Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar 2. febrúar 2025 08:01 Við mæðgur sitjum lúnar á biðstofunni. Það varð trampólínslys og fóturinn er mögulega brotinn. Svo taka á móti okkur röntgentæknir, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og læknir sem leysa verkefnið af alúð. Það er þröngt á þingi. Stofur og gangar yfirfullar af sjúklingum. Áreitið mikið og fólk í misjöfnu ástandi. Á leiðinni út sjáum við lögregluna koma inn með sjúkraflutningamönnum eftir slys. Hér tekur starfsfólk höggin og fer svo heim, ekki bara þreytt eftir daginn heldur með krefjandi minningar í farteskinu. Orðræða um opinber störf Að undanförnu hafa ýmis hagsmunamtök og stjórnmálamenn farið mikinn í neikvæðri umræðu um hið opinbera og um leið rýrt störf þeirra sem þar vinna - mögulega óaðvitandi. Líkt og hjá ríkinu starfi eintómir letihaugar réttindanna vegna, sem stari á klukkuna til þess eins að komast sem fyrst heim. Reynsla mín frá bráðamótttökunni og sem starfsmaður hjá hinu opinbera er hins vegar allt önnur. Þegar ég vann fyrir utanríkisráðuneytið í Brussel fylgist ég með starfsfólki vinna langa daga drifið áfram af því að verja hagsmuni Íslands. Oft voru krefjandi mál sem reyndu á úthald í samningaviðræðum við aðrar þjóðir og þar var ekki slegið slöku við sama hvað klukkan sló. Þegar ég starfaði hjá Orkustofnun lagði starfsfólk svo hart að sér í auðlindamálum að þeim tókst að afgreiða fleiri stærri leyfi en tíu árin á undan. Svo komu óveður og eldgos sem ógnuðu orkuinnviðum. Það hljóp enginn heim þó dagur væri á enda; tryggðin við verkefnin var öllu ofar. Þegar ég var stuðningsfulltrúi í grunnskóla sá ég kennara gefa allt í að nemendur lærðu bæði námsefnið en líka góð samskipti og hlýju. Þar komu líka upp erfið mál í lífi barna sem kennarar lögðu sig alla fram við að leysa, án þess þó að þurfa kannski að gera það. Almennt er reynslan mín semsagt sú að fólk sem starfar hjá hinu opinbera er drifið áfram af ástríðu þess að starfa í þágu þeirra verkefna sem það sinnir. Það telur ekki mínúturnar því það er helgað málstaðnum og veit að störf þess skipta máli. Það mætir í vinnuna af hugsjón en ekki vegna fríðinda eða starfsöryggis. Er hið opinbera þá fullkomið? Hið opinbera er þó langt í frá fullkomið. Í stjórnsýslunni væri hægt sjálfvirknivæða ferla svo nýta mætti tíma starfsfólks betur og draga úr kostnaði við yfirbyggingu. Í mörgum tilfellum er hægt að gera starfsemi árangursmiðaðri og skilvirkari. Opinbera kerfið má sannarlega ekki blása út að óþörfu enda um takmarkaða sameiginlega sjóði sem reka það að ræða. En í stað þess að etja opinberum stéttum og einkageirann saman í einhvers konar keppni um hvor er mikilvægari hlýtur að vera farsælla að beina sjónum því að hvaða gagn ólíkar stéttir gera fyrir samfélagið og sameinast um að bæta kerfin þar sem við á. Munum að stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að breyta og bæta flest kerfin; það er ekki við starfsfólk sem gerir sitt besta innan þeirra að sakast. Hvernig vinnur hið opinbera og einkageirinn saman? Á Íslandi gefur nýting fjölbreyttra náttúruauðlinda af sér afar mikilvægar tekjur. Sömuleiðis skapar öflugt atvinnulíf gríðarleg verðmæti sem eykst sífellt ef nýsköpun er í hávegum höfð. Hér þarf fjölbreytta hæfni og duglega einstaklinga því hér verða til grunnstoðir tekna og atvinnu samfélagsins til sem við nýtum í rekstur hins opinbera. Verðmætin sem hið opinbera býr til á móti er að mennta fólk, bæta heilsu og efla fjölbreytta innviði svo einstaklingar geti látið til sín taka á marga vegu í samfélaginu, ekki síst í atvinnulífi, svo að kakan stækki fyrir alla. Þannig eigum við að hugsa kerfin og samspil þeirra og hér þarf stöðugt bæta og uppfæra svo okkur farnist sem best. Lausnamiðuð umræða með virðingu og þakklæti í huga Við vitum að sagan af manninum sem réð sig í vinnu til að fá sem flesta veikindadaga á alltaf að vera undantekning bæði í kerfi ríkisins og í einkageiranum. Slíkt er sannarlega ekki saga fólksins sem tók á móti okkur mæðgum á bráðamóttökunni. Það heldur ekki saga lögreglumannsins sem lagði líf sitt í hættu eða fólksins sem stóð vaktina í eldgosunum. Verum óhrædd og lausnarmiðuð í að gagnrýna kerfi hins opinbera en gætum þess að rífa ekki störf þeirra sem þeim sinna fyrir okkur öll niður um leið. Þau standa vaktina fyrir okkur öll – í sjúkrahúsum, skólum, stjórnsýslu, menningarstarfi, löggæslu, vegagerð og á ótal öðrum sviðum sem skipta sköpum fyrir samfélagið okkar. Þau eiga enga tortryggni skilið - heldur þakkaróð og virðingu fyrir þau mikilvægu verkefni sem þau sinna fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Rekstur