Frá þessu greina Brunavarnir Suðurnesja og rússneski miðillinn Tass.
Fram kemur hjá Tass að flugvélin hafi verið á leið frá Taskent í Úsbekistan til New York í Bandaríkjunum þegar kona um borð fékk hríðir, og fæddi svo dreng nokkru síðar.
Um borð hafi verið skurðlæknir og ljósmóðir sem aðstoðuðu við fæðinguna.
Í tilkynningu Brunavarna Suðurnesja segir að ljósmóðir og sjúkraflutningarmenn hafi verið sendir á staðinn og flutt fólkið til aðhlynningar. Drengurinn hafi verið fyrirburi en bæði móður og barni heilsist vel.
