Lífið

Víkingur Heiðar vann til Gram­my-verð­launa

Atli Ísleifsson skrifar
Víkingur Heiðar vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.
Víkingur Heiðar vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. Owen Fiene

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.

Víkingur var tilnefndur í flokknum ásamt bandaríska slagverksleikaranum Andy Akiho, Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra, Mak Grgić & Ensemble Dissonance og Seth Parker Woods.

Eftir að tilkynnt var um tilnefningar í nóvember síðastliðinn sagðist Víkingur Heiðar vera þakklátur fyrir tilnefninguna. „Ég hef verið svo heppinn að vinna fullt af verðlaunum. En ég hef líka ekki unnið fullt af verðlaunum,“ sagði Víkingur Heiðar þá.

Sjá má Víking Heiðar flytja brot út Goldberg-tilbrigðunum í spilanum að neðan.  

Víkingur Heiðar hefur lýst flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Bach sem stærsta verkefni sem hann hafi ráðist í að eigin sögn.

„Goldberg er það stærsta sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Víkingur Heiðar. Tölurnar tala sínu máli. 96 tónleikar allt frá Tókíó til Sydney og San Francisco. Fjölmargir tónleikar í Bandaríkjunum sem Víkingur telur að hafi líklega sitt að segja með tilnefninguna sagði Víkingur í samtali við fréttastofu í nóvember

Íslendingar sem hafa unnið Grammy-verðlaun

  • Steinar Höskuldsson (2003)
  • Gunn­ar Guðbjörns­son (2003)
  • Sigurbjörn Bernharðsson (2009)
  • Kristinn Sigmundsson (2017)
  • Hildur Guðnadóttir (2020, 2021)
  • Dísella Lárusdóttir (2022)
  • Laufey Lín Jónsdóttir (2024)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.