Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 31. janúar 2025 15:03 Nýleg ummæli Ingu Sæland, ráðherra félags- og húsnæðismála, vegna fréttaflutnings um styrki til stjórnmálaflokka og símtals við skólastjóra Borgarholtsskóla, er einungis nýjasta dæmið um skaðlega, ómálefnalega gagnrýni valdamanna á blaðamenn. Aðeins mánuður er síðan Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði lítið úr blaðamanni í Kryddsíldinni og kallaði umfjöllun um landsfund „blaðamannablaður.” Þá er stutt síðan þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði blaðamenn um siðlausar árásir á fjölskyldu sína eftir afhjúpun tengda störfum hans. Viðbrögð þessa valdafólks við eðlilegum og nauðsynlegum spurningum blaðamanna eru fullt tilefni er til þess að vekja athygli almennings á mikilvægi fjölmiðla og blaðamanna í lýðræðissamfélagi og hlutverki þeirra. Frjálsir fjölmiðlar og öflug og vönduð blaðamennska, þar sem tjáningarfrelsið er í fyrirrúmi, eru forsenda lýðræðis. Blaðamenn vinna í þágu almennings sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Blaðamenn standa vörð um þennan rétt almennings til upplýsinga svo veita megi nauðsynlegt aðhald í lýðræðisþjóðfélagi. Valdhafarnir sjálfir eru mesta ógnin Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra. Það gera þeir til að mynda með því að tala niður til blaðamanna og gera lítið úr þeim, saka þá um að annarlegar hvatir búi að baki spurningum þeirra, snúa út úr orðum þeirra eða einfaldlega neita að svara. Þeir ráðast á fjölmiðla sem spyrja erfiðra spurninga, uppnefna þá jafnvel eða ýta undir vantraust með ásökunum um skort á hlutlægni eða heiðarleika. Blaðamennska á að vera óþægileg Það er leitt að sjá íslenska stjórnmálamenn snúast gegn fjölmiðlum og blaðamönnum sem eru að veita valdhöfum aðhald með því að veita almenningi mikilvægar upplýsingar um störf þeirra, ákvarðanir eða háttsemi. Blaðamennska getur verið — og á að vera — óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum. Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu. Þetta skilja stjórnmálamenn í þeim löndum sem raða sér efst á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra um fjölmiðlafrelsi en fyrir hálfum öðrum áratug var Ísland meðal þeirra. Ísland hefur hins vegar hrapað jafnt og þétt niður þennan lista. Ein ástæðan sem er nefnd er að að sjálfstæði íslenskra fjölmiðla stafi ógn af viðhorfi stjórnmálamanna til fjölmiðla og ummælum þeirra. Freistnivandi valdhafa Það liggur í eðli valdsins að verjast. Handhafar þess geta freistast til að takmarka frelsi fjölmiðla til að fjalla um þá með gagnrýnum hætti. Þessi freistnivandi hefur valdið afturför í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi, þar sem valdbeiting gegn blaðamönnum, ásamt veikburða og einsleitu fjölmiðlaumhverfi, hefur veikt undirstöður lýðræðisins enn frekar. Það var ekki af einskærri góðmennsku valdamanna að samskipti þeirra og blaðamanna voru heilbrigðari hér fyrr á árum. Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings. Gjörbreytt fjölmiðlaumhverfi og breyttar miðlunarleiðir með tilkomu samfélagsmiðla hafa myndað gjá milli valdafólks og fjölmiðla og þar með milli valdafólks og almennings. Stjórnmálamenn nota nú samfélagsmiðla í æ meira mæli til þess að koma upplýsingum á framfæri við almenning án þess að þurfa að svara fyrir þær. Með því velja slíka einstefnuleið upplýsingamiðlunar eru valdamenn að brjóta á rétti almennings til upplýsinga. Með einstefnutilkynningum eru þeir að neita að gefa blaðamönnum og þar með almenningi kost á því að spyrja nauðsynlegra og mögulega óþægilegra spurninga. Með því geta stjórnmálamenn stýrt því hvaða upplýsingar fara leynt og hverjar ekki. Blaðamennska í þágu almennings Eina leiðin til að sporna gegn þessari óheillaþróun er að almenningur fylki sér að baki blaðamönnum og styðji við fréttamiðla sem veita aðhald, sem spyrja erfiðu spurninganna og láta ekki undan hótunum eða valdbeitingu. Það þarf að minna valdamenn á í umboði hvers þeir starfa. Oft virðast þeir gleyma því að þeir starfa í þágu sama hóps og blaðamenn: almennings. Og blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Blaðamannafélagið hefur boðað til samtals um stöðuna þriðjudaginn 4. febrúar í húsakynnum félagsins, Síðumúla 23, og er fundurinn opinn öllum félagsmönnum. Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, og Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verða með stuttar framsögur og í kjölfarið verður opnað fyrir umræður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigríður Dögg Auðunsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýleg ummæli Ingu Sæland, ráðherra félags- og húsnæðismála, vegna fréttaflutnings um styrki til stjórnmálaflokka og símtals við skólastjóra Borgarholtsskóla, er einungis nýjasta dæmið um skaðlega, ómálefnalega gagnrýni valdamanna á blaðamenn. Aðeins mánuður er síðan Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði lítið úr blaðamanni í Kryddsíldinni og kallaði umfjöllun um landsfund „blaðamannablaður.” Þá er stutt síðan þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði blaðamenn um siðlausar árásir á fjölskyldu sína eftir afhjúpun tengda störfum hans. Viðbrögð þessa valdafólks við eðlilegum og nauðsynlegum spurningum blaðamanna eru fullt tilefni er til þess að vekja athygli almennings á mikilvægi fjölmiðla og blaðamanna í lýðræðissamfélagi og hlutverki þeirra. Frjálsir fjölmiðlar og öflug og vönduð blaðamennska, þar sem tjáningarfrelsið er í fyrirrúmi, eru forsenda lýðræðis. Blaðamenn vinna í þágu almennings sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Blaðamenn standa vörð um þennan rétt almennings til upplýsinga svo veita megi nauðsynlegt aðhald í lýðræðisþjóðfélagi. Valdhafarnir sjálfir eru mesta ógnin Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra. Það gera þeir til að mynda með því að tala niður til blaðamanna og gera lítið úr þeim, saka þá um að annarlegar hvatir búi að baki spurningum þeirra, snúa út úr orðum þeirra eða einfaldlega neita að svara. Þeir ráðast á fjölmiðla sem spyrja erfiðra spurninga, uppnefna þá jafnvel eða ýta undir vantraust með ásökunum um skort á hlutlægni eða heiðarleika. Blaðamennska á að vera óþægileg Það er leitt að sjá íslenska stjórnmálamenn snúast gegn fjölmiðlum og blaðamönnum sem eru að veita valdhöfum aðhald með því að veita almenningi mikilvægar upplýsingar um störf þeirra, ákvarðanir eða háttsemi. Blaðamennska getur verið — og á að vera — óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum. Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu. Þetta skilja stjórnmálamenn í þeim löndum sem raða sér efst á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra um fjölmiðlafrelsi en fyrir hálfum öðrum áratug var Ísland meðal þeirra. Ísland hefur hins vegar hrapað jafnt og þétt niður þennan lista. Ein ástæðan sem er nefnd er að að sjálfstæði íslenskra fjölmiðla stafi ógn af viðhorfi stjórnmálamanna til fjölmiðla og ummælum þeirra. Freistnivandi valdhafa Það liggur í eðli valdsins að verjast. Handhafar þess geta freistast til að takmarka frelsi fjölmiðla til að fjalla um þá með gagnrýnum hætti. Þessi freistnivandi hefur valdið afturför í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi, þar sem valdbeiting gegn blaðamönnum, ásamt veikburða og einsleitu fjölmiðlaumhverfi, hefur veikt undirstöður lýðræðisins enn frekar. Það var ekki af einskærri góðmennsku valdamanna að samskipti þeirra og blaðamanna voru heilbrigðari hér fyrr á árum. Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings. Gjörbreytt fjölmiðlaumhverfi og breyttar miðlunarleiðir með tilkomu samfélagsmiðla hafa myndað gjá milli valdafólks og fjölmiðla og þar með milli valdafólks og almennings. Stjórnmálamenn nota nú samfélagsmiðla í æ meira mæli til þess að koma upplýsingum á framfæri við almenning án þess að þurfa að svara fyrir þær. Með því velja slíka einstefnuleið upplýsingamiðlunar eru valdamenn að brjóta á rétti almennings til upplýsinga. Með einstefnutilkynningum eru þeir að neita að gefa blaðamönnum og þar með almenningi kost á því að spyrja nauðsynlegra og mögulega óþægilegra spurninga. Með því geta stjórnmálamenn stýrt því hvaða upplýsingar fara leynt og hverjar ekki. Blaðamennska í þágu almennings Eina leiðin til að sporna gegn þessari óheillaþróun er að almenningur fylki sér að baki blaðamönnum og styðji við fréttamiðla sem veita aðhald, sem spyrja erfiðu spurninganna og láta ekki undan hótunum eða valdbeitingu. Það þarf að minna valdamenn á í umboði hvers þeir starfa. Oft virðast þeir gleyma því að þeir starfa í þágu sama hóps og blaðamenn: almennings. Og blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Blaðamannafélagið hefur boðað til samtals um stöðuna þriðjudaginn 4. febrúar í húsakynnum félagsins, Síðumúla 23, og er fundurinn opinn öllum félagsmönnum. Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, og Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verða með stuttar framsögur og í kjölfarið verður opnað fyrir umræður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun