Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. janúar 2025 11:47 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, býst við mikilli stemningu í Iðnó í kvöld. vísir/vilhelm Blásið verður til Kvennaárs með dansveislu í Iðnó í kvöld. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá Kvennafrídeginum og í tilefni þess verður allt árið verður lagt undir jafnréttisbaráttu að sögn formanns BSRB. Tugir samtaka standa að viðburðinum. „Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira