Innlent

Hellis­heiði opin á ný

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Búið er að opna Hellisheiðina eftir að veginum var lokað fyrr í dag vegna veðurs.

Samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar umferdin.is var Hellisheiðin opnuð rétt eftir klukkan tíu. Unnið er að mokstri á veginum.

Á sama tíma, klukkan tíu var Súðavíkurhlíð og Raknadalshlíð lokað vegna snjóflóðahættu.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×