Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Aron Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2025 09:33 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík Vísir/EINAR Með því að spila ólöglegum leikmanni, Stíg Diljan Þórðarsyni, í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu hefur lið Víkings Reykjavíkur sankað að sér sektum. Félagið vissi að með því að spila honum myndu þeir fá sekt en þeim finnst tvöföld sekt eftir síðasta leik frá KSÍ aðeins of vel í lagt. Stígur Diljan kom heim til Víkings Reykjavíkur frá Triestina á Ítalíu en þar sem að henn kemur frá félagi erlendis frá fær hann ekki félagsskipti fyrr en þann 5.febrúar næstkomandi þegar að félagsskiptaglugginn opnar og var hann því ekki löglegur á nýafstöðnu Reykjavíkurmóti. Þrír leikir, þrjár sektir sem áttu að hljóða upp á 60 þúsund krónur fyrir hvern leik en Víkingar ráku upp stór augu þegar að 60 þúsund krónurnar voru orðnar að 120 þúsund krónum eftir þriðja og síðasta leik liðsins á mótinu. Samtals hljóða því sektirnar þrjár, fyrir leikina þrjá, upp á 240 þúsund krónur. En hver er ástæða þess að Stígur Diljan, ólöglegur í mótinu, er látinn spila þessa leiki? „Hún er mjög einföld,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í samtali við Vísi. „Við erum bara með nýja leikmenn í hópnum og þeir þurfa að spila. Við þurfum að spila saman lið fyrir mikilvægasta leik Víkings Reykjavíkur frá upphafi. Við erum að fara inn í alvöru verkefni á móti Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Ég þakka bara fyrir að það séu ekki fleiri leikmenn að koma til okkar erlendis frá. Í fyrra voru þeir þrír: Jón Guðni, Pálmi og Valdimar. Sektin hefði líklega verið þrefölduð til þess að gera liðið tilbúið. Nú er það bara Stígur Diljan og við mátum það bara sem svo að það væri mikilvægara að Stígur spili þessa leiki, sé partur af liðinu, farandi inn í þetta erfiða verkefni.“ „Svo ákveður KSÍ að tvöfalda sektina allt í einu. Við erum nú aðeins að skoða það. En það endurspeglar svolítið hvernig við erum að berjast í þessu. Þetta mót skiptir í raun ekki máli, þetta er æfingamót og við erum að horfa á það þannig. Við vitum alveg af sektinni en svo kemur allt í einu tvöföld sekt, sem við höfum jú alveg efni á í dag en er bara svolítið skrýtið og kannski endurspeglar svolítið afstöðu KSÍ til okkar í þessari keppni.“ Það hefur komið ykkur spánskt fyrir sjónir að fá allt í einu tvöfalda sekt í andlitið? „Já. Í raun er þetta eitthvað sem skiptir engu máli, sektin. En pælingin að tvöfalda hann allt í einu í lokin finnst okkur svolítið skrýtin. Af hverju að gera það? Leyfið okkur bara að halda áfram með þetta, reyna spila strákinn í stand. Ef þetta hefðu verið fleiri leikmenn þá hefði þetta verið aðeins dýrara.“ „Hvað græðum við á því að vinna þetta?“ Mót með langa sögu og því hefur verið fleygt fram í umræðunni að þið séuð að sýna því vanvirðingu. Hvernig svararðu því? „Þetta er bara það sem að það er. Þetta er bara æfingamót. Hvað græðum við á því að vinna þetta? Akkúrat ekki neitt. Það horfa allir á þetta sem æfingamót, sem er þetta er. Þetta er haldið um miðjan vetur og liðin ekki komin í sitt besta form. Við erum að reyna okkar allra besta til að gera liðið tilbúið í eitthvað verkefni sem hefur aldrei verið tekist á við áður, sem er að spila í febrúar heimaleik okkar í Sambandsdeildinni erlendis sem og útileikinn. Við verðum bara að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera liðið tilbúið. Að fá Stíg Diljan tilbúinn því hann mun spila stóran þátt í okkar tímabili og í þessum komandi leikjum. Þá verðum við að fá hann með í þetta. Við þurftum bara að nota þessa leiki í það.“ En geta liðin sem skrá sig til leiks á mótið ekki látið breyta reglunum varðandi lögmæti leikmanna? „Mótið er á vegum KRR en KSÍ tekur síðan sektarsjóðinn til sín. Ég veit það ekki alveg en jú auðvitað er það á liðunum í landinu að breyta þessu. Við reynum kannski að ýta því í geng. Ég held það sé í allra hag að leikmenn sem eru að koma erlendis frá geti spilað. Við lentum í þessu líka í fyrra þegar að KR-ingarnir spiluðu ólöglegum leikmanni í úrslitaleiknum. Það er öllum sama, við hefðum aldrei kært eitt eða neitt. Þetta gerist bara ósjálfrátt, að leikirnir tapast og sektin kemur. En það er bara á liðunum að breyta því.“ Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KSÍ Fótbolti Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Stígur Diljan kom heim til Víkings Reykjavíkur frá Triestina á Ítalíu en þar sem að henn kemur frá félagi erlendis frá fær hann ekki félagsskipti fyrr en þann 5.febrúar næstkomandi þegar að félagsskiptaglugginn opnar og var hann því ekki löglegur á nýafstöðnu Reykjavíkurmóti. Þrír leikir, þrjár sektir sem áttu að hljóða upp á 60 þúsund krónur fyrir hvern leik en Víkingar ráku upp stór augu þegar að 60 þúsund krónurnar voru orðnar að 120 þúsund krónum eftir þriðja og síðasta leik liðsins á mótinu. Samtals hljóða því sektirnar þrjár, fyrir leikina þrjá, upp á 240 þúsund krónur. En hver er ástæða þess að Stígur Diljan, ólöglegur í mótinu, er látinn spila þessa leiki? „Hún er mjög einföld,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í samtali við Vísi. „Við erum bara með nýja leikmenn í hópnum og þeir þurfa að spila. Við þurfum að spila saman lið fyrir mikilvægasta leik Víkings Reykjavíkur frá upphafi. Við erum að fara inn í alvöru verkefni á móti Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Ég þakka bara fyrir að það séu ekki fleiri leikmenn að koma til okkar erlendis frá. Í fyrra voru þeir þrír: Jón Guðni, Pálmi og Valdimar. Sektin hefði líklega verið þrefölduð til þess að gera liðið tilbúið. Nú er það bara Stígur Diljan og við mátum það bara sem svo að það væri mikilvægara að Stígur spili þessa leiki, sé partur af liðinu, farandi inn í þetta erfiða verkefni.“ „Svo ákveður KSÍ að tvöfalda sektina allt í einu. Við erum nú aðeins að skoða það. En það endurspeglar svolítið hvernig við erum að berjast í þessu. Þetta mót skiptir í raun ekki máli, þetta er æfingamót og við erum að horfa á það þannig. Við vitum alveg af sektinni en svo kemur allt í einu tvöföld sekt, sem við höfum jú alveg efni á í dag en er bara svolítið skrýtið og kannski endurspeglar svolítið afstöðu KSÍ til okkar í þessari keppni.“ Það hefur komið ykkur spánskt fyrir sjónir að fá allt í einu tvöfalda sekt í andlitið? „Já. Í raun er þetta eitthvað sem skiptir engu máli, sektin. En pælingin að tvöfalda hann allt í einu í lokin finnst okkur svolítið skrýtin. Af hverju að gera það? Leyfið okkur bara að halda áfram með þetta, reyna spila strákinn í stand. Ef þetta hefðu verið fleiri leikmenn þá hefði þetta verið aðeins dýrara.“ „Hvað græðum við á því að vinna þetta?“ Mót með langa sögu og því hefur verið fleygt fram í umræðunni að þið séuð að sýna því vanvirðingu. Hvernig svararðu því? „Þetta er bara það sem að það er. Þetta er bara æfingamót. Hvað græðum við á því að vinna þetta? Akkúrat ekki neitt. Það horfa allir á þetta sem æfingamót, sem er þetta er. Þetta er haldið um miðjan vetur og liðin ekki komin í sitt besta form. Við erum að reyna okkar allra besta til að gera liðið tilbúið í eitthvað verkefni sem hefur aldrei verið tekist á við áður, sem er að spila í febrúar heimaleik okkar í Sambandsdeildinni erlendis sem og útileikinn. Við verðum bara að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera liðið tilbúið. Að fá Stíg Diljan tilbúinn því hann mun spila stóran þátt í okkar tímabili og í þessum komandi leikjum. Þá verðum við að fá hann með í þetta. Við þurftum bara að nota þessa leiki í það.“ En geta liðin sem skrá sig til leiks á mótið ekki látið breyta reglunum varðandi lögmæti leikmanna? „Mótið er á vegum KRR en KSÍ tekur síðan sektarsjóðinn til sín. Ég veit það ekki alveg en jú auðvitað er það á liðunum í landinu að breyta þessu. Við reynum kannski að ýta því í geng. Ég held það sé í allra hag að leikmenn sem eru að koma erlendis frá geti spilað. Við lentum í þessu líka í fyrra þegar að KR-ingarnir spiluðu ólöglegum leikmanni í úrslitaleiknum. Það er öllum sama, við hefðum aldrei kært eitt eða neitt. Þetta gerist bara ósjálfrátt, að leikirnir tapast og sektin kemur. En það er bara á liðunum að breyta því.“
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KSÍ Fótbolti Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti