„Hennar verður sárt saknað,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni hennar.
Faithfull fæddist í Hampstead í desember árið 1946 og var þekkt fyrir lög eins og As Tears Go By og fyrir að leika í kvikmyndum eins og The Girl On A Motorcycle.
Faithfull var einnig nokkuð þekkt fyrir að vera kærasta Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, á sjöunda áratugnum og var innblástur laga eins og Wild Horses og You Can't Always Get What You Want.

Faithfull ánetjaðist heróíni á áttunda áratugnum en steig aftur fram í sviðsljósið með plötu sinni Broken English. Faithfull glímdi við mörg heilsufarsvandamál á meðan hún lifði svo sem átröskun, brjóstakrabbamein og lungnaþembu sökum reykinga. Faithfull fékk svo Covid 2020 og var mjög veik en jafnaði sig svo á veikindunum.
Í umfjöllun BBC er fjallað nánar um feril hennar og líf.