Héraðsdómur kveður síðan upp dóm síðar í dag í máli foreldra leikskólabarna sem kærðu kennarasambandið vegna verkfallsaðgerða kennara.
Þá heyrum við í borgarstarfsmönnum sem búa sig nú undir ásahlákuna sem veðurspáin gerir ráð fyrir í dag og raunar næstu daga.
Að auki verður rætt við Dag B. Eggertsson þingmann en hann er formaður undirbúningsnefndar Alþingis um rannsókn kosninga. Hann segist vongóður um að nefndin nái að ljúka störfum í tæka tíð, en þingsetning er áætluð næstkomandi þriðjudag.
Í íþróttapakka dagsins er það svo Dagur Sigurðsson sem á sviðið en hann náði þeim sögulega áfanga að komast með krótatíska landsliðið í úrslit á HM í handbolta.