Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 09:36 Dagur Sigurðsson gerði það sem til var ætlast með króatíska liðið - vann verðlaun á stórmóti. Getty/Soeren Stache „Það verður að hrósa sérstaklega þjálfaranum Degi Sigurðssyni,“ segir í grein króatíska miðilsins 24 Sata þar sem Dagur staðfestir að hann verði áfram þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta nú þegar HM er lokið. Króatar töpuðu úrslitaleiknum gegn Dönum í gær en enduðu með silfurverðlaun - fyrstu verðlaun sín á stórmóti síðan á EM árið 2016. Degi tókst því það sem vonast var til þegar hann var ráðinn fyrir tæpu ári síðan. „Hann var á bekknum á erfiðum augnablikum og mátti þola mikið af gagnrýni og efasemdaröddum, en kom liðinu okkar í gang og skráði sig að eilífu í sögubækur króatísks handbolta,“ segir í grein 24 Sata. Sjálfur sagði Dagur eftir úrslitaleikinn í gær, samkvæmt miðlinum: „Auðvitað eru úrslitin svolítil vonbrigði. Við vildum halda í við þá aðeins lengur en þetta var erfiður slagur alveg til enda. Við reyndum allt sem við gátum en lukkan var ekki með okkur. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði spilast í Zagreb, það hefði verið áhugavert,“ sagði Dagur. Dagur Sigurðsson fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn góða á Frökkum í undanúrslitum HM.Getty/Slavko Midzor „Ég óska Danmörku til hamingju. Þeir eru með ótrúlegt lið eins og tölurnar sýna. En okkur mun takast þetta næst,“ sagði Dagur við RTL. Hann verður hylltur líkt og allt króatíska liðið í miðborg Zagreb klukkan fjögur í dag enda Króatar í skýjunum eftir mótið. „Þetta var draumur sem rættist, svo sannarlega. Ég kom hingað til að fá aftur tilfinningarnar og orkuna sem ég hef upplifað. Mér fannst ég endurfæddur, sérstaklega í leikjunum í Zagreb. Ég er mjög ánægður,“ sagði Dagur. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur og var því spurður hvort að hann yrði áfram þjálfari Króatíu: „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Króatar töpuðu úrslitaleiknum gegn Dönum í gær en enduðu með silfurverðlaun - fyrstu verðlaun sín á stórmóti síðan á EM árið 2016. Degi tókst því það sem vonast var til þegar hann var ráðinn fyrir tæpu ári síðan. „Hann var á bekknum á erfiðum augnablikum og mátti þola mikið af gagnrýni og efasemdaröddum, en kom liðinu okkar í gang og skráði sig að eilífu í sögubækur króatísks handbolta,“ segir í grein 24 Sata. Sjálfur sagði Dagur eftir úrslitaleikinn í gær, samkvæmt miðlinum: „Auðvitað eru úrslitin svolítil vonbrigði. Við vildum halda í við þá aðeins lengur en þetta var erfiður slagur alveg til enda. Við reyndum allt sem við gátum en lukkan var ekki með okkur. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði spilast í Zagreb, það hefði verið áhugavert,“ sagði Dagur. Dagur Sigurðsson fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn góða á Frökkum í undanúrslitum HM.Getty/Slavko Midzor „Ég óska Danmörku til hamingju. Þeir eru með ótrúlegt lið eins og tölurnar sýna. En okkur mun takast þetta næst,“ sagði Dagur við RTL. Hann verður hylltur líkt og allt króatíska liðið í miðborg Zagreb klukkan fjögur í dag enda Króatar í skýjunum eftir mótið. „Þetta var draumur sem rættist, svo sannarlega. Ég kom hingað til að fá aftur tilfinningarnar og orkuna sem ég hef upplifað. Mér fannst ég endurfæddur, sérstaklega í leikjunum í Zagreb. Ég er mjög ánægður,“ sagði Dagur. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur og var því spurður hvort að hann yrði áfram þjálfari Króatíu: „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30
Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00