Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2025 22:30 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir sinn flokk einfaldlega þurfa meira pláss. Beinast liggi við að taka stærsta herbergi hússins, sem Sjálfstæðismenn hafa haft til umráða síðastliðin 84 ár. Kollegi hans í Sjálfstæðisflokknum heldur nú síður. Samfylkingin geti einfaldlega fundað í öðru herbergi sem rúmi vel 15 manna þingflokk. Vísir/Einar Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Í dag var fjallað um það að Samfylkingin, sem er nú stærsti flokkurinn á þingi, hefði óskað eftir að fá herberginu, sem er það stærsta, úthlutað til sín. Erindi þess efnis hefði borist þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks frá skrifstofustjóra Alþingis, sem hefur litla trú á að Samfylkingin fái sínu framgengt. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja alveg skýrar. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að láta herbergið eftir. Herbergi sem þeir hafi haft til umráða síðan árið 1941. Gott ef stjórnin er öll í kallfæri Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir til skoðunar að hafa herbergi stjórnarflokkanna nálægt hvert öðru. Þá myndi hans flokkur taka herbergi Sjálfsfstæðisflokksins, sem hefur einum færri þingmenn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann hafa komið á óvart hve miklar tilfinningar væru í spilinu. Hildur sagði það skiljanlegt að yngri flokkar áttuðu sig ekki á gildi þess að halda herbergi sem hefði fylgt flokknum í 84 ár. Skýrar reglur sem þó gætu breyst Staðreyndin er þó sú að Samfylkingin, sem bætti við sig níu þingmönnum í síðustu kosningum, hefur sprengt af sér þingflokksherbergið sem það hafði yfir að ráða á síðasta kjörtímabili. Hildur segir fimmtán manna þingflokk þó vel geta fundað í næst stærsta herberginu. Reglur þingsins kveði á um að ekki eigi að flytja flokka milli herbergja nema nauðsynlegt sé. Þá segir Guðmundur Ari að vel komi til greina að breyta reglunum, kjósi Sjálfstæðismenn að túlka þær á þennan veg. Herbergið sem Samfylkingin vill komast í, og Sjálfstæðismenn vilja allra síst yfirgefa, má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Í dag var fjallað um það að Samfylkingin, sem er nú stærsti flokkurinn á þingi, hefði óskað eftir að fá herberginu, sem er það stærsta, úthlutað til sín. Erindi þess efnis hefði borist þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks frá skrifstofustjóra Alþingis, sem hefur litla trú á að Samfylkingin fái sínu framgengt. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja alveg skýrar. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að láta herbergið eftir. Herbergi sem þeir hafi haft til umráða síðan árið 1941. Gott ef stjórnin er öll í kallfæri Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir til skoðunar að hafa herbergi stjórnarflokkanna nálægt hvert öðru. Þá myndi hans flokkur taka herbergi Sjálfsfstæðisflokksins, sem hefur einum færri þingmenn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann hafa komið á óvart hve miklar tilfinningar væru í spilinu. Hildur sagði það skiljanlegt að yngri flokkar áttuðu sig ekki á gildi þess að halda herbergi sem hefði fylgt flokknum í 84 ár. Skýrar reglur sem þó gætu breyst Staðreyndin er þó sú að Samfylkingin, sem bætti við sig níu þingmönnum í síðustu kosningum, hefur sprengt af sér þingflokksherbergið sem það hafði yfir að ráða á síðasta kjörtímabili. Hildur segir fimmtán manna þingflokk þó vel geta fundað í næst stærsta herberginu. Reglur þingsins kveði á um að ekki eigi að flytja flokka milli herbergja nema nauðsynlegt sé. Þá segir Guðmundur Ari að vel komi til greina að breyta reglunum, kjósi Sjálfstæðismenn að túlka þær á þennan veg. Herbergið sem Samfylkingin vill komast í, og Sjálfstæðismenn vilja allra síst yfirgefa, má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að ofan.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39