Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2025 10:51 Lögreglumenn standa vörð fyrir utan lúxusíbúðablokkina „Rauðu seglin“ í Moskvu í morgun. Sprengja sprakk í anddyri hússins og virðist það hafa verið banatilræði gegn leiðtoga vopnaðrar sveitar í Austur-Úkraínu. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. Sprengjan sprakk í þann mund sem Armen Sakisjan, sem Úkraínumenn saka um að vinna með Rússum í Donetsk, gekk inn í anddyri hússins ásamt fjórum lífvörðum, að sögn rússneskra fjölmiðla. Sarkisjan var fluttur helsærður á sjúkrahús þar sem hann lést og einn lífvarða hans lést á vettvangi. Hinir þrír eru sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. TASS-ríkisfréttastofan hefur eftir löggæsluyfirvöldum að morðtilræðið hafi verið þaulskipulagt. Rannsóknin beinist að því hver hafi fyrirskipað tilræðið. Anddyrið á lúxusblokkinni í Moskvu þar sem sprengja sprakk í morgun.Rannsóknarlögregla Rússlands Úkraínska leyniþjónustan SBU lýsti Sarkisjan sem „glæpaforingja“ í Donetsk sem hefur að stórum hluta verið á valdi Rússa frá árinu 2014, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann væri grunaður um að aðstoða og taka þátt í starfsemi ólöglegra vopnaðra hópa. Sarkisjan hefði stýrt vopnaðri sveit sem styddi Rússa og væri skipuð sakamönnum. Skammt er síðan Úkraínumenn réðu Igor Kirillov, rússneskan herforingja, af dögum með sprengju fyrir utan íbúðablokk í Moskvu. Stjórnvöld í Kænugarði hafa enn ekki tjáð sig um sprenginguna í Moskvu í dag. Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Sarkisjan hefði látist af sárum sínum. Rússland Erlend sakamál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Sjá meira
Sprengjan sprakk í þann mund sem Armen Sakisjan, sem Úkraínumenn saka um að vinna með Rússum í Donetsk, gekk inn í anddyri hússins ásamt fjórum lífvörðum, að sögn rússneskra fjölmiðla. Sarkisjan var fluttur helsærður á sjúkrahús þar sem hann lést og einn lífvarða hans lést á vettvangi. Hinir þrír eru sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. TASS-ríkisfréttastofan hefur eftir löggæsluyfirvöldum að morðtilræðið hafi verið þaulskipulagt. Rannsóknin beinist að því hver hafi fyrirskipað tilræðið. Anddyrið á lúxusblokkinni í Moskvu þar sem sprengja sprakk í morgun.Rannsóknarlögregla Rússlands Úkraínska leyniþjónustan SBU lýsti Sarkisjan sem „glæpaforingja“ í Donetsk sem hefur að stórum hluta verið á valdi Rússa frá árinu 2014, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann væri grunaður um að aðstoða og taka þátt í starfsemi ólöglegra vopnaðra hópa. Sarkisjan hefði stýrt vopnaðri sveit sem styddi Rússa og væri skipuð sakamönnum. Skammt er síðan Úkraínumenn réðu Igor Kirillov, rússneskan herforingja, af dögum með sprengju fyrir utan íbúðablokk í Moskvu. Stjórnvöld í Kænugarði hafa enn ekki tjáð sig um sprenginguna í Moskvu í dag. Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Sarkisjan hefði látist af sárum sínum.
Rússland Erlend sakamál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Sjá meira
Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37
Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21
Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29