Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Álftaness hafði mikla yfirburði í leik kvöldsins, sem fram fór í Egilshöll.
Stjarnan/Álftanes leiddi 4-1 í hálfleik og bætti einu marki við í seinni hálfleik til að gulltryggja sigurinn.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna/Álftanes í fyrri hálfleik og Arna Dís Arnþórsdóttir og Fanney Lísa Jóhannesdóttir bættu sínu markinu hvor við.
Freyja Stefánsdóttir skoraði mark Víkinga.
Stjarnan/Álftanes fagnaði því öruggum 5-1 sigri í úrslitum Reykjavíkurmótsins, en þar sem liðið lék sem gestalið eru Víkingar Reykjavíkurmeistarar.