Innlent

Eldur kom upp í matarvagni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Enn er ekki hægt að upplýsa um upptök eldsins.
Enn er ekki hægt að upplýsa um upptök eldsins. Vísir/Vilhelm

Eldur kom upp í matarvagni í Kópavogi. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir skemmstu og eru slökkviliðsmenn á leiðinni á vettvang.

Samkvæmt vakthafanda hjá slökkviliði eru tveir dælubílar á leiðinni á vettvang að Tröllakór að ráða niðurlögum eldsins.

Dælubílarnir hafi verið lengi á leiðinni vegna hálku á vegum. Umfang eldsins liggur ekki fyrir að svo stöddu en slökkviliðsmenn verða komnir á vettvang innan skamms.

Áttu mynd af vettvangi? Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×