hins opinbera Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við mæðgur sitjum lúnar á biðstofunni. Það varð trampólínslys og fóturinn er mögulega brotinn. Svo taka á móti okkur röntgentæknir, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og læknir sem leysa verkefnið af alúð. Það er þröngt á þingi. Stofur og gangar yfirfullar af sjúklingum. Áreitið mikið og fólk í misjöfnu ástandi. Á leiðinni út sjáum við lögregluna koma inn með sjúkraflutningamönnum eftir slys. Hér tekur starfsfólk höggin og fer svo heim, ekki bara þreytt eftir daginn heldur með krefjandi minningar í farteskinu. Orðræða um opinber störf Að undanförnu hafa ýmis hagsmunamtök og stjórnmálamenn farið mikinn í neikvæðri umræðu um hið opinbera og um leið rýrt störf þeirra sem þar vinna - mögulega óaðvitandi. Líkt og hjá ríkinu starfi eintómir letihaugar réttindanna vegna, sem stari á klukkuna til þess eins að komast sem fyrst heim. Reynsla mín frá bráðamótttökunni og sem starfsmaður hjá hinu opinbera er hins vegar allt önnur. Þegar ég vann fyrir utanríkisráðuneytið í Brussel fylgist ég með starfsfólki vinna langa daga drifið áfram af því að verja hagsmuni Íslands. Oft voru krefjandi mál sem reyndu á úthald í samningaviðræðum við aðrar þjóðir og þar var ekki slegið slöku við sama hvað klukkan sló. Þegar ég starfaði hjá Orkustofnun lagði starfsfólk svo hart að sér í auðlindamálum að þeim tókst að afgreiða fleiri stærri leyfi en tíu árin á undan. Svo komu óveður og eldgos sem ógnuðu orkuinnviðum. Það hljóp enginn heim þó dagur væri á enda; tryggðin við verkefnin var öllu ofar. Þegar ég var stuðningsfulltrúi í grunnskóla sá ég kennara gefa allt í að nemendur lærðu bæði námsefnið en líka góð samskipti og hlýju. Þar komu líka upp erfið mál í lífi barna sem kennarar lögðu sig alla fram við að leysa, án þess þó að þurfa kannski að gera það. Almennt er reynslan mín semsagt sú að fólk sem starfar hjá hinu opinbera er drifið áfram af ástríðu þess að starfa í þágu þeirra verkefna sem það sinnir. Það telur ekki mínúturnar því það er helgað málstaðnum og veit að störf þess skipta máli. Það mætir í vinnuna af hugsjón en ekki vegna fríðinda eða starfsöryggis. Er hið opinbera þá fullkomið? Hið opinbera er þó langt í frá fullkomið. Í stjórnsýslunni væri hægt sjálfvirknivæða ferla svo nýta mætti tíma starfsfólks betur og draga úr kostnaði við yfirbyggingu. Í mörgum tilfellum er hægt að gera starfsemi árangursmiðaðri og skilvirkari. Opinbera kerfið má sannarlega ekki blása út að óþörfu enda um takmarkaða sameiginlega sjóði sem reka það að ræða. En í stað þess að etja opinberum stéttum og einkageirann saman í einhvers konar keppni um hvor er mikilvægari hlýtur að vera farsælla að beina sjónum því að hvaða gagn ólíkar stéttir gera fyrir samfélagið og sameinast um að bæta kerfin þar sem við á. Munum að stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að breyta og bæta flest kerfin; það er ekki við starfsfólk sem gerir sitt besta innan þeirra að sakast. Hvernig vinnur hið opinbera og einkageirinn saman? Á Íslandi gefur nýting fjölbreyttra náttúruauðlinda af sér afar mikilvægar tekjur. Sömuleiðis skapar öflugt atvinnulíf gríðarleg verðmæti sem eykst sífellt ef nýsköpun er í hávegum höfð. Hér þarf fjölbreytta hæfni og duglega einstaklinga því hér verða til grunnstoðir tekna og atvinnu samfélagsins til sem við nýtum í rekstur hins opinbera. Verðmætin sem hið opinbera býr til á móti er að mennta fólk, bæta heilsu og efla fjölbreytta innviði svo einstaklingar geti látið til sín taka á marga vegu í samfélaginu, ekki síst í atvinnulífi, svo að kakan stækki fyrir alla. Þannig eigum við að hugsa kerfin og samspil þeirra og hér þarf stöðugt bæta og uppfæra svo okkur farnist sem best. Lausnamiðuð umræða með virðingu og þakklæti í huga Við vitum að sagan af manninum sem réð sig í vinnu til að fá sem flesta veikindadaga á alltaf að vera undantekning bæði í kerfi ríkisins og í einkageiranum. Slíkt er sannarlega ekki saga fólksins sem tók á móti okkur mæðgum á bráðamóttökunni. Það heldur ekki saga lögreglumannsins sem lagði líf sitt í hættu eða fólksins sem stóð vaktina í eldgosunum. Verum óhrædd og lausnarmiðuð í að gagnrýna kerfi hins opinbera en gætum þess að rífa ekki störf þeirra sem þeim sinna fyrir okkur öll niður um leið. Þau standa vaktina fyrir okkur öll – í sjúkrahúsum, skólum, stjórnsýslu, menningarstarfi, löggæslu, vegagerð og á ótal öðrum sviðum sem skipta sköpum fyrir samfélagið okkar. Þau eiga enga tortryggni skilið - heldur þakkaróð og virðingu fyrir þau mikilvægu verkefni sem þau sinna fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun