Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 07:08 Gular viðvaranir taka víða gildi á landinu fyrir hádegi í dag vegna hríðarveðurs. Vísir/Vilhelm Það mun ganga í suðaustanhvassviðri eða -storm með slyddu eða snjókomu með morgninum, en rigningu við ströndina og hlýnar nokkuð. Veðurstofan spáir því að það verði hægari vindur og þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Það mun svo lægja heldur og verður þurrt að kalla í kvöld, fyrst vestantil. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Vestfjörðum, Breiðafirði, Faxaflóa, Suðurlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðursins í dag. Taka þær gildi fyrir hádegi og eru þær síðustu í gildi fram á kvöld. „Bent er á að mikil hálka geti myndast á vegum úti á morgun og eru ökumenn hvattir til að aka eftir aðstæðum. Næsta lægð nálgast landið á morgun, föstudag, og gengur í suðaustanstorm og jafnvel rok með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að snjói undan þeirri lægð eins og lægðinni í dag þar sem mun mildara loft verður yfir landinu á morgun. Spáð er áframhaldandi umhelypingum um helgina með hvössum sunnanáttum, talsverðri rigningu, hlýindum og asahlákau og er því fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að fyrirbyggja vatnstjón. Vegna veðurhæðar eru ferðalangar hvattir til aka með gát, einkum ef ökutækin taka á sig vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi sunnan- og suðaustanátt með hlýnandi veðri, 18-25 m/s og rigning undir kvöld, en þurrt að mestu norðaustanlands og hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning eða slydda með köflum, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan storm eða rok seinnipartinn með talsverðri rigningu og hlýindum, einkum sunnantil. Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil og kólnandi veður. Á miðvikudag: Búast má við hvassri sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri í bili. Veður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Sjá meira
Veðurstofan spáir því að það verði hægari vindur og þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Það mun svo lægja heldur og verður þurrt að kalla í kvöld, fyrst vestantil. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Vestfjörðum, Breiðafirði, Faxaflóa, Suðurlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðursins í dag. Taka þær gildi fyrir hádegi og eru þær síðustu í gildi fram á kvöld. „Bent er á að mikil hálka geti myndast á vegum úti á morgun og eru ökumenn hvattir til að aka eftir aðstæðum. Næsta lægð nálgast landið á morgun, föstudag, og gengur í suðaustanstorm og jafnvel rok með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að snjói undan þeirri lægð eins og lægðinni í dag þar sem mun mildara loft verður yfir landinu á morgun. Spáð er áframhaldandi umhelypingum um helgina með hvössum sunnanáttum, talsverðri rigningu, hlýindum og asahlákau og er því fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að fyrirbyggja vatnstjón. Vegna veðurhæðar eru ferðalangar hvattir til aka með gát, einkum ef ökutækin taka á sig vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi sunnan- og suðaustanátt með hlýnandi veðri, 18-25 m/s og rigning undir kvöld, en þurrt að mestu norðaustanlands og hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning eða slydda með köflum, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan storm eða rok seinnipartinn með talsverðri rigningu og hlýindum, einkum sunnantil. Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil og kólnandi veður. Á miðvikudag: Búast má við hvassri sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri í bili.
Veður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Sjá meira