Stýrið lipurt, engu logið um beygjuradíusinn og nálægðaskynjararnir létu vita af hverri hindrun kringum bílinn. Bakkmyndavélin skilar víðu og góðu sjónarhorni sem kom sér vel á bílastæðunum og framdrifið var feykinóg, þrátt fyrir mjölkennda áferðina á söltuðum snjónum sem borgarbúar þekkja. Það sem stendur upp úr Þetta var stórskemmtileg helgarferð í nánast öllum þeim útgáfum af vetrarveðri sem Ísland býður upp á. Ef eitthvað mætti setja út á Peugeot E-3008 GT þá fannst mér hann kannski óþarflega viðkvæmur– í ferðinni komu nokkrum sinnum upp tilkynningar á skjáinn um að skynjararnir virkuðu ekki sem skyldi eða að ökumannsaðstoð væri ekki virk í bili. Það skrifast samt að öllum líkindum á snjó og krapa, sem er erfitt að komast hjá á íslenskum vegum. Á móti má segja að það sé jákvætt að bíllinn láti svo samviskusamlega vita um þessa hluti þó þreytandi sé. Þegar kom að drægninni tók hann mig reyndar aðeins á taugum. GT týpan sem ég ók hefur uppgefna allt að 525 km drægni (WLTP) og fæst reyndar einnig með allt að 700 km drægni (WLTP). Ég lagði af stað með 90% hleðslu og 420 km inni en 96 km seinna var staðan þó komin niður í 55 % og 220 kílómetra. Ytri aðstæður hafa líklega talsvert meiri áhrif á drægni bílsins en ég gerði mér grein fyrir því þetta var óneitanlega sannkölluð vetrarferð, snjóþekja á veginum, éljagangur, fjúk á heiðinni og hitastigið rokkaði frá 0 gráðum og niður í -4 stiga frost. Ég sló heldur ekkert af hitanum í sæti og stýri. Plúsar við Peugeot Mér fannst þessi bíll afar þægilegur í akstri, bæði á langkeyrslunni á þjóðveginum og ekki síður í snúningum innanbæjar. Eftir að ég vandist því hve stýrið er lítið fannst mér það kostur frekar en ekki. Sætin halda vel utan um mann og þó þau séu ekki rafdrifin í þeirri gerð sem ég ók er auðvitað hægt að stilla þau á alla kanta. Þess má geta að ef pantaður er lúxuspakkinn í aukabúnaði kemur Peugeot E-3008 GT með rafdrifnum sætum sem stilla má á 10 vegu, nuddkerfi og fleiri flottum fítusum. Eins gat ég stillt stýrið, togað það nær mér hækkað og lækkað. Þá verður hiti í stýri og sætum aldrei dásamaður nóg á vetrarferðum. Stjórnklefastemmingin kringum bílstjórasætið er virkilega vel heppnuð hönnun. Þrátt fyrir samviskusamlegar tilkynningarnar um blokkaða skynjara fannst mér akstursaðstoðin í þessum bíl frábær. Ekki of stjórnsöm og bara svo næs – veglínuaðstoðin gefur til dæmis til kynna með merki á skjánum en stýrið kippist ekki til. Eins blikkar hámarkshraðatalan í rauðu á skjánum ef ég var komin yfir og bíllinn lét vita með hógværu hljóðmerki í mjúkum tón. Það kunni ég virkilega vel að meta. Þá er verðið á Peugeot E-3008 bara ansi gott eða rétt undir sjö milljónum með rafbílastyrknum.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